Hlaupið á fjöllum í fjóra daga Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 15. febrúar 2017 12:00 "Þetta snýst ekki um vegalengdir heldur um að komast ákveðna leið á enda," segir Elísabet. Vísir/Stefán Elísabet Margeirsdóttir tók þátt í einu svakalegasta fjallahlaupi í Evrópu í fyrra. Hún segir frá því á Fjallakvöldi í Háskólabíói næsta þriðjudagskvöld og gefur fólki um leið innsýn í líf fjallahlauparans. „Ég lauk lengsta hlaupi á ferlinum með góðum árangri í september, eða Tor des Géants hlaupinu um Aosta-dalinn á Ítalíu. Hlaupið var 340 kílómetrar með 25 þúsund metra hækkun og tók fjóra daga. Það var lítið sofið á þeim tíma. Ég ætla að segja frá því hvernig ég undirbjó mig og hvernig hlaupið gekk. Svo ætla ég að fara yfir það hvað felst í hlaupum á fjöllum, hvers vegna ég stunda þessi hlaup og hvað það gefur mér,“ segir Elísabet, sem er aðjúnkt í næringarfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur stundað langhlaup og fjallahlaup um töluvert skeið en undanfarið aðallega einbeitt sér að svokölluðum ofurhlaupum. „Meðalkeppnishlaup hjá mér er hundrað kílómetrar í einu með mikilli hækkun. Mörg af þessum hlaupum eru mikil náttúruupplifun og ég næ að fara yfir stór svæði á stuttum tíma. Hvort það er neikvætt eða jákvætt er svo spurning. Sumir vilja frekar ganga og fara hægar yfir en sem hlaupari finnst mér ég ná að njóta en ekki þjóta. Þetta snýst þó ekki um vegalengdir heldur um að komast ákveðna leið á enda. Það gefur mér heilmikið og hvert hlaup fer í reynslubankann." Góður undirbúningur skiptir höfuðmáli þegar kemur að fjallahlaupum. Mikilvægt er að fara ekki of geyst í þessi hlaup, æfa vel og helst hafa sérhæft sig fyrir þá leið sem maður ætlar að fara. Fyrir fjallahlaupakeppnir þarf fyrst og fremst að æfa á göngustígum og í fjalllendi. „Hafa verður í huga að líkaminn þarf að venjast þessu. Þetta eru krefjandi hlaup þótt ekki sé farið hratt yfir,“ segir Elísabet og bætir við að hlaup séu mjög góð fyrir núvitundina. „Öll athyglin þarf að vera á hlaupinu og hvar maður er að hlaupa. Þannig hvílir maður hugann frá amstri dagsins. Mér finnst það mikill kostur.“ Fjallakvöldið er haldið að frumkvæði 66°Norður í samstarfi við Gore-tex og snýst um fjallamennsku frá ýmsum hliðum. Auk Elísabetar mun Tómas Guðbjartsson læknir segja frá fjallaskíðaferð Félags íslenskra fjallalækna yfir einn stórfenglegasta hluta Alpanna og einn fremsti fjallamaður heims, Stefan Glowacz, segir frá einni erfiðustu klifurleið í heimi og göngu á hæsta fjall Malasíu. Nánari upplýsingar um Fjallakvöldið er að finna á vefsíðunni www.midi.is. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Ágóði rennur til styrktar Slysavarnarfélagsins Landsbjörg. Heilsa Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Elísabet Margeirsdóttir tók þátt í einu svakalegasta fjallahlaupi í Evrópu í fyrra. Hún segir frá því á Fjallakvöldi í Háskólabíói næsta þriðjudagskvöld og gefur fólki um leið innsýn í líf fjallahlauparans. „Ég lauk lengsta hlaupi á ferlinum með góðum árangri í september, eða Tor des Géants hlaupinu um Aosta-dalinn á Ítalíu. Hlaupið var 340 kílómetrar með 25 þúsund metra hækkun og tók fjóra daga. Það var lítið sofið á þeim tíma. Ég ætla að segja frá því hvernig ég undirbjó mig og hvernig hlaupið gekk. Svo ætla ég að fara yfir það hvað felst í hlaupum á fjöllum, hvers vegna ég stunda þessi hlaup og hvað það gefur mér,“ segir Elísabet, sem er aðjúnkt í næringarfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur stundað langhlaup og fjallahlaup um töluvert skeið en undanfarið aðallega einbeitt sér að svokölluðum ofurhlaupum. „Meðalkeppnishlaup hjá mér er hundrað kílómetrar í einu með mikilli hækkun. Mörg af þessum hlaupum eru mikil náttúruupplifun og ég næ að fara yfir stór svæði á stuttum tíma. Hvort það er neikvætt eða jákvætt er svo spurning. Sumir vilja frekar ganga og fara hægar yfir en sem hlaupari finnst mér ég ná að njóta en ekki þjóta. Þetta snýst þó ekki um vegalengdir heldur um að komast ákveðna leið á enda. Það gefur mér heilmikið og hvert hlaup fer í reynslubankann." Góður undirbúningur skiptir höfuðmáli þegar kemur að fjallahlaupum. Mikilvægt er að fara ekki of geyst í þessi hlaup, æfa vel og helst hafa sérhæft sig fyrir þá leið sem maður ætlar að fara. Fyrir fjallahlaupakeppnir þarf fyrst og fremst að æfa á göngustígum og í fjalllendi. „Hafa verður í huga að líkaminn þarf að venjast þessu. Þetta eru krefjandi hlaup þótt ekki sé farið hratt yfir,“ segir Elísabet og bætir við að hlaup séu mjög góð fyrir núvitundina. „Öll athyglin þarf að vera á hlaupinu og hvar maður er að hlaupa. Þannig hvílir maður hugann frá amstri dagsins. Mér finnst það mikill kostur.“ Fjallakvöldið er haldið að frumkvæði 66°Norður í samstarfi við Gore-tex og snýst um fjallamennsku frá ýmsum hliðum. Auk Elísabetar mun Tómas Guðbjartsson læknir segja frá fjallaskíðaferð Félags íslenskra fjallalækna yfir einn stórfenglegasta hluta Alpanna og einn fremsti fjallamaður heims, Stefan Glowacz, segir frá einni erfiðustu klifurleið í heimi og göngu á hæsta fjall Malasíu. Nánari upplýsingar um Fjallakvöldið er að finna á vefsíðunni www.midi.is. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Ágóði rennur til styrktar Slysavarnarfélagsins Landsbjörg.
Heilsa Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira