Gunnar Nelson sagður kominn með bardaga í Lundúnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2017 13:20 Gunnar Nelson vann Albert Tumenov síðast í maí í fyrra. vísir/getty Gunnar Nelson, fremsti bardagaíþróttamaður Íslands, er sagður kominn á UFC Fight Night 107-kortið í Lundúnum sem fram fer 18. mars. Hann á að berjast við Bandaríkjamanninn Alan Jouban. Þessu er haldið fram á sænsku bardagaíþróttafréttasíðunni MMANytt.se. Þar segir að bardagi Gunnars og Jouban verði annar af tveimur aðalbardögum kvöldsins en hinn aðalbaraginn verður viðureign Jimi Manuwa og Corey Anderson. Gunnar átti að berjast síðast við Kóreubúann Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember en varð að draga sig úr bardaganum vegna ökklameiðsla. Hann er nú allur að koma til og sagði í viðtali við íþróttadeild í síðustu viku að hann gerði sér vonir um að komast á bardagakvöldið í Lundúnum. „Ökklinn er fullkominn núna og ég er að æfa á fullu. Nú er ég að vonast eftir því að fá bardaga í mars eða apríl. Ég vildi komast inn á þetta kvöld í London og það er ekki úr myndinni. Ég vil nú samt ekki gefa fólki of miklar vonir og ég myndi ekkert panta miða alveg strax,“ sagði Gunnar en nú virðist sem svo að hann snúi aftur í búrið.Alan Jouban er reynslubolti.vísir/afp35 ára reynslubolti Síðast barðist Gunnar Nelson í maí í fyrra á móti Rússanum Albert Tumenov sem hann vann örugglega með hengingartaki í annarri lotu. Það var eini bardagi hans á árinu 2016 en upphaflega stefndi Gunnar á að berjast þrisvar til fjórum sinnum á síðasta ári. Þrátt fyrir að hafa ekki stígið í búrið í tæpt ár heldur Gunnar áfram að klífa styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC en hann er kominn upp í níunda sætið í veltivigtinni sem er hans besta staða frá upphafi. Alan Jouban er 35 ára gamall bardagaíþróttamaður frá Bandaríkjunum sem kennir sig við Muay Thai-bardagalistina. Sem atvinnumaður hefur hann unnið fimmtán bardaga og tapað fjórum en síðan hann kom inn í UFC árið 2014 hefur hann unnið fimm bardaga og tapað tveimur. Hann er ósigraður í síðustu þremur bardögum en síðustu tvo vann hann á dómaraúrskurði. Gunnar vildi ólmur berjast næst á móti manni sem er topp 15 á styrkleikalistanum eins og hann sjálfur, helst einum af þeim tíu bestu eins og Dong sem er í sjöunda sæti listans. MMA Tengdar fréttir Ég hef verið að berjast of lítið Gunnar Nelson er orðinn heill heilsu og vonast eftir því að komast inn í búrið hjá UFC fljótlega. Hann hefur aðeins barist þrisvar á síðustu tveimur árum. 7. febrúar 2017 06:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Gunnar Nelson, fremsti bardagaíþróttamaður Íslands, er sagður kominn á UFC Fight Night 107-kortið í Lundúnum sem fram fer 18. mars. Hann á að berjast við Bandaríkjamanninn Alan Jouban. Þessu er haldið fram á sænsku bardagaíþróttafréttasíðunni MMANytt.se. Þar segir að bardagi Gunnars og Jouban verði annar af tveimur aðalbardögum kvöldsins en hinn aðalbaraginn verður viðureign Jimi Manuwa og Corey Anderson. Gunnar átti að berjast síðast við Kóreubúann Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember en varð að draga sig úr bardaganum vegna ökklameiðsla. Hann er nú allur að koma til og sagði í viðtali við íþróttadeild í síðustu viku að hann gerði sér vonir um að komast á bardagakvöldið í Lundúnum. „Ökklinn er fullkominn núna og ég er að æfa á fullu. Nú er ég að vonast eftir því að fá bardaga í mars eða apríl. Ég vildi komast inn á þetta kvöld í London og það er ekki úr myndinni. Ég vil nú samt ekki gefa fólki of miklar vonir og ég myndi ekkert panta miða alveg strax,“ sagði Gunnar en nú virðist sem svo að hann snúi aftur í búrið.Alan Jouban er reynslubolti.vísir/afp35 ára reynslubolti Síðast barðist Gunnar Nelson í maí í fyrra á móti Rússanum Albert Tumenov sem hann vann örugglega með hengingartaki í annarri lotu. Það var eini bardagi hans á árinu 2016 en upphaflega stefndi Gunnar á að berjast þrisvar til fjórum sinnum á síðasta ári. Þrátt fyrir að hafa ekki stígið í búrið í tæpt ár heldur Gunnar áfram að klífa styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC en hann er kominn upp í níunda sætið í veltivigtinni sem er hans besta staða frá upphafi. Alan Jouban er 35 ára gamall bardagaíþróttamaður frá Bandaríkjunum sem kennir sig við Muay Thai-bardagalistina. Sem atvinnumaður hefur hann unnið fimmtán bardaga og tapað fjórum en síðan hann kom inn í UFC árið 2014 hefur hann unnið fimm bardaga og tapað tveimur. Hann er ósigraður í síðustu þremur bardögum en síðustu tvo vann hann á dómaraúrskurði. Gunnar vildi ólmur berjast næst á móti manni sem er topp 15 á styrkleikalistanum eins og hann sjálfur, helst einum af þeim tíu bestu eins og Dong sem er í sjöunda sæti listans.
MMA Tengdar fréttir Ég hef verið að berjast of lítið Gunnar Nelson er orðinn heill heilsu og vonast eftir því að komast inn í búrið hjá UFC fljótlega. Hann hefur aðeins barist þrisvar á síðustu tveimur árum. 7. febrúar 2017 06:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Ég hef verið að berjast of lítið Gunnar Nelson er orðinn heill heilsu og vonast eftir því að komast inn í búrið hjá UFC fljótlega. Hann hefur aðeins barist þrisvar á síðustu tveimur árum. 7. febrúar 2017 06:00