Íslenski boltinn

Maggi Gylfa kjörinn í aðalstjórn KSÍ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Magnús Gylfason er margreyndur þjálfari.
Magnús Gylfason er margreyndur þjálfari. vísir/vilhelm
Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason, Guðrún Inga Sívertsen og Vignir Már Þormóðsson voru öll kosin í aðalstjórn KSÍ á 71. ársþingi Knattspyrnusambandsins í Vestmannaeyjum í dag.

Guðrún Inga fékk 123 atkvæði, Vignir 101, Magnús 76 og Borgildur 74. Þau voru kosin til tveggja ára.

Gísli Gíslason, Jóhannes Ólafsson, Ragnhildur Skúladóttir og Rúnar Vífill Arnarson sitja áfram í stjórninni. Kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2018.

Þrjár konur sitja því í stjórn KSÍ; Borghildur, Guðrún Inga og Ragnhildur.

Jakob Skúlason, Björn Friðþjófsson, Magnús Ásgrímsson og Tómas Þóroddson voru sjálfkjörnir sem aðalfulltrúar landsfjórðunga.

Ingvar Guðjónsson, Jóhann Torfason og Kristinn Jakobsson voru endurkjörnir sem varamenn í aðalstjórn.

Aðalstjórn KSÍ.mynd/ksí

Tengdar fréttir

Geir heiðraður af ÍSÍ og UEFA

Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, var í dag sæmdur gullmerki ÍSÍ á 71. ársþingi KSÍ sem nú stendur yfir í Vestmannaeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×