Hefur kennt heilsurækt í tuttugu og átta ár Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 10. febrúar 2017 14:00 "Fyrir fimm árum ákvað ég að breyta til og verða minn eigin herra." Vísir/Ernir Heilbrigður lífsstíll hefur lengi verið Guðbjörgu Finnsdóttur hugleikinn. Hún er sannfærð um að hreyfing sé lykill að betra lífi og fólk fái yngri útgáfu af sjálfu sér með því að stunda reglulega heilsurækt.„Áhugamál okkar hjónanna er að hlaupa saman á sumrin og Reykjavíkurmaraþonið er fastur punktur hjá okkur.“Guðbjörg er mörgum að góðu kunn. Hún hefur kennt líkamsrækt um árabil og hjálpað fjölda manns við að koma sér í gott form. Lengi vel sinnti hún einnig íþróttakennslu í grunnskólum en ákvað að taka stökkið og opna sína eigin líkamsræktarstöð fyrir um fimm árum. Hún kennir meira en tuttugu tíma á viku og hefur í mörg horn á líta en vinnan er líka aðaláhugamálið. „Mín mesta ánægja er að koma fólki uppá að stunda heilbrigðan lífsstíl, fá það til að hreyfa sig reglulega og finna að það sé þess virði að hreyfa sig. Ég get fullyrt að ef fólk hreyfir sig reglulega fær það yngri útgáfu af sjálfu sér eftir ákveðinn tíma. En það þarf að halda fólki við efnið, sýna þrautseigju og gera þetta að lífsstíl,“ segir Guðbjörg. Hún er frá Sandgerði og strax á unga aldri fékk hún áhuga á íþróttum og almennri hreyfingu. „Segja má að ég hafi alltaf verið íþróttafrík. Handboltinn átti líka hug minn allan og við stelpurnar í liðinu vorum nokkuð góðar. Ég þurfti að koma mér á milli Sandgerðis og Keflavíkur til að mæta á æfingar og gerði það með glöðu geði. Þegar ég var í tíunda bekk var ég farin að þjálfa yngri flokkana,“ segir Guðbjörg sem stefndi alltaf að því að verða íþróttakennari. „Að loknum grunnskóla hóf ég nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og þaðan lá leiðin í Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni en ég útskrifaðist árið 1989,“ rifjar hún upp.Guðbjörg hefur mikið yndi af því að sauma og grúskar gjarnan í uppskriftum og skoðar textíl.Jane Fonda leikfimin var fyrirmyndinÞegar Guðbjörg hóf nám við Íþróttakennaraskólann kynntist hún fyrst þolþjálfun sem á þeim tíma var nýjung í heilsurækt. „Jane Fonda leikfimin er fyrirmyndin að þessu öllu, blómatími þolþjálfunar var að renna upp og síðan hefur þróunin verið mjög hröð. Pallaleikfimin var líka að ryðja sér til rúms og ekki leið á löngu þar til spinning kom fram á sjónarsviðið. Síðan þá hafa bæst við fjölmargar nýjungar á þessu sviði,“ segir Guðbjörg. Eftir útskrift starfaði hún sem íþróttakennari í grunnskóla og þolfimikennari á heilsuræktarstöð í Keflavík. Fljótlega réð hún sig svo sem þolfimikennara hjá Ágústu Johnson í Hreyfingu og vann þar í hartnær tvo áratugi. „Fyrir fimm árum ákvað ég síðan að breyta til og verða minn eigin herra. Mér fannst ég skulda sjálfri mér að prófa að vera sjálfstæð eftir öll þessi ár. Mig langaði að opna mína eigin heilsuræktarstöð þar sem ég gæti verið í góðri tengingu við viðskipavinina og setti á stofn G-fit í Garðabæ. Stöðin er orðin hálfgerð félagsmiðstöð kvenna í bænum en ég reyni að halda vel utan um mína viðskiptavini og fylgist með að þeir mæti reglulega. Ef ég sé fólk ekki í dálítinn tíma sendi ég því góðlátlegan tölvupóst,“ segir Guðbjörg og viðurkennir að hún þurfi að senda sumum póst oftar en öðrum. „En ég fæ aldrei neitt annað en jákvæð svör. Fólk kann vel að meta persónulega pósta. Ég hef líka fengið manneskjur til mín sem segjast aðeins hafa úthald í að æfa í tvo mánuði en þá gefist þær iðulega upp og hætti. Ég lít á það sem áskorun og segi iðulega að viðkomandi sé bara búinn að ákveða þetta og er þá sérstaklega dugleg við að fylgja honum eftir. Það er síðan sérlega ánægjulegt ef viðkomandi heldur áfram.“Fátt í faginu sem kemur á óvartUm tíma kenndi Guðbjörg íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík og fannst það góð reynsla. „Núna sé ég um karla- og kvennaleikfimi í hádeginu við Háskóla Íslands. Valdimar Örnólfsson sinnti þessari kennslu í tuttugu og fimm ár og Margrét Jónsdóttir sömuleiðis. Ég hef haft þetta í mínum höndum í 4 ár svo ég á nóg eftir. Alls hef ég unnið í þessum geira í tuttugu og átta ár. Ég skil ekki hvernig svona ung manneskja eins og ég hefur getað verið svona lengi í þessu fagi,“ segir Guðbjörg en eftir allan þennan tíma er fátt sem kemur henni á óvart. Hún fylgist vel með nýjungum í gegnum netið og fer á námskeið reglulega. „Netið er ótrúlega góð leið til að fylgjast vel með. Ég sæki námskeið en þegar maður hefur verið svona lengi í faginu er það meira eins og vítamínsprauta fyrir mig. Það er nauðsynlegt að vera frjór í hugsun og láta ekki aðra sérfræðinga segja sér hvernig nýjar æfingar eru búnar til. Ég hef gaman af þessu og það er alltaf eitthvað að gerast í kollinum á mér, eins og að finna nýjar útgáfur af sömu æfingunni,“ segir Guðbjörg.Fjölskyldan á góðri stundu. Kjartan Haukur, Kjartan Már, Guðrún Ísabella, Fríða Sylvía og Guðbjörg.Skynsemin að leiðarljósi„Í gegnum tíðina hef ég passað að gleypa ekki við öllum tískustraumum heldur haft skynsemina að leiðarljósi og reynt að halda mig á faglegu hliðinni. Íslendingar eru nýjungagjarnir og margir halda að það allra nýjasta sé einmitt það besta en ég hef haldið mig við grunninn. Nýjungar geta verið til góðs en öfgarnar hafa aukist. Almenningur er farinn að hreyfa sig meira en um leið eru æfingar sem líkaminn þolir illa orðnar meira áberandi. Sumar þessara æfinga voru lengi bannæfingar, þ.e. þær voru ekki kenndar í tímum þar sem fólk á mismunandi aldri og í misgóðu formi er saman komið. Í dag eru margar af þessum bannæfingum notaðar í hóptímum en þjálfarar mega ekki gleyma að þeir eru kannski með fjörutíu manns í tíma hjá sér og þeir bera ábyrgð á þeim öllum í tímanum. Ég held þetta sé ekki rétta leiðin. Það er auðvitað gaman að vera í hóp og fá hvatningu en æfingar þurfa að vera innan skynsamlegra marka.“Heimakær hlaupariÞegar Guðbjörg er ekki að kenna finnst henni best að vera heima í rólegheitum. Hún saumar mikið á saumavél og segir það sína hugleiðslu. „Hugleiðslunni næ ég líka í sundlauginni en ég tek mér alltaf tíma til þess að komast í laugina og fer þar í kalda pottinn. Ég er sannfærð um að þessi meðferð geri líkamanum gott.“ Guðbjörg er gift Kjartani Hauki Kjartanssyni og þau eiga þrjú börn, sextán og fjórtán ára dætur og tíu ára son. Henni finnst gaman að gera eitthvað með fjölskyldunni og oft er það tengt hreyfingu af einhverju tagi. „Áhugamál okkar hjónanna er að hlaupa saman á sumrin og Reykjavíkurmaraþonið er fastur punktur hjá okkur. Ég held mig yfirleitt við styttri vegalengdir en draumurinn er að safna nokkrum maraþonhlaupum í ólíkum löndum. Það er þetta frelsi sem heillar mig, sú tilfinning að hlaupa úti í náttúrunni er yndislega góð. Þegar við förum til útlanda tökum við hlaupaskóna alltaf með. Hlaup eru skemmtileg leið til að kynnast nýjum stöðum en það þarf að passa að rata til baka,“ segir Guðbjörg. Heilsa Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Heilbrigður lífsstíll hefur lengi verið Guðbjörgu Finnsdóttur hugleikinn. Hún er sannfærð um að hreyfing sé lykill að betra lífi og fólk fái yngri útgáfu af sjálfu sér með því að stunda reglulega heilsurækt.„Áhugamál okkar hjónanna er að hlaupa saman á sumrin og Reykjavíkurmaraþonið er fastur punktur hjá okkur.“Guðbjörg er mörgum að góðu kunn. Hún hefur kennt líkamsrækt um árabil og hjálpað fjölda manns við að koma sér í gott form. Lengi vel sinnti hún einnig íþróttakennslu í grunnskólum en ákvað að taka stökkið og opna sína eigin líkamsræktarstöð fyrir um fimm árum. Hún kennir meira en tuttugu tíma á viku og hefur í mörg horn á líta en vinnan er líka aðaláhugamálið. „Mín mesta ánægja er að koma fólki uppá að stunda heilbrigðan lífsstíl, fá það til að hreyfa sig reglulega og finna að það sé þess virði að hreyfa sig. Ég get fullyrt að ef fólk hreyfir sig reglulega fær það yngri útgáfu af sjálfu sér eftir ákveðinn tíma. En það þarf að halda fólki við efnið, sýna þrautseigju og gera þetta að lífsstíl,“ segir Guðbjörg. Hún er frá Sandgerði og strax á unga aldri fékk hún áhuga á íþróttum og almennri hreyfingu. „Segja má að ég hafi alltaf verið íþróttafrík. Handboltinn átti líka hug minn allan og við stelpurnar í liðinu vorum nokkuð góðar. Ég þurfti að koma mér á milli Sandgerðis og Keflavíkur til að mæta á æfingar og gerði það með glöðu geði. Þegar ég var í tíunda bekk var ég farin að þjálfa yngri flokkana,“ segir Guðbjörg sem stefndi alltaf að því að verða íþróttakennari. „Að loknum grunnskóla hóf ég nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og þaðan lá leiðin í Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni en ég útskrifaðist árið 1989,“ rifjar hún upp.Guðbjörg hefur mikið yndi af því að sauma og grúskar gjarnan í uppskriftum og skoðar textíl.Jane Fonda leikfimin var fyrirmyndinÞegar Guðbjörg hóf nám við Íþróttakennaraskólann kynntist hún fyrst þolþjálfun sem á þeim tíma var nýjung í heilsurækt. „Jane Fonda leikfimin er fyrirmyndin að þessu öllu, blómatími þolþjálfunar var að renna upp og síðan hefur þróunin verið mjög hröð. Pallaleikfimin var líka að ryðja sér til rúms og ekki leið á löngu þar til spinning kom fram á sjónarsviðið. Síðan þá hafa bæst við fjölmargar nýjungar á þessu sviði,“ segir Guðbjörg. Eftir útskrift starfaði hún sem íþróttakennari í grunnskóla og þolfimikennari á heilsuræktarstöð í Keflavík. Fljótlega réð hún sig svo sem þolfimikennara hjá Ágústu Johnson í Hreyfingu og vann þar í hartnær tvo áratugi. „Fyrir fimm árum ákvað ég síðan að breyta til og verða minn eigin herra. Mér fannst ég skulda sjálfri mér að prófa að vera sjálfstæð eftir öll þessi ár. Mig langaði að opna mína eigin heilsuræktarstöð þar sem ég gæti verið í góðri tengingu við viðskipavinina og setti á stofn G-fit í Garðabæ. Stöðin er orðin hálfgerð félagsmiðstöð kvenna í bænum en ég reyni að halda vel utan um mína viðskiptavini og fylgist með að þeir mæti reglulega. Ef ég sé fólk ekki í dálítinn tíma sendi ég því góðlátlegan tölvupóst,“ segir Guðbjörg og viðurkennir að hún þurfi að senda sumum póst oftar en öðrum. „En ég fæ aldrei neitt annað en jákvæð svör. Fólk kann vel að meta persónulega pósta. Ég hef líka fengið manneskjur til mín sem segjast aðeins hafa úthald í að æfa í tvo mánuði en þá gefist þær iðulega upp og hætti. Ég lít á það sem áskorun og segi iðulega að viðkomandi sé bara búinn að ákveða þetta og er þá sérstaklega dugleg við að fylgja honum eftir. Það er síðan sérlega ánægjulegt ef viðkomandi heldur áfram.“Fátt í faginu sem kemur á óvartUm tíma kenndi Guðbjörg íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík og fannst það góð reynsla. „Núna sé ég um karla- og kvennaleikfimi í hádeginu við Háskóla Íslands. Valdimar Örnólfsson sinnti þessari kennslu í tuttugu og fimm ár og Margrét Jónsdóttir sömuleiðis. Ég hef haft þetta í mínum höndum í 4 ár svo ég á nóg eftir. Alls hef ég unnið í þessum geira í tuttugu og átta ár. Ég skil ekki hvernig svona ung manneskja eins og ég hefur getað verið svona lengi í þessu fagi,“ segir Guðbjörg en eftir allan þennan tíma er fátt sem kemur henni á óvart. Hún fylgist vel með nýjungum í gegnum netið og fer á námskeið reglulega. „Netið er ótrúlega góð leið til að fylgjast vel með. Ég sæki námskeið en þegar maður hefur verið svona lengi í faginu er það meira eins og vítamínsprauta fyrir mig. Það er nauðsynlegt að vera frjór í hugsun og láta ekki aðra sérfræðinga segja sér hvernig nýjar æfingar eru búnar til. Ég hef gaman af þessu og það er alltaf eitthvað að gerast í kollinum á mér, eins og að finna nýjar útgáfur af sömu æfingunni,“ segir Guðbjörg.Fjölskyldan á góðri stundu. Kjartan Haukur, Kjartan Már, Guðrún Ísabella, Fríða Sylvía og Guðbjörg.Skynsemin að leiðarljósi„Í gegnum tíðina hef ég passað að gleypa ekki við öllum tískustraumum heldur haft skynsemina að leiðarljósi og reynt að halda mig á faglegu hliðinni. Íslendingar eru nýjungagjarnir og margir halda að það allra nýjasta sé einmitt það besta en ég hef haldið mig við grunninn. Nýjungar geta verið til góðs en öfgarnar hafa aukist. Almenningur er farinn að hreyfa sig meira en um leið eru æfingar sem líkaminn þolir illa orðnar meira áberandi. Sumar þessara æfinga voru lengi bannæfingar, þ.e. þær voru ekki kenndar í tímum þar sem fólk á mismunandi aldri og í misgóðu formi er saman komið. Í dag eru margar af þessum bannæfingum notaðar í hóptímum en þjálfarar mega ekki gleyma að þeir eru kannski með fjörutíu manns í tíma hjá sér og þeir bera ábyrgð á þeim öllum í tímanum. Ég held þetta sé ekki rétta leiðin. Það er auðvitað gaman að vera í hóp og fá hvatningu en æfingar þurfa að vera innan skynsamlegra marka.“Heimakær hlaupariÞegar Guðbjörg er ekki að kenna finnst henni best að vera heima í rólegheitum. Hún saumar mikið á saumavél og segir það sína hugleiðslu. „Hugleiðslunni næ ég líka í sundlauginni en ég tek mér alltaf tíma til þess að komast í laugina og fer þar í kalda pottinn. Ég er sannfærð um að þessi meðferð geri líkamanum gott.“ Guðbjörg er gift Kjartani Hauki Kjartanssyni og þau eiga þrjú börn, sextán og fjórtán ára dætur og tíu ára son. Henni finnst gaman að gera eitthvað með fjölskyldunni og oft er það tengt hreyfingu af einhverju tagi. „Áhugamál okkar hjónanna er að hlaupa saman á sumrin og Reykjavíkurmaraþonið er fastur punktur hjá okkur. Ég held mig yfirleitt við styttri vegalengdir en draumurinn er að safna nokkrum maraþonhlaupum í ólíkum löndum. Það er þetta frelsi sem heillar mig, sú tilfinning að hlaupa úti í náttúrunni er yndislega góð. Þegar við förum til útlanda tökum við hlaupaskóna alltaf með. Hlaup eru skemmtileg leið til að kynnast nýjum stöðum en það þarf að passa að rata til baka,“ segir Guðbjörg.
Heilsa Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira