Enski boltinn

Eiður Smári í 51. sæti yfir bestu erlendu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eiður Smári varð tvisvar Englandsmeistari með Chelsea.
Eiður Smári varð tvisvar Englandsmeistari með Chelsea. vísir/getty
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, er 51. besti erlendi leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar að mati FourFourTwo.

Eiður kom inn í ensku úrvalsdeildina árið 2000 þegar Chelsea keypti hann frá Bolton Wanderers. Eiður lék í sex ár með Chelsea og varð tvívegis Englandsmeistari með liðinu (2005 og 2006).

Í umsögn FourFourTwo segir að það hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir á hversu góður leikmaður Eiður var.

Fyrri hluta ferilsins hjá Chelsea hafi hann myndað eitrað framherjapar með Jimmy Floyd Hasselbaink. En eftir að José Mourinho mætti á Brúnna hafi Eiður verður færður niður á miðjuna með góðum árangri.

Eiður skoraði 54 mörk í 186 deildarleikjum fyrir Chelsea áður en hann var seldur til Barcelona sumarið 2006.

Umfjöllun FourFourTwo má lesa með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×