Örþreyttur Grímur sleikir sólina eftir álag undanfarinna vikna Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2017 10:30 Grímur Grímsson sleikir sólina í sunnanverðri álfunni þessa dagana eftir annasamar vikur. Vísir/Anton Brink Á sama tíma og snjórinn hefur gert sig heimankominn á höfuðborgarsvæðinu er fastagestur nokkur á sjónvarpsskjám, dagblöðum og vefsíðum landsins kominn í vetrarfrí. Maðurinn sem um ræðir er Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Grímur komin sunnar í álfuna þar sem sólin skín. Líklega eru flestir sammála um að fríið hljóti að vera kærkomið enda verið mikið álag á Grími undanfarnar vikur eða allt frá því lögregla hóf rannsókn á málinu. Mynd sem birt var á Facebook-síðu Kastljóss í síðustu viku segir meira en mörg orð en þar sást Grímur fá sér nokkurra mínútna kríu áður en hann sat fyrir svörum í þætti kvöldsins. Almennt má segja að mikil ánægja ríki meðal almennings með störf Gríms í fyrrnefndu máli. Hefur fólk kallað eftir því að hann verði sæmdur Fálkaorðu og aðrir segja að þar fari á ferð maður ársins. Karl Steinar Valsson, náinn vinur og samstarfsmaður Gríms til margra ára hjá lögreglunni, lýsti Grími í viðtali við Fréttablaðið í janúar.„Grímur er sá maður sem mér hefur ávallt þótt best og skemmtilegast að vinna með. Sterk fyrirmynd fyrir aðra lögreglumenn og langt út fyrir það. Þegar hann talar þá hlustar maður og veit að maður getur treyst því sem hann segir,“ segir Karl Steinar.Þá lýsti Vigdís Grímsdóttir, systir Gríms og rithöfundur með meiru, Grími sem skemmtilegum litla bróður.„Hann var æðislega skemmtilegur strákur og sífellt brosandi, kunni meðal annars þá list að spila glimrandi lög á tennisspaða, sem ég efast um að margir geti leikið eftir. Mikill gleðigjafi og húmoristi og eiginlega besti gæi í heimi, vildi alltaf öllum í húsinu vel og vill enn,“ segir Vigdís. Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Á sama tíma og snjórinn hefur gert sig heimankominn á höfuðborgarsvæðinu er fastagestur nokkur á sjónvarpsskjám, dagblöðum og vefsíðum landsins kominn í vetrarfrí. Maðurinn sem um ræðir er Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Grímur komin sunnar í álfuna þar sem sólin skín. Líklega eru flestir sammála um að fríið hljóti að vera kærkomið enda verið mikið álag á Grími undanfarnar vikur eða allt frá því lögregla hóf rannsókn á málinu. Mynd sem birt var á Facebook-síðu Kastljóss í síðustu viku segir meira en mörg orð en þar sást Grímur fá sér nokkurra mínútna kríu áður en hann sat fyrir svörum í þætti kvöldsins. Almennt má segja að mikil ánægja ríki meðal almennings með störf Gríms í fyrrnefndu máli. Hefur fólk kallað eftir því að hann verði sæmdur Fálkaorðu og aðrir segja að þar fari á ferð maður ársins. Karl Steinar Valsson, náinn vinur og samstarfsmaður Gríms til margra ára hjá lögreglunni, lýsti Grími í viðtali við Fréttablaðið í janúar.„Grímur er sá maður sem mér hefur ávallt þótt best og skemmtilegast að vinna með. Sterk fyrirmynd fyrir aðra lögreglumenn og langt út fyrir það. Þegar hann talar þá hlustar maður og veit að maður getur treyst því sem hann segir,“ segir Karl Steinar.Þá lýsti Vigdís Grímsdóttir, systir Gríms og rithöfundur með meiru, Grími sem skemmtilegum litla bróður.„Hann var æðislega skemmtilegur strákur og sífellt brosandi, kunni meðal annars þá list að spila glimrandi lög á tennisspaða, sem ég efast um að margir geti leikið eftir. Mikill gleðigjafi og húmoristi og eiginlega besti gæi í heimi, vildi alltaf öllum í húsinu vel og vill enn,“ segir Vigdís.
Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira