Eigendur B5 endurvekja Hverfisbarinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2017 16:03 Ekki verður reynt að endurvekja stemningu gamla Hverfis, segir Þórhallur Viðarsson, rekstrarstjóri Hverfisbarsins. vísir/vilhelm Nýr Hverfisbar verður opnaður aftur á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs annað kvöld. Ásýnd staðarins verður þó allt önnur en áður var því umfangsmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir frá því í haust. Gamla Hverfisbarnum var lokað árið 2010 en hann var einn vinsælasti skemmtistaður höfuðborgarsvæðisins um árabil. Nýir eigendur ætla hins vegar ekki að reyna að endurvekja gömlu stemningu staðarins, að sögn Þórhalls Viðarssonar, rekstrarstjóra nýs Hverfisbars.„Þetta verður bar og lítið tónleikavenue, en ekki skemmtistaður eins og áður."vísir/vilhelm„Þetta verður bar og lítið tónleikavenue, en ekki skemmtistaður eins og áður. Við ætlum að leggja mikla áherslu á bjór og gin, erum með fjórtán bjóra á dælu og yfir fimmtíu tegundir í gleri,“ segir Þórhallur í samtali við Vísi. Eigendur Hverfisbarsins eru þeir sömu og eiga og reka skemmtistaðinn B5 við Bankastræti; þeir Andri Sigþórsson og Þórður Ágústsson. B5 hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum árum en félagið, Bankastræti 5 ehf, greiddi eiganda sínum alls 57 milljónir króna í arð í fyrra, líkt og greint var frá á Vísi á þeim tíma. Þórhallur segir að hugmyndin að nýjum Hverfisbar hafi kviknað fyrir rúmlega ári síðan en að þá hafi staðið til að opna veitingastað í húsnæðinu.Andri Sigþórsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, er annar eiganda Hverfisbarsins.vísir„Þetta hefur breyst mjög ört hjá okkur og hefur verið ansi langt ferli. En þetta var niðurstaðan; að breyta húsnæðinu og opna glæsilegan bar,“ segir Þórhallur. „Við höfum breytt rosalega miklu. Það voru áður tvær hæðir en við ákváðum að skera í burtu að hluta efri hæðina og hafa staðinn þá frekar opnari og með meiri lofthæð,“ bætir hann við en segist ekki vilja greina frá kostnaði við framkvæmdirnar.Sóknarfæri í breyttu umhverfi við Hverfisgötu Fjöldinn allur af skemmistöðum hefur verið opnaður í þessu tiltekna húsnæði eftir lokun gamla Hverfisbarsins árið 2010. Má þar meðal annars nefna Buddhabar, Mánabar, Park og fleira en enginn þeirra virðist hafa haft erindi sem erfiði. Breytingar á Hverfisgötu hafa verið í gangi um nokkurt skeið og er til að mynda búið að endurnýja allt yfirborð götu og gangstétta. Hótel og veitingastaðir hafa verið opnaðir samhliða þessum breytingum og þar af leiðandi hefur talsvert líf færst yfir götuna. Þórhallur segist því hafa séð ákveðið sóknarfæri í þessu betrumbætta umhverfi.Boðið verður upp á fjórtán tegundir af bjór á dælu.vísir/vilhelm„Það hafa margir reynt að halda úti rekstri þarna, en í flestum tilfellum hefur þetta verið þannig að skipt hefur verið um nafn og nýr límmiði settur í gluggann. Staðurinn var ekki í góðu ástandi þegar við tókum við honum og við höfum lagt mikla vinnu í að laga hann,“ segir Þórhallur. „Núna er búið að bæta bæði Hverfisgötuna og Smiðjustíginn, og þetta er í raun allt orðið hið flottasta. Hverfisgatan fór úr því að vera ein sóðalegasta gata borgarinnar í líklega þá flottustu og snyrtilegustu, þannig að við efumst ekki um að fólk komi til okkar.“ Formleg opnun verður á morgun en nánari upplýsingar um hana eru að finna á Facebook-síðu staðarins.Staðurinn verður stærri og opnari, að sögn Þórhalls.vísir/ Íslenskur bjór Tengdar fréttir B5 malar gull: Eigendurnir fá 57 milljónir í arð Skemmtistaðurinn B5 skilar milljónahagnaði. 29. júlí 2016 11:30 Kalla á allt gamla Hverfisliðið Aðdáendur Hverfisbarsins geta reimað á sig dansskóna á ný á föstudag. 5. mars 2015 11:45 Hverfisbarinn breytist í Bankann „Við erum búnir að taka þetta allt í gegn og við ætlum að rífa þennan stað upp og gera hann vinsælan,“ segir Mikael Nikulásson veitingamaður. Skemmtistaðurinn Bankinn verður opnaður um helgina þar sem Hverfisbarinn stóð áður, á horni Smiðjustígs og Hverfisgötu. Mikael segir að búið sé að taka staðinn í gegn. 17. desember 2010 11:30 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Nýr Hverfisbar verður opnaður aftur á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs annað kvöld. Ásýnd staðarins verður þó allt önnur en áður var því umfangsmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir frá því í haust. Gamla Hverfisbarnum var lokað árið 2010 en hann var einn vinsælasti skemmtistaður höfuðborgarsvæðisins um árabil. Nýir eigendur ætla hins vegar ekki að reyna að endurvekja gömlu stemningu staðarins, að sögn Þórhalls Viðarssonar, rekstrarstjóra nýs Hverfisbars.„Þetta verður bar og lítið tónleikavenue, en ekki skemmtistaður eins og áður."vísir/vilhelm„Þetta verður bar og lítið tónleikavenue, en ekki skemmtistaður eins og áður. Við ætlum að leggja mikla áherslu á bjór og gin, erum með fjórtán bjóra á dælu og yfir fimmtíu tegundir í gleri,“ segir Þórhallur í samtali við Vísi. Eigendur Hverfisbarsins eru þeir sömu og eiga og reka skemmtistaðinn B5 við Bankastræti; þeir Andri Sigþórsson og Þórður Ágústsson. B5 hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum árum en félagið, Bankastræti 5 ehf, greiddi eiganda sínum alls 57 milljónir króna í arð í fyrra, líkt og greint var frá á Vísi á þeim tíma. Þórhallur segir að hugmyndin að nýjum Hverfisbar hafi kviknað fyrir rúmlega ári síðan en að þá hafi staðið til að opna veitingastað í húsnæðinu.Andri Sigþórsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, er annar eiganda Hverfisbarsins.vísir„Þetta hefur breyst mjög ört hjá okkur og hefur verið ansi langt ferli. En þetta var niðurstaðan; að breyta húsnæðinu og opna glæsilegan bar,“ segir Þórhallur. „Við höfum breytt rosalega miklu. Það voru áður tvær hæðir en við ákváðum að skera í burtu að hluta efri hæðina og hafa staðinn þá frekar opnari og með meiri lofthæð,“ bætir hann við en segist ekki vilja greina frá kostnaði við framkvæmdirnar.Sóknarfæri í breyttu umhverfi við Hverfisgötu Fjöldinn allur af skemmistöðum hefur verið opnaður í þessu tiltekna húsnæði eftir lokun gamla Hverfisbarsins árið 2010. Má þar meðal annars nefna Buddhabar, Mánabar, Park og fleira en enginn þeirra virðist hafa haft erindi sem erfiði. Breytingar á Hverfisgötu hafa verið í gangi um nokkurt skeið og er til að mynda búið að endurnýja allt yfirborð götu og gangstétta. Hótel og veitingastaðir hafa verið opnaðir samhliða þessum breytingum og þar af leiðandi hefur talsvert líf færst yfir götuna. Þórhallur segist því hafa séð ákveðið sóknarfæri í þessu betrumbætta umhverfi.Boðið verður upp á fjórtán tegundir af bjór á dælu.vísir/vilhelm„Það hafa margir reynt að halda úti rekstri þarna, en í flestum tilfellum hefur þetta verið þannig að skipt hefur verið um nafn og nýr límmiði settur í gluggann. Staðurinn var ekki í góðu ástandi þegar við tókum við honum og við höfum lagt mikla vinnu í að laga hann,“ segir Þórhallur. „Núna er búið að bæta bæði Hverfisgötuna og Smiðjustíginn, og þetta er í raun allt orðið hið flottasta. Hverfisgatan fór úr því að vera ein sóðalegasta gata borgarinnar í líklega þá flottustu og snyrtilegustu, þannig að við efumst ekki um að fólk komi til okkar.“ Formleg opnun verður á morgun en nánari upplýsingar um hana eru að finna á Facebook-síðu staðarins.Staðurinn verður stærri og opnari, að sögn Þórhalls.vísir/
Íslenskur bjór Tengdar fréttir B5 malar gull: Eigendurnir fá 57 milljónir í arð Skemmtistaðurinn B5 skilar milljónahagnaði. 29. júlí 2016 11:30 Kalla á allt gamla Hverfisliðið Aðdáendur Hverfisbarsins geta reimað á sig dansskóna á ný á föstudag. 5. mars 2015 11:45 Hverfisbarinn breytist í Bankann „Við erum búnir að taka þetta allt í gegn og við ætlum að rífa þennan stað upp og gera hann vinsælan,“ segir Mikael Nikulásson veitingamaður. Skemmtistaðurinn Bankinn verður opnaður um helgina þar sem Hverfisbarinn stóð áður, á horni Smiðjustígs og Hverfisgötu. Mikael segir að búið sé að taka staðinn í gegn. 17. desember 2010 11:30 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
B5 malar gull: Eigendurnir fá 57 milljónir í arð Skemmtistaðurinn B5 skilar milljónahagnaði. 29. júlí 2016 11:30
Kalla á allt gamla Hverfisliðið Aðdáendur Hverfisbarsins geta reimað á sig dansskóna á ný á föstudag. 5. mars 2015 11:45
Hverfisbarinn breytist í Bankann „Við erum búnir að taka þetta allt í gegn og við ætlum að rífa þennan stað upp og gera hann vinsælan,“ segir Mikael Nikulásson veitingamaður. Skemmtistaðurinn Bankinn verður opnaður um helgina þar sem Hverfisbarinn stóð áður, á horni Smiðjustígs og Hverfisgötu. Mikael segir að búið sé að taka staðinn í gegn. 17. desember 2010 11:30