Draumabyrjun Stjörnukvenna skóp sigurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2017 06:30 Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, býr sig undir að lyfta Coca Cola-bikarnum sem liðið vann annað árið í röð. vísir/andri marinó Stórkostleg byrjun Stjörnunnar lagði grunninn að sigrinum á Fram, 19-18, og öðrum bikarmeistaratitli Garðbæinga í röð. Stjörnukonur voru tilbúnar strax frá upphafsflauti á meðan Framkonur sáu sér ekki fært að byrja leikinn fyrr en eftir 20 mínútur. Stjarnan spilaði frábæra vörn í byrjun leiks og fyrir aftan hana var Hafdís Renötudóttir í miklum ham. Hún varði sex af fyrstu sjö skotunum sem hún fékk á sig, þar af fjögur frá Ragnheiði Júlíusdóttur. Hafdís kom til Stjörnunnar frá Fram fyrir tímabilið og reyndist sínum gömlu félögum óþægur ljár í þúfu í Höllinni. Stjarnan keyrði stíft á Fram í upphafi leiks og það skilaði einföldum mörkum. Eftir 18 mínútna leik var staðan orðin 11-3 og staða Stjörnunnar afar vænleg. „Ég hef aldrei spilað jafn geðveika vörn og fyrstu tíu mínúturnar. Það voru allir á tánum,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir sem var frábær í vörn Stjörnunnar og skoraði auk þess sex mörk, þar af sigurmarkið þegar mínúta var eftir.Algjör viðsnúningur Það var kannski eins gott að Stjarnan byrjaði leikinn jafn vel og hún gerði því liðið var í ævintýralegum vandræðum í sókninni síðustu 42 mínútur leiksins. Stjörnukonur skoruðu 11 mörk á fyrstu 18 mínútum leiksins en bara sjö eftir það. Á sama tíma vaknaði Framliðið til lífsins; þétti vörnina, Guðrún Ósk Maríasdóttir fór að verja og Ragnheiður snögghitnaði í sókninni. Hún skoraði aðeins eitt mark úr fyrstu sjö skotunum sínum en næstu fimm skot fóru í markið. Fram minnkaði muninn í fjögur mörk fyrir hálfleik, 13-9, og jafnaði metin í 17-17 þegar 10 mínútur voru til leiksloka. „Við byrjuðum leikinn hræðilega og gerðum ekki neitt eins og við ætluðum okkur að gera en náum að koma til baka sem sýnir ógeðslega mikið hvað við erum góðar,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, sem var að venju öflug í vörninni og skoraði auk þess fjögur mörk af línunni. Síðustu 10 mínútur leiksins voru taugar leikmanna þandar til hins ýtrasta. Helena Rut kom Stjörnunni yfir en Steinunn jafnaði. Helena Rut kom Stjörnunni svo aftur yfir, 19-18. Fram fékk tvær sóknir til að jafna metin. Þær enduðu báðar með skotum frá Ragnheiði; Hafdís varði annað þeirra en hitt fór framhjá þegar 20 sekúndur voru eftir.Öll eggin í sömu körfunni Stefán Arnarson, þjálfari Fram, setti öll eggin í körfu Ragnheiðar sem virtist vera með frjálst skotleyfi. Hún tók 23 skot í leiknum (og skoraði sjö mörk), allir hinir leikmenn Fram tóku samtals 26 skot. Ragnheiði var þó að vissu leyti vorkunn því hinir útileikmenn Fram horfðu varla á markið á lokakaflanum. „Við fáum bara 18 mörk á okkur sem hefur ekki oft tekist í vetur og sem betur fer náum við því í bikarúrslitaleik. Hafdís var líka frábær fyrir aftan okkur og við unnum vel saman,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, sem lyfti bikarnum í leikslok. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Fleiri fréttir „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Sjá meira
Stórkostleg byrjun Stjörnunnar lagði grunninn að sigrinum á Fram, 19-18, og öðrum bikarmeistaratitli Garðbæinga í röð. Stjörnukonur voru tilbúnar strax frá upphafsflauti á meðan Framkonur sáu sér ekki fært að byrja leikinn fyrr en eftir 20 mínútur. Stjarnan spilaði frábæra vörn í byrjun leiks og fyrir aftan hana var Hafdís Renötudóttir í miklum ham. Hún varði sex af fyrstu sjö skotunum sem hún fékk á sig, þar af fjögur frá Ragnheiði Júlíusdóttur. Hafdís kom til Stjörnunnar frá Fram fyrir tímabilið og reyndist sínum gömlu félögum óþægur ljár í þúfu í Höllinni. Stjarnan keyrði stíft á Fram í upphafi leiks og það skilaði einföldum mörkum. Eftir 18 mínútna leik var staðan orðin 11-3 og staða Stjörnunnar afar vænleg. „Ég hef aldrei spilað jafn geðveika vörn og fyrstu tíu mínúturnar. Það voru allir á tánum,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir sem var frábær í vörn Stjörnunnar og skoraði auk þess sex mörk, þar af sigurmarkið þegar mínúta var eftir.Algjör viðsnúningur Það var kannski eins gott að Stjarnan byrjaði leikinn jafn vel og hún gerði því liðið var í ævintýralegum vandræðum í sókninni síðustu 42 mínútur leiksins. Stjörnukonur skoruðu 11 mörk á fyrstu 18 mínútum leiksins en bara sjö eftir það. Á sama tíma vaknaði Framliðið til lífsins; þétti vörnina, Guðrún Ósk Maríasdóttir fór að verja og Ragnheiður snögghitnaði í sókninni. Hún skoraði aðeins eitt mark úr fyrstu sjö skotunum sínum en næstu fimm skot fóru í markið. Fram minnkaði muninn í fjögur mörk fyrir hálfleik, 13-9, og jafnaði metin í 17-17 þegar 10 mínútur voru til leiksloka. „Við byrjuðum leikinn hræðilega og gerðum ekki neitt eins og við ætluðum okkur að gera en náum að koma til baka sem sýnir ógeðslega mikið hvað við erum góðar,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, sem var að venju öflug í vörninni og skoraði auk þess fjögur mörk af línunni. Síðustu 10 mínútur leiksins voru taugar leikmanna þandar til hins ýtrasta. Helena Rut kom Stjörnunni yfir en Steinunn jafnaði. Helena Rut kom Stjörnunni svo aftur yfir, 19-18. Fram fékk tvær sóknir til að jafna metin. Þær enduðu báðar með skotum frá Ragnheiði; Hafdís varði annað þeirra en hitt fór framhjá þegar 20 sekúndur voru eftir.Öll eggin í sömu körfunni Stefán Arnarson, þjálfari Fram, setti öll eggin í körfu Ragnheiðar sem virtist vera með frjálst skotleyfi. Hún tók 23 skot í leiknum (og skoraði sjö mörk), allir hinir leikmenn Fram tóku samtals 26 skot. Ragnheiði var þó að vissu leyti vorkunn því hinir útileikmenn Fram horfðu varla á markið á lokakaflanum. „Við fáum bara 18 mörk á okkur sem hefur ekki oft tekist í vetur og sem betur fer náum við því í bikarúrslitaleik. Hafdís var líka frábær fyrir aftan okkur og við unnum vel saman,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, sem lyfti bikarnum í leikslok.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Fleiri fréttir „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti