Íslendingar keppast við að skrá sig í Costco Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2017 13:47 Steve Pappas hefur, á sínum 26 árum hjá Costco, ekki séð annan eins áhuga og nú á Íslandi vegna fyrirhugaðrar opnunar. visir/anton brink Víst er að neytendur á Íslandi bíða opnunar búðar stórverslunarkeðjunnar Costco á Íslandi með mikilli eftirvæntingu. Til að geta verslað þar þurfa viðskiptavinir að vera meðlimir og hefur verið opnað fyrir skráningu og víst er að þar hrannast upp nöfnin. Varaforstjóri Costco í Evrópu, eða Senior Vice President, er Steve Pappas. Hann segir að venju samkvæmt sé alla jafna ekki gefið neitt út um meðlimaskrá eða skráningar. „En, ég get sagt þér að fyrstu viðtökur almennings við opnunartilboði við meðlimaskráningu á Kauptúni eru alveg einstaklega uppörvandi,“ segir Pappas. Hann segir viðbrögðin hafa staðist allar þeirra væntingar og gott betur. Pappas er á ferð og flugi um Evrópu starfa sinna vegna en þegar Vísir náði tali af honum var hann nýlentur á Heathrow-flugvelli í London. Pappas ber ábyrgð á rekstri Costco á Bretlandi, Spáni, í Frakklandi og nú Íslandi. „Á þeim 26 árum sem ég hef verið hjá Costco þá hef ég ekki séð þetta mikla eftirvæntingu og undirtektir á neinum nýjum markaði og nú á Íslandi.“ Ársaðild fyrir einstaklinga kostar 4.800 krónur og fyrirtækjaaðild er eitt þúsund krónum ódýrari. Aðgangur að verslun Costco verður einungis opinn meðlimum. Víst er að verulegs titrings gætir meðal þeirra sem fyrir eru á markaði vegna komu Costcos til landsins. Og, full ástæða er til ef marka má Steve Pappas sem veltir því fyrir sér hvort þessi mikli áhugi íslenskra neytenda geti verið vegna þess að þeir þekki til Costco og tilboða þar eftir ferðir sínar um Bandaríkin, Bretland og Kanada? Og hann lofar glæsilegri opnun verslunarinnar í maí. Tengdar fréttir Costco byrjað að ráða starfsfólk Verslunarrisinn leitar að starfsfólki í 9 deildir fyrirtækisins, allt frá bakaríinu til hjólbarðaverkstæðisins. 19. febrúar 2017 09:35 Costco opnar skráningarstöð í Kauptúni Costco á Íslandi opnaði skráningarstöð á lóð fyrirtækisins í Kauptúni í Garðabæ um síðustu helgi. Einstaklingar og forsvarsmenn fyrirtækja geta þar keypt aðild að vöruhúsinu og var talsverð umferð inn á svæðið á sunnudag þegar blaðamaður átti leið framhjá. 23. febrúar 2017 09:55 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Víst er að neytendur á Íslandi bíða opnunar búðar stórverslunarkeðjunnar Costco á Íslandi með mikilli eftirvæntingu. Til að geta verslað þar þurfa viðskiptavinir að vera meðlimir og hefur verið opnað fyrir skráningu og víst er að þar hrannast upp nöfnin. Varaforstjóri Costco í Evrópu, eða Senior Vice President, er Steve Pappas. Hann segir að venju samkvæmt sé alla jafna ekki gefið neitt út um meðlimaskrá eða skráningar. „En, ég get sagt þér að fyrstu viðtökur almennings við opnunartilboði við meðlimaskráningu á Kauptúni eru alveg einstaklega uppörvandi,“ segir Pappas. Hann segir viðbrögðin hafa staðist allar þeirra væntingar og gott betur. Pappas er á ferð og flugi um Evrópu starfa sinna vegna en þegar Vísir náði tali af honum var hann nýlentur á Heathrow-flugvelli í London. Pappas ber ábyrgð á rekstri Costco á Bretlandi, Spáni, í Frakklandi og nú Íslandi. „Á þeim 26 árum sem ég hef verið hjá Costco þá hef ég ekki séð þetta mikla eftirvæntingu og undirtektir á neinum nýjum markaði og nú á Íslandi.“ Ársaðild fyrir einstaklinga kostar 4.800 krónur og fyrirtækjaaðild er eitt þúsund krónum ódýrari. Aðgangur að verslun Costco verður einungis opinn meðlimum. Víst er að verulegs titrings gætir meðal þeirra sem fyrir eru á markaði vegna komu Costcos til landsins. Og, full ástæða er til ef marka má Steve Pappas sem veltir því fyrir sér hvort þessi mikli áhugi íslenskra neytenda geti verið vegna þess að þeir þekki til Costco og tilboða þar eftir ferðir sínar um Bandaríkin, Bretland og Kanada? Og hann lofar glæsilegri opnun verslunarinnar í maí.
Tengdar fréttir Costco byrjað að ráða starfsfólk Verslunarrisinn leitar að starfsfólki í 9 deildir fyrirtækisins, allt frá bakaríinu til hjólbarðaverkstæðisins. 19. febrúar 2017 09:35 Costco opnar skráningarstöð í Kauptúni Costco á Íslandi opnaði skráningarstöð á lóð fyrirtækisins í Kauptúni í Garðabæ um síðustu helgi. Einstaklingar og forsvarsmenn fyrirtækja geta þar keypt aðild að vöruhúsinu og var talsverð umferð inn á svæðið á sunnudag þegar blaðamaður átti leið framhjá. 23. febrúar 2017 09:55 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Costco byrjað að ráða starfsfólk Verslunarrisinn leitar að starfsfólki í 9 deildir fyrirtækisins, allt frá bakaríinu til hjólbarðaverkstæðisins. 19. febrúar 2017 09:35
Costco opnar skráningarstöð í Kauptúni Costco á Íslandi opnaði skráningarstöð á lóð fyrirtækisins í Kauptúni í Garðabæ um síðustu helgi. Einstaklingar og forsvarsmenn fyrirtækja geta þar keypt aðild að vöruhúsinu og var talsverð umferð inn á svæðið á sunnudag þegar blaðamaður átti leið framhjá. 23. febrúar 2017 09:55
Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00