Íslendingar keppast við að skrá sig í Costco Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2017 13:47 Steve Pappas hefur, á sínum 26 árum hjá Costco, ekki séð annan eins áhuga og nú á Íslandi vegna fyrirhugaðrar opnunar. visir/anton brink Víst er að neytendur á Íslandi bíða opnunar búðar stórverslunarkeðjunnar Costco á Íslandi með mikilli eftirvæntingu. Til að geta verslað þar þurfa viðskiptavinir að vera meðlimir og hefur verið opnað fyrir skráningu og víst er að þar hrannast upp nöfnin. Varaforstjóri Costco í Evrópu, eða Senior Vice President, er Steve Pappas. Hann segir að venju samkvæmt sé alla jafna ekki gefið neitt út um meðlimaskrá eða skráningar. „En, ég get sagt þér að fyrstu viðtökur almennings við opnunartilboði við meðlimaskráningu á Kauptúni eru alveg einstaklega uppörvandi,“ segir Pappas. Hann segir viðbrögðin hafa staðist allar þeirra væntingar og gott betur. Pappas er á ferð og flugi um Evrópu starfa sinna vegna en þegar Vísir náði tali af honum var hann nýlentur á Heathrow-flugvelli í London. Pappas ber ábyrgð á rekstri Costco á Bretlandi, Spáni, í Frakklandi og nú Íslandi. „Á þeim 26 árum sem ég hef verið hjá Costco þá hef ég ekki séð þetta mikla eftirvæntingu og undirtektir á neinum nýjum markaði og nú á Íslandi.“ Ársaðild fyrir einstaklinga kostar 4.800 krónur og fyrirtækjaaðild er eitt þúsund krónum ódýrari. Aðgangur að verslun Costco verður einungis opinn meðlimum. Víst er að verulegs titrings gætir meðal þeirra sem fyrir eru á markaði vegna komu Costcos til landsins. Og, full ástæða er til ef marka má Steve Pappas sem veltir því fyrir sér hvort þessi mikli áhugi íslenskra neytenda geti verið vegna þess að þeir þekki til Costco og tilboða þar eftir ferðir sínar um Bandaríkin, Bretland og Kanada? Og hann lofar glæsilegri opnun verslunarinnar í maí. Tengdar fréttir Costco byrjað að ráða starfsfólk Verslunarrisinn leitar að starfsfólki í 9 deildir fyrirtækisins, allt frá bakaríinu til hjólbarðaverkstæðisins. 19. febrúar 2017 09:35 Costco opnar skráningarstöð í Kauptúni Costco á Íslandi opnaði skráningarstöð á lóð fyrirtækisins í Kauptúni í Garðabæ um síðustu helgi. Einstaklingar og forsvarsmenn fyrirtækja geta þar keypt aðild að vöruhúsinu og var talsverð umferð inn á svæðið á sunnudag þegar blaðamaður átti leið framhjá. 23. febrúar 2017 09:55 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Víst er að neytendur á Íslandi bíða opnunar búðar stórverslunarkeðjunnar Costco á Íslandi með mikilli eftirvæntingu. Til að geta verslað þar þurfa viðskiptavinir að vera meðlimir og hefur verið opnað fyrir skráningu og víst er að þar hrannast upp nöfnin. Varaforstjóri Costco í Evrópu, eða Senior Vice President, er Steve Pappas. Hann segir að venju samkvæmt sé alla jafna ekki gefið neitt út um meðlimaskrá eða skráningar. „En, ég get sagt þér að fyrstu viðtökur almennings við opnunartilboði við meðlimaskráningu á Kauptúni eru alveg einstaklega uppörvandi,“ segir Pappas. Hann segir viðbrögðin hafa staðist allar þeirra væntingar og gott betur. Pappas er á ferð og flugi um Evrópu starfa sinna vegna en þegar Vísir náði tali af honum var hann nýlentur á Heathrow-flugvelli í London. Pappas ber ábyrgð á rekstri Costco á Bretlandi, Spáni, í Frakklandi og nú Íslandi. „Á þeim 26 árum sem ég hef verið hjá Costco þá hef ég ekki séð þetta mikla eftirvæntingu og undirtektir á neinum nýjum markaði og nú á Íslandi.“ Ársaðild fyrir einstaklinga kostar 4.800 krónur og fyrirtækjaaðild er eitt þúsund krónum ódýrari. Aðgangur að verslun Costco verður einungis opinn meðlimum. Víst er að verulegs titrings gætir meðal þeirra sem fyrir eru á markaði vegna komu Costcos til landsins. Og, full ástæða er til ef marka má Steve Pappas sem veltir því fyrir sér hvort þessi mikli áhugi íslenskra neytenda geti verið vegna þess að þeir þekki til Costco og tilboða þar eftir ferðir sínar um Bandaríkin, Bretland og Kanada? Og hann lofar glæsilegri opnun verslunarinnar í maí.
Tengdar fréttir Costco byrjað að ráða starfsfólk Verslunarrisinn leitar að starfsfólki í 9 deildir fyrirtækisins, allt frá bakaríinu til hjólbarðaverkstæðisins. 19. febrúar 2017 09:35 Costco opnar skráningarstöð í Kauptúni Costco á Íslandi opnaði skráningarstöð á lóð fyrirtækisins í Kauptúni í Garðabæ um síðustu helgi. Einstaklingar og forsvarsmenn fyrirtækja geta þar keypt aðild að vöruhúsinu og var talsverð umferð inn á svæðið á sunnudag þegar blaðamaður átti leið framhjá. 23. febrúar 2017 09:55 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Costco byrjað að ráða starfsfólk Verslunarrisinn leitar að starfsfólki í 9 deildir fyrirtækisins, allt frá bakaríinu til hjólbarðaverkstæðisins. 19. febrúar 2017 09:35
Costco opnar skráningarstöð í Kauptúni Costco á Íslandi opnaði skráningarstöð á lóð fyrirtækisins í Kauptúni í Garðabæ um síðustu helgi. Einstaklingar og forsvarsmenn fyrirtækja geta þar keypt aðild að vöruhúsinu og var talsverð umferð inn á svæðið á sunnudag þegar blaðamaður átti leið framhjá. 23. febrúar 2017 09:55
Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00