Gæti þurft að stöðva rekstur United Silicon Haraldur Guðmundsson skrifar 23. febrúar 2017 16:39 Kísilver United Silicon í Helguvík var gangsett í nóvember. Vísir/Vilhelm Starfsmenn Umhverfisstofnunar telja nauðsynlegt að ráðist verði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Ástæðu þess má rekja til tíðra mengunaróhappa í rekstri verksmiðjunnar. Svo gæti farið að stöðva þurfi reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur.Víkurfréttir greindu fyrst frá og vitnuðu í bréf sem Umhverfisstofnun sendi forsvarsmönnum verksmiðjunnar í gær og fjölmiðlum nú seinni partinn. Samkvæmt því hefur stofnunin gefið forsvarsmönnum United Silicon frest til 7. mars til að koma sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Verksmiðjan var gangsett í nóvember og í kjölfarið fóru að berast kvartanir frá íbúum í Reykjanesbæ vegna lyktar- og reykmengunar. Lyktinni er lýst sem súrri brunalykt sem getur valdið ertingu í augum og hálsi. Hefur Umhverfisstofnun borist vel á annað hundrað ábendinga um lyktarmengun og skráð hjá sér fjölmörg frávik frá starfsleyfi í eftirlitsferðum. Í bréfinu segir að umfang Umhverfisstofnunar í eftirliti gagnvart verksmiðjunni sé fordæmalaust. „Umhverfisstofnun telur miðað við þau umfangsmiklu og endurteknu rekstrarvandamál sem upp hafa komið frá gangsetningu verksmiðjunnar að hönnun, verklagi og þjálfun starfsfólks sé ábótavant í verksmiðjunni. [...] Stofnunin telur að vandamálið sé viðvarandi," segir í bréfinu. Þar segir einnig að stofnunin fari fram á að einungis einn ljósbogaofn verði keyrður í verksmiðjunni á meðan á úrbótum stendur en United Silicon hefur leyfi fyrir fjórum samkvæmt starfsleyfi. Tengdar fréttir Fyrsta útskipun á kísilmálmi í Helguvík Þetta er fyrsti kísilmálmurinn sem framleiddur er á Íslandi. 6. desember 2016 09:15 Íbúafundur vegna mengunar Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að boða til íbúafundar vegna loftmengunar frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. 9. desember 2016 07:00 Dæmi um að fólk leiti til læknis vegna mengunar Íbúafundur um kísilmálmverksmiðju í Reykjanesbæ í kvöld. 14. desember 2016 12:47 Segja eiturefnum ítrekað losað út að næturlagi Kísilmálmver United Silicon í Helguvík hefur undanfarið losað hættuleg eiturefni út í andrúmsloftið að því er segir í umfjöllun Stundarinnar. 3. janúar 2017 20:56 United Silicon segir ásakanir um eiturefnalosun tilhæfulausar United Silicon telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við umfjöllun um að eiturefni hafi verið losuð út í andrúmsloftið í skjóli nætur við kísilverið í Helguvík. 4. janúar 2017 18:45 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
Starfsmenn Umhverfisstofnunar telja nauðsynlegt að ráðist verði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Ástæðu þess má rekja til tíðra mengunaróhappa í rekstri verksmiðjunnar. Svo gæti farið að stöðva þurfi reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur.Víkurfréttir greindu fyrst frá og vitnuðu í bréf sem Umhverfisstofnun sendi forsvarsmönnum verksmiðjunnar í gær og fjölmiðlum nú seinni partinn. Samkvæmt því hefur stofnunin gefið forsvarsmönnum United Silicon frest til 7. mars til að koma sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Verksmiðjan var gangsett í nóvember og í kjölfarið fóru að berast kvartanir frá íbúum í Reykjanesbæ vegna lyktar- og reykmengunar. Lyktinni er lýst sem súrri brunalykt sem getur valdið ertingu í augum og hálsi. Hefur Umhverfisstofnun borist vel á annað hundrað ábendinga um lyktarmengun og skráð hjá sér fjölmörg frávik frá starfsleyfi í eftirlitsferðum. Í bréfinu segir að umfang Umhverfisstofnunar í eftirliti gagnvart verksmiðjunni sé fordæmalaust. „Umhverfisstofnun telur miðað við þau umfangsmiklu og endurteknu rekstrarvandamál sem upp hafa komið frá gangsetningu verksmiðjunnar að hönnun, verklagi og þjálfun starfsfólks sé ábótavant í verksmiðjunni. [...] Stofnunin telur að vandamálið sé viðvarandi," segir í bréfinu. Þar segir einnig að stofnunin fari fram á að einungis einn ljósbogaofn verði keyrður í verksmiðjunni á meðan á úrbótum stendur en United Silicon hefur leyfi fyrir fjórum samkvæmt starfsleyfi.
Tengdar fréttir Fyrsta útskipun á kísilmálmi í Helguvík Þetta er fyrsti kísilmálmurinn sem framleiddur er á Íslandi. 6. desember 2016 09:15 Íbúafundur vegna mengunar Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að boða til íbúafundar vegna loftmengunar frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. 9. desember 2016 07:00 Dæmi um að fólk leiti til læknis vegna mengunar Íbúafundur um kísilmálmverksmiðju í Reykjanesbæ í kvöld. 14. desember 2016 12:47 Segja eiturefnum ítrekað losað út að næturlagi Kísilmálmver United Silicon í Helguvík hefur undanfarið losað hættuleg eiturefni út í andrúmsloftið að því er segir í umfjöllun Stundarinnar. 3. janúar 2017 20:56 United Silicon segir ásakanir um eiturefnalosun tilhæfulausar United Silicon telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við umfjöllun um að eiturefni hafi verið losuð út í andrúmsloftið í skjóli nætur við kísilverið í Helguvík. 4. janúar 2017 18:45 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
Fyrsta útskipun á kísilmálmi í Helguvík Þetta er fyrsti kísilmálmurinn sem framleiddur er á Íslandi. 6. desember 2016 09:15
Íbúafundur vegna mengunar Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að boða til íbúafundar vegna loftmengunar frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. 9. desember 2016 07:00
Dæmi um að fólk leiti til læknis vegna mengunar Íbúafundur um kísilmálmverksmiðju í Reykjanesbæ í kvöld. 14. desember 2016 12:47
Segja eiturefnum ítrekað losað út að næturlagi Kísilmálmver United Silicon í Helguvík hefur undanfarið losað hættuleg eiturefni út í andrúmsloftið að því er segir í umfjöllun Stundarinnar. 3. janúar 2017 20:56
United Silicon segir ásakanir um eiturefnalosun tilhæfulausar United Silicon telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við umfjöllun um að eiturefni hafi verið losuð út í andrúmsloftið í skjóli nætur við kísilverið í Helguvík. 4. janúar 2017 18:45