Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Skallagrímur 83-80 | Dramatískur Stjörnusigur í háspennuleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2017 21:45 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar. vísir/eyþór Stjarnan komst aftur á sigurbraut í Domino's-deild karla en aðeins naumlega. Liðið hafði betur gegn Skallagrími á heimavelli í miklum spennuleik. Eftir hörmulegan fyrsta leikhluta hjá Garðbæingum komu þeir til baka í öðrum. Síðari hálfleikur var svo hnífjafn. Stjörnumenn voru yfirleitt skrefinu á undan með góðri nýtingu utan þriggja stiga línunnar. En Skallagrímur átti ávallt svar, þar til í lokasókninni er þriggja stiga skot Magnúsar Þórs Gunnarssonar sem hefði getað jafnað leikinn geigaði. Stjarnan náði með sigrinum að halda í við KR og Tindatól í toppbarátunni en öll lið eru með 28 stig. KR á þó leik til góða. Skallagrímur er enn í þriðja neðsta sæti, tveimur stigum á undan Haukum í harðri fallbaráttu. Fyrri hálfleikur var afar skrautlegur, ekki síst fyrsti leikhluti sem er líklega einn sá versti sem Stjarnan hefur spilað á leiktíðinni. Skallagrímur lék við hvurn sinn fingur - Whitfield var í tröllaham undir körfunni, Sigtryggur Arnar var út um allt og Magnús Þór setti niður þrjá þrista. Stjörnumenn hringsnerust einfaldlega. Hlynur Bæringsson skoraði ekki stig úr opnum leik fyrr en í öðrum leikhluta og honum var haldið í skefjum inni í teignum. En þrátt fyrir það áttu menn eins og Tómas Þórður og Arnþór Freyr öfluga innkomu og Stjörnumenn voru ekki nema sex mínútur að rétta úr kútnum og komast yfir í öðrum leikhluta. Liðin náðu því að núlla hvort annað út fyrir síðari hálfleikinn eftir mikla baráttu undir lok fyrri hálfleiks. Baráttan var mikil í síðari hálfleik. Stjörnumenn voru með undirtökin lengst af en í hvert sinn sem þeir virtust ætla að gefa í átti Skallagrímur svar. Þriggja stiga körfu var svarað með þriggja stiga körfu, frákasti með stolnum bolta og svo framvegis. Eftir því sem leið á leikinn var sífellt meira áberandi í hvers kyns vanda Stjörnumenn voru og ef ekki fyrir framlag varnarmanna þeirra bláklæddu hefðu Stjörnumenn steinlegið á heimavelli í dag. Christian Odunsi var algjörlega heillum horfinn (2 stig, 1/10 í skotum, 2 stoðsendingar) og Hlynur Bæringsson tók ekki skot í teignum allan síðari hálfleikinn. Hann var með átta stig í leiknum, þar af sex í fyrri hálfleik. Skallagrímur spilaði betur á lokamínútunum en Stjörnumenn settu niður fjóra þrista á síðustu fimm mínútum leiksins sem björguðu þeim, þar af Tómas Heiðar tvo. Skallagrímur fékk tækifæri til að komast yfir þegar rúm mínúta var eftir af leiknum en gestirnir fór illa að ráði sínu og Stjarnan gerði nóg til að klára leikinn.Af hverju vann Stjarnan? Aðallega út af framlagi varamanna. Ágúst Angantýsson, Eysteinn Bjarni Ævarsson og Arnþór Freyr Guðmundsson komu inn með afar mikilvægt framlag þegar Stjarnan var átján stigum undir í fyrsta leikhluta og útlitið skelfilegt. En þriggja stiga körfurnar undir voru líka þung högg fyrir gestina. Skallagrímur barðist duglega í kvöld og getur hæglega nagað sig í handabökin að hafa ekki nýtt sér það að mæta brothættu Stjörnuliði með lamaðan Kana, eins og tilfellið var í kvöld.Bestu menn vallarins Flenard Whitfield tók Hlyn Bæringsson úr sambandi. Hann skoraði 27 stig og tók tíu fráköst en landsliðsmiðherjinn sá ekki annan kost en að breyta um leikstíl og hætta að skjóta í teignum, sem hann gerði ekki allan síðari hálfleikinn. Hlynur gerði þó vel í að leita sína félaga uppi í sókninni og frákastabarátta hans var til fyrirmyndar. En hann komst ekki framhjá Whitfield í sóknarleiknum. Sigtryggur Arnar var sem fyrr prímurmótor í liði Skallagríms og þó svo að hann hafi skorað sautján stig sveik skotið hann ansi oft (3/12 í skotum). En mikilvægi hans í liðinu er augljóst. Áður hefur verið minnst á framlag varamannanna í kvöld en Eysteinn Bjarni á sérsatkt hrós skilið. Þegar Stjörnuliðið virtist afskaplega flatt og andlaust kom hann inn með gríðarlega baráttu sem smitaði út frá sér.Tölfræðin sem vakti athygli Þrátt fyrir allt tapaði Stjarnan boltanum „aðeins“ fjórtán sinnum í leiknum. Það hefur oft verið verra og í svona leik voru hver mistök afar dýrkeypt. Tölfræði liðanna var annars keimlík en framlag Stjörnumanna af bekknum vekur athygli. Þrír varamenn skorauðu samtals 28 stig í leiknum fyrir Stjörnuna.Hvað gekk illa? Christian Odunsi var afar slappur í leiknum, það sást langar leiðir. Tölfræðilína hans ber vott um það og í raun ótrúlegt að Stjarnan hafi sloppið með að vinna þrátt fyrir slíka frammistöðu. Þetta er risastórt vandamál sem Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, verður að leysa.Stjarnan-Skallagrímur 83-80 (15-30, 29-15, 17-15, 22-20)Stjarnan: Marvin Valdimarsson 22, Tómas Heiðar Tómasson 13/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 10/4 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 10, Ágúst Angantýsson 10, Hlynur Elías Bæringsson 8/11 fráköst/10 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 8, Anthony Odunsi 2/6 fráköst.Skallagrímur: Flenard Whitfield 27/10 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 17/7 fráköst/8 stoðsendingar, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 13/9 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12/4 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 6, Darrell Flake 4/8 fráköst, Davíð Ásgeirsson 1.Marvin: Áttum ekki skilið að vinna Marvin Valdimarsson var stigahæstur Stjörnumanna í leiknum í kvöld og var í mikilvægu hlutverki utan þriggja stiga línunnar þegar mest á reyndi. „Þetta var virkilega tæpt. Skallagrímur er með ágætt lið og berjast fyrir lífi sínu í deildinni. En við vorum bara að spila illa í kvöld og fyrsti leikhlutinn var einfaldlega hlægilegur,“ sagði Marvin eftir leikinn í kvöld. „Við erum í örlítilli krísu. En við náðum sem betur fer að koma til baka og varamennirnir okkar björguðu leiknum. Þetta hefði getað farið illa. Þetta var skrýtinn leikur. Þetta hefði getað farið illa og í raun áttum við þetta ekki skilið.“ Hann er þó þrátt fyrir allt bjartsýnn á framhaldið. „Við vitum alveg hvað við getum og við höfum náð að spila mjög vel í leikjum. Það býr mikið í liðinu og nú þurfum við að slípa nokkur smáatriði til og fá Shouse til baka. Þá verðum við flottir.“Hrafn: Á ég að rífa fólk niður í viðtölum? Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að það hafi mátt litlu muna að illa hefði farið gegn Skallagrími í kvöld. Sem betur fer hafi hann fengið mikilvægt framlag af bekknum. „Við fundum menn á bekknum sem voru ekki litlir í sér. Þeir komu inn með baráttu og eldmóð,“ sagði Hrafn sem segir að byrjunarliðið sitt hafi verið í miklu basli. „Varamennirnir leystu byrjunarliðið úr prísundinni,“ sagði hann. Mikilvægir menn áttu ekki góðan dag og Hrafn segir greinilegt að leikurinn á Sauðárkróki hafi setið í mönnum. „Kannski að við afhjúpuðum okkur í þeim leik sem lið sem á í ákveðnum vandræðum. Kannski að fyrsti leikhlutinn hafi verið eðlilegur hluti af því. Okkur líður ekki vel og þetta er ekki að flæða vel.“ Hrafn segir að nú dugi ekkert annað en sjálfsgagnrýni. „Stundum reynir maður að finna jákvæða punkta en ég held að nú þurfum við að nudda okkur upp úr því sem við erum að gera rangt. Við verðum að finna lausnir.“ Anthony Odunsi átti skelfilegan dag. Hann nýtti eitt af tíu skotum sínum og skoraði tvö stig, auk þess sem hann var með tvær stoðsendingar. Bandaríkjamaður gegnir mikilvægu hlutverki í íslenskum körfubolta og það veit Hrafn vel. „Á ég að ganga í hóp þjálfara sem eru að rífa fólk niður í viðtölum? Hann var bara afskaplega slakur. Hann hefur verið að koma til og átt fína leiki. En í dag var eitthvað að. Hann var svakalega orkulítill og ég fékk lítil viðbrögð frá honum. Hann gat ekki spilað þegar mestu máli skipti. Við þurfum að finna ástæðuna fyrir því.“Finnur: Stöngin inn og stöngin út „Þriggja stiga munur. Stöngin inn og stöngin út. Svona er þetta bara og þetta datt svona bara fyrir þá í dag,“ sagði Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms, eftir leikinn í dag. „Ég er samt stoltur af mínum mönnum og er hægt að taka margt jákvætt úr þessum leik.“ Skallagrímur komst átján stigum yfir í fyrsat leikhluta en Finnur segir að það hafi verið vendipunktur að Stjarnan hafi náð að skora utan þriggja stiga körfunnar í blálok leikhlutans. „Flendard fór í layup og Hlynur hleypur undir hann. Ekkert dæmt. Svo kemur þristur í grillið á okkur. Það var ekki nógu gott.“ „Við höfum áður byrjað vel í leikjum og nú er það okkar að fylgja því aðeins betur eftir en við gerðum í kvöld,“ sagði Finnur. Líklegt er að Skallagrímur þurfi minnst einn sigur í viðbót til að bjarga sæti sínu. Finnur hefur ekki áhyggjur af lokaspretti tímabilsins. „Það er bara næsti leikur, sem er gegn Tindastóli. Við stefnum á að vinna hann.“Eyjólfur Ásberg: Hlynur er lúmskur í teignum Eyjólfur Ásberg Halldórsson átti góðan leik í liði Skallagríms í kvöld og barðist til síðustu sekúndu eins og allir í liði Skallagríms. „Við vorum með boltann og einu stigi undir hér í lokin. En við töpuðum honum og þeir refsa okkur með þristum. Það var erfitt. Þetta réðst bara á smáatriðum í lok leiks,“ sagði Eyjólfur. „Nú er þetta allt eða ekkert. Við verðum helst að taka einn leik og við ætlum að gefa allt sem við eigum í alla leiki.“ Hann segir að það hafi verið mikil barátta inni í teignum í kvöld. „Hlynur [Bæringsson] er lúmskur í ýtingunum í teignum. En Whitfield er sterkur líka og þetta var mikil barátta hjá þeim.“ Eyjólfur óttast ekki stöðuna þrátt fyrir að fallbaráttan sé hörð. „Við eigum góðan möguleika á að vinna þennan leik sem við þurfum. Við teljum okkur geta unnið alla þessa leiki og förum inn í þá alla með þannig hugarfari.“ Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Stjarnan komst aftur á sigurbraut í Domino's-deild karla en aðeins naumlega. Liðið hafði betur gegn Skallagrími á heimavelli í miklum spennuleik. Eftir hörmulegan fyrsta leikhluta hjá Garðbæingum komu þeir til baka í öðrum. Síðari hálfleikur var svo hnífjafn. Stjörnumenn voru yfirleitt skrefinu á undan með góðri nýtingu utan þriggja stiga línunnar. En Skallagrímur átti ávallt svar, þar til í lokasókninni er þriggja stiga skot Magnúsar Þórs Gunnarssonar sem hefði getað jafnað leikinn geigaði. Stjarnan náði með sigrinum að halda í við KR og Tindatól í toppbarátunni en öll lið eru með 28 stig. KR á þó leik til góða. Skallagrímur er enn í þriðja neðsta sæti, tveimur stigum á undan Haukum í harðri fallbaráttu. Fyrri hálfleikur var afar skrautlegur, ekki síst fyrsti leikhluti sem er líklega einn sá versti sem Stjarnan hefur spilað á leiktíðinni. Skallagrímur lék við hvurn sinn fingur - Whitfield var í tröllaham undir körfunni, Sigtryggur Arnar var út um allt og Magnús Þór setti niður þrjá þrista. Stjörnumenn hringsnerust einfaldlega. Hlynur Bæringsson skoraði ekki stig úr opnum leik fyrr en í öðrum leikhluta og honum var haldið í skefjum inni í teignum. En þrátt fyrir það áttu menn eins og Tómas Þórður og Arnþór Freyr öfluga innkomu og Stjörnumenn voru ekki nema sex mínútur að rétta úr kútnum og komast yfir í öðrum leikhluta. Liðin náðu því að núlla hvort annað út fyrir síðari hálfleikinn eftir mikla baráttu undir lok fyrri hálfleiks. Baráttan var mikil í síðari hálfleik. Stjörnumenn voru með undirtökin lengst af en í hvert sinn sem þeir virtust ætla að gefa í átti Skallagrímur svar. Þriggja stiga körfu var svarað með þriggja stiga körfu, frákasti með stolnum bolta og svo framvegis. Eftir því sem leið á leikinn var sífellt meira áberandi í hvers kyns vanda Stjörnumenn voru og ef ekki fyrir framlag varnarmanna þeirra bláklæddu hefðu Stjörnumenn steinlegið á heimavelli í dag. Christian Odunsi var algjörlega heillum horfinn (2 stig, 1/10 í skotum, 2 stoðsendingar) og Hlynur Bæringsson tók ekki skot í teignum allan síðari hálfleikinn. Hann var með átta stig í leiknum, þar af sex í fyrri hálfleik. Skallagrímur spilaði betur á lokamínútunum en Stjörnumenn settu niður fjóra þrista á síðustu fimm mínútum leiksins sem björguðu þeim, þar af Tómas Heiðar tvo. Skallagrímur fékk tækifæri til að komast yfir þegar rúm mínúta var eftir af leiknum en gestirnir fór illa að ráði sínu og Stjarnan gerði nóg til að klára leikinn.Af hverju vann Stjarnan? Aðallega út af framlagi varamanna. Ágúst Angantýsson, Eysteinn Bjarni Ævarsson og Arnþór Freyr Guðmundsson komu inn með afar mikilvægt framlag þegar Stjarnan var átján stigum undir í fyrsta leikhluta og útlitið skelfilegt. En þriggja stiga körfurnar undir voru líka þung högg fyrir gestina. Skallagrímur barðist duglega í kvöld og getur hæglega nagað sig í handabökin að hafa ekki nýtt sér það að mæta brothættu Stjörnuliði með lamaðan Kana, eins og tilfellið var í kvöld.Bestu menn vallarins Flenard Whitfield tók Hlyn Bæringsson úr sambandi. Hann skoraði 27 stig og tók tíu fráköst en landsliðsmiðherjinn sá ekki annan kost en að breyta um leikstíl og hætta að skjóta í teignum, sem hann gerði ekki allan síðari hálfleikinn. Hlynur gerði þó vel í að leita sína félaga uppi í sókninni og frákastabarátta hans var til fyrirmyndar. En hann komst ekki framhjá Whitfield í sóknarleiknum. Sigtryggur Arnar var sem fyrr prímurmótor í liði Skallagríms og þó svo að hann hafi skorað sautján stig sveik skotið hann ansi oft (3/12 í skotum). En mikilvægi hans í liðinu er augljóst. Áður hefur verið minnst á framlag varamannanna í kvöld en Eysteinn Bjarni á sérsatkt hrós skilið. Þegar Stjörnuliðið virtist afskaplega flatt og andlaust kom hann inn með gríðarlega baráttu sem smitaði út frá sér.Tölfræðin sem vakti athygli Þrátt fyrir allt tapaði Stjarnan boltanum „aðeins“ fjórtán sinnum í leiknum. Það hefur oft verið verra og í svona leik voru hver mistök afar dýrkeypt. Tölfræði liðanna var annars keimlík en framlag Stjörnumanna af bekknum vekur athygli. Þrír varamenn skorauðu samtals 28 stig í leiknum fyrir Stjörnuna.Hvað gekk illa? Christian Odunsi var afar slappur í leiknum, það sást langar leiðir. Tölfræðilína hans ber vott um það og í raun ótrúlegt að Stjarnan hafi sloppið með að vinna þrátt fyrir slíka frammistöðu. Þetta er risastórt vandamál sem Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, verður að leysa.Stjarnan-Skallagrímur 83-80 (15-30, 29-15, 17-15, 22-20)Stjarnan: Marvin Valdimarsson 22, Tómas Heiðar Tómasson 13/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 10/4 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 10, Ágúst Angantýsson 10, Hlynur Elías Bæringsson 8/11 fráköst/10 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 8, Anthony Odunsi 2/6 fráköst.Skallagrímur: Flenard Whitfield 27/10 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 17/7 fráköst/8 stoðsendingar, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 13/9 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12/4 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 6, Darrell Flake 4/8 fráköst, Davíð Ásgeirsson 1.Marvin: Áttum ekki skilið að vinna Marvin Valdimarsson var stigahæstur Stjörnumanna í leiknum í kvöld og var í mikilvægu hlutverki utan þriggja stiga línunnar þegar mest á reyndi. „Þetta var virkilega tæpt. Skallagrímur er með ágætt lið og berjast fyrir lífi sínu í deildinni. En við vorum bara að spila illa í kvöld og fyrsti leikhlutinn var einfaldlega hlægilegur,“ sagði Marvin eftir leikinn í kvöld. „Við erum í örlítilli krísu. En við náðum sem betur fer að koma til baka og varamennirnir okkar björguðu leiknum. Þetta hefði getað farið illa. Þetta var skrýtinn leikur. Þetta hefði getað farið illa og í raun áttum við þetta ekki skilið.“ Hann er þó þrátt fyrir allt bjartsýnn á framhaldið. „Við vitum alveg hvað við getum og við höfum náð að spila mjög vel í leikjum. Það býr mikið í liðinu og nú þurfum við að slípa nokkur smáatriði til og fá Shouse til baka. Þá verðum við flottir.“Hrafn: Á ég að rífa fólk niður í viðtölum? Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að það hafi mátt litlu muna að illa hefði farið gegn Skallagrími í kvöld. Sem betur fer hafi hann fengið mikilvægt framlag af bekknum. „Við fundum menn á bekknum sem voru ekki litlir í sér. Þeir komu inn með baráttu og eldmóð,“ sagði Hrafn sem segir að byrjunarliðið sitt hafi verið í miklu basli. „Varamennirnir leystu byrjunarliðið úr prísundinni,“ sagði hann. Mikilvægir menn áttu ekki góðan dag og Hrafn segir greinilegt að leikurinn á Sauðárkróki hafi setið í mönnum. „Kannski að við afhjúpuðum okkur í þeim leik sem lið sem á í ákveðnum vandræðum. Kannski að fyrsti leikhlutinn hafi verið eðlilegur hluti af því. Okkur líður ekki vel og þetta er ekki að flæða vel.“ Hrafn segir að nú dugi ekkert annað en sjálfsgagnrýni. „Stundum reynir maður að finna jákvæða punkta en ég held að nú þurfum við að nudda okkur upp úr því sem við erum að gera rangt. Við verðum að finna lausnir.“ Anthony Odunsi átti skelfilegan dag. Hann nýtti eitt af tíu skotum sínum og skoraði tvö stig, auk þess sem hann var með tvær stoðsendingar. Bandaríkjamaður gegnir mikilvægu hlutverki í íslenskum körfubolta og það veit Hrafn vel. „Á ég að ganga í hóp þjálfara sem eru að rífa fólk niður í viðtölum? Hann var bara afskaplega slakur. Hann hefur verið að koma til og átt fína leiki. En í dag var eitthvað að. Hann var svakalega orkulítill og ég fékk lítil viðbrögð frá honum. Hann gat ekki spilað þegar mestu máli skipti. Við þurfum að finna ástæðuna fyrir því.“Finnur: Stöngin inn og stöngin út „Þriggja stiga munur. Stöngin inn og stöngin út. Svona er þetta bara og þetta datt svona bara fyrir þá í dag,“ sagði Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms, eftir leikinn í dag. „Ég er samt stoltur af mínum mönnum og er hægt að taka margt jákvætt úr þessum leik.“ Skallagrímur komst átján stigum yfir í fyrsat leikhluta en Finnur segir að það hafi verið vendipunktur að Stjarnan hafi náð að skora utan þriggja stiga körfunnar í blálok leikhlutans. „Flendard fór í layup og Hlynur hleypur undir hann. Ekkert dæmt. Svo kemur þristur í grillið á okkur. Það var ekki nógu gott.“ „Við höfum áður byrjað vel í leikjum og nú er það okkar að fylgja því aðeins betur eftir en við gerðum í kvöld,“ sagði Finnur. Líklegt er að Skallagrímur þurfi minnst einn sigur í viðbót til að bjarga sæti sínu. Finnur hefur ekki áhyggjur af lokaspretti tímabilsins. „Það er bara næsti leikur, sem er gegn Tindastóli. Við stefnum á að vinna hann.“Eyjólfur Ásberg: Hlynur er lúmskur í teignum Eyjólfur Ásberg Halldórsson átti góðan leik í liði Skallagríms í kvöld og barðist til síðustu sekúndu eins og allir í liði Skallagríms. „Við vorum með boltann og einu stigi undir hér í lokin. En við töpuðum honum og þeir refsa okkur með þristum. Það var erfitt. Þetta réðst bara á smáatriðum í lok leiks,“ sagði Eyjólfur. „Nú er þetta allt eða ekkert. Við verðum helst að taka einn leik og við ætlum að gefa allt sem við eigum í alla leiki.“ Hann segir að það hafi verið mikil barátta inni í teignum í kvöld. „Hlynur [Bæringsson] er lúmskur í ýtingunum í teignum. En Whitfield er sterkur líka og þetta var mikil barátta hjá þeim.“ Eyjólfur óttast ekki stöðuna þrátt fyrir að fallbaráttan sé hörð. „Við eigum góðan möguleika á að vinna þennan leik sem við þurfum. Við teljum okkur geta unnið alla þessa leiki og förum inn í þá alla með þannig hugarfari.“
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira