Ný Ford Fiesta ST Finnur Thorlacius skrifar 22. febrúar 2017 11:41 Ford Fiesta 2018. Ford ætlar að kynna Fiesta bíl af nýju kynslóðinni í ST-útgáfu á föstudaginn en bíllinn verður svo sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf í kjölfarið. Ein helsta breytingin frá forveranum er að undir húddinu leynist nú 1,5 lítra EcoBoost vél í stað 1,6 lítra EcoBoost vélar. Það þýðir ekki að aflið verði minna heldur er búist við því að það fari úr 182 hestöflum í kringum 200 hestöfl. Líklega dugar ekkert minna í samkeppninni við aðra smá “hot hatch”-bíla. Nýr Ford Fiesta mun væntanlega eiga í mikilli samkeppni við nýjan Toyota Yaris GRNM, sem er einmitt um 200 hestöfl, en hann er með 1,8 lítra vél með keflablásara. Ford Fiesta ST mun koma á göturnar í sumar en nákvæmari tímasetning er ekki ljós. Á meðfylgjandi mynd sést því miður ekki vel hvernig bíllinn lítur út, enda er hann í feluklæðum, en það kemur allt í ljós á föstudaginn. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent
Ford ætlar að kynna Fiesta bíl af nýju kynslóðinni í ST-útgáfu á föstudaginn en bíllinn verður svo sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf í kjölfarið. Ein helsta breytingin frá forveranum er að undir húddinu leynist nú 1,5 lítra EcoBoost vél í stað 1,6 lítra EcoBoost vélar. Það þýðir ekki að aflið verði minna heldur er búist við því að það fari úr 182 hestöflum í kringum 200 hestöfl. Líklega dugar ekkert minna í samkeppninni við aðra smá “hot hatch”-bíla. Nýr Ford Fiesta mun væntanlega eiga í mikilli samkeppni við nýjan Toyota Yaris GRNM, sem er einmitt um 200 hestöfl, en hann er með 1,8 lítra vél með keflablásara. Ford Fiesta ST mun koma á göturnar í sumar en nákvæmari tímasetning er ekki ljós. Á meðfylgjandi mynd sést því miður ekki vel hvernig bíllinn lítur út, enda er hann í feluklæðum, en það kemur allt í ljós á föstudaginn.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent