Martin: Erum ekki að spila sem lið Smári Jökull Jónsson skrifar 9. mars 2017 22:15 Israel Martin segir sínum mönnum til í leik fyrr í vetur. vísir/ernir Israel Martin þjálfari Tindastóls vildi frekar einbeita sér að þeim leikjum sem framundan eru heldur en tapleiknum gegn Haukum í kvöld. Hann var svekktur með tapið enda urðu hans menn af 2. sætinu í deildinni. „Mér fannst vanta einbeitingu hjá báðum liðum í byrjun og það var töluvert af mistökum. Í seinni hálfleik fengum við alvöru körfuboltaleik og bæði lið reyndu að ná sigrinum. Haukar höfðu ekkert að spila fyrir á meðan við vildum ná 2. sætinu. Við náðum því ekki og það er bara þannig,“ sagði Martin í samtali við Vísi eftir leik í Hafnarfirði í kvöld. „Ef við endum í 3. sæti er það vegna þess að við eigum skilið að vera þar, það er mjög einfalt.“ Tapið í kvöld og sigur Stjörnunnar á KR þýðir að Stólarnir falla niður í 3. sætið og mæta Keflavík í 8-liða úrslitum. „Okkar leið er að taka einn leik í einu. Það lítur út fyrir að við munum mæta Keflavík og við höfum heimaleikjaréttinn. Við þurfum að nota hann og sjá hvað gerist. Það sem ég er að hugsa um núna er að fá leikmenn tilbúna í fyrsta leikinn gegn Keflavík,“ bætti Martin við. „Þeir eru með einn besta skotbakvörðinn í deildinni, einn besta erlenda leikmenninn og þar að auki með góða skotmenn. Þeir eru gott lið og líkamlega sterkir. Þetta verður mikil barátta fyrir okkur. Við höfum trú á okkar varnarleik og ákveðni." Martin talaði um að hans menn hefðu ekki spilað sem lið í leiknum í kvöld og sagði að það þyrfti að vinna í því vandamáli fyrir úrslitakeppnina. „Ég hef áhyggjur af því að við séum ekki að spila nógu mikið eins og lið og það þurfum við að laga. Ég held að við verðum tilbúnir, ég er viss um strákarnir muni berjast og að við verðum tilbúnir fyrir úrslitakeppnina." "Við erum með eina bestu stuðningsmennina í deildinni og heimavöllurinn er lykillinn fyrir okkur. Ég veit ekki hversu langt við förum en heimavöllurinn verður mikilvægur og við munum fá 100% stuðning þar,“ sagði Martin og sagði að ekki væri ljóst hvenær skyttan öfluga Chris Caird myndi snúa til baka en hann er að jafna sig eftir aðgerð á hné. „Í gær byrjaði hann að skokka en snerti ekki boltann. Í augablikinu einbeiti ég mér að því sem ég er með í höndunum akkúrat núna. Við munum gera okkar besta, ef Chris verður klár verður það bónus fyrir okkur. En ef hann er ennþá meiddur þá getum við ekki treyst á hann,“ sagði Israel Martin þjálfari Tindastóls að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 77-74 | Tindastóll missti af 2. sætinu Haukar unnu þriggja stiga sigur á Tindastóli, 77-74 í leik liðanna í Dominos-deildinni í kvöld. Sigur Hauka þýðir að Stólarnir fara niður í 3. sæti deildarinnar og mæta Keflavík í 8-liða úrslitum. 9. mars 2017 22:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Israel Martin þjálfari Tindastóls vildi frekar einbeita sér að þeim leikjum sem framundan eru heldur en tapleiknum gegn Haukum í kvöld. Hann var svekktur með tapið enda urðu hans menn af 2. sætinu í deildinni. „Mér fannst vanta einbeitingu hjá báðum liðum í byrjun og það var töluvert af mistökum. Í seinni hálfleik fengum við alvöru körfuboltaleik og bæði lið reyndu að ná sigrinum. Haukar höfðu ekkert að spila fyrir á meðan við vildum ná 2. sætinu. Við náðum því ekki og það er bara þannig,“ sagði Martin í samtali við Vísi eftir leik í Hafnarfirði í kvöld. „Ef við endum í 3. sæti er það vegna þess að við eigum skilið að vera þar, það er mjög einfalt.“ Tapið í kvöld og sigur Stjörnunnar á KR þýðir að Stólarnir falla niður í 3. sætið og mæta Keflavík í 8-liða úrslitum. „Okkar leið er að taka einn leik í einu. Það lítur út fyrir að við munum mæta Keflavík og við höfum heimaleikjaréttinn. Við þurfum að nota hann og sjá hvað gerist. Það sem ég er að hugsa um núna er að fá leikmenn tilbúna í fyrsta leikinn gegn Keflavík,“ bætti Martin við. „Þeir eru með einn besta skotbakvörðinn í deildinni, einn besta erlenda leikmenninn og þar að auki með góða skotmenn. Þeir eru gott lið og líkamlega sterkir. Þetta verður mikil barátta fyrir okkur. Við höfum trú á okkar varnarleik og ákveðni." Martin talaði um að hans menn hefðu ekki spilað sem lið í leiknum í kvöld og sagði að það þyrfti að vinna í því vandamáli fyrir úrslitakeppnina. „Ég hef áhyggjur af því að við séum ekki að spila nógu mikið eins og lið og það þurfum við að laga. Ég held að við verðum tilbúnir, ég er viss um strákarnir muni berjast og að við verðum tilbúnir fyrir úrslitakeppnina." "Við erum með eina bestu stuðningsmennina í deildinni og heimavöllurinn er lykillinn fyrir okkur. Ég veit ekki hversu langt við förum en heimavöllurinn verður mikilvægur og við munum fá 100% stuðning þar,“ sagði Martin og sagði að ekki væri ljóst hvenær skyttan öfluga Chris Caird myndi snúa til baka en hann er að jafna sig eftir aðgerð á hné. „Í gær byrjaði hann að skokka en snerti ekki boltann. Í augablikinu einbeiti ég mér að því sem ég er með í höndunum akkúrat núna. Við munum gera okkar besta, ef Chris verður klár verður það bónus fyrir okkur. En ef hann er ennþá meiddur þá getum við ekki treyst á hann,“ sagði Israel Martin þjálfari Tindastóls að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 77-74 | Tindastóll missti af 2. sætinu Haukar unnu þriggja stiga sigur á Tindastóli, 77-74 í leik liðanna í Dominos-deildinni í kvöld. Sigur Hauka þýðir að Stólarnir fara niður í 3. sæti deildarinnar og mæta Keflavík í 8-liða úrslitum. 9. mars 2017 22:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 77-74 | Tindastóll missti af 2. sætinu Haukar unnu þriggja stiga sigur á Tindastóli, 77-74 í leik liðanna í Dominos-deildinni í kvöld. Sigur Hauka þýðir að Stólarnir fara niður í 3. sæti deildarinnar og mæta Keflavík í 8-liða úrslitum. 9. mars 2017 22:45