Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Skallagrímur 101-89 | Grindjánar héldu fjórða sætinu Anton Ingi Leifsson í Mustad-höllinni í Grindavík skrifar 9. mars 2017 21:15 Dagur Kár Jónsson átti fínan leik fyrir Grindavík í kvöld. vísir/anton Grindavík átti ekki í neinum teljandi vandræðum með fallið lið Skallagríms þegar liðið mættust í síðustu umferð deildarkeppni Dominos-deildar karla þetta tímabilið í kvöld. Heimamenn í Grindavík unnu að lokum tólf stiga sigur, 101-89. Grindvíkingar byrjuðu af miklum krafti og voru sjóðheitir í fyrsta leikhluta. Þeir settu niður sjö þrista í fyrsta leikhluta, en alls skoruðu þeir 29 stig í þeim fyrsta. Hinn ungi og skemmtilegi Ingvi Þór var á eldi í fyrsta leikhluta og hann skaut varla á körfuna úr þriggja stiga skoti án þess að hitta. Heimamenn leiddu með níu stiga mun eftir fyrsta leikhluta, en munurinn varð hægt og rólega aðeins meiri. Mest varð hann sautján stig, 47-30, en tveir þristar í lok annars leikhluta frá hinum sjóðheita Flenard Whitfield minnkaði muninn niður í sjö stig fyrir hlé, 50-43. Við höfðum því enn leik þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik mættu gestirnir dýrvitlausir. Þeir, með Whitfield fremstan í flokki, voru búnir að jafna leikinn áður en langt var liðið af þriðja leikhluta og krafturinn og áræðnin var þeirra. Eftir að Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, tók leihklé um miðjan leikhlutann breyttist þetta til muna og Grindvíkingar náðu vopnum sínum á ný. Þeir leiddu með fjórtán stigum, 81-67, eftir þriðja leikhlutann. Eftir það var engin spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda, en fjórði leikhlutinn fór nánast í það hversu mörg stig Flenard Whitfield myndi skora og hvort Grindavík myndi brjóta 100 stiga múrinn sem þeir gerðu þegar rúm mínúta var eftir. Whitfield endaði með 50 stig. Ótrúlegur leikur hjá piltinum, en lokatölur urðu 101-89 sigur Grindvíkinga.Af hverju vann Grindavík? Fyrir leikinn bjuggust flestir, ef ekki allir, við sigri Grindavíkur, og það var nánast þannig frá upphafi. Þeir héldu vel á spilunum og náðu upp fínni forystu í fyrsta leikhluta sem þér létu aldrei af hendi. Þeir kláruðu þetta þrátt fyrir að hafa ekki sýnt neina snilldar spilamennsku.Bestu menn vallarins Flenard Whitfield var í sérflokki, en hann skoraði 50 stig. Ótrúlegar tölur. Dagur Kár Jónsson átti fínan leik fyrir Grindavík þær mínútur sem hann spilaði, en hann villaði út snemma. Ingvi Þór byrjað einnig vel fyrir Grindavík, en síðan dró af honum.Tölfræðin sem vakti athygli Skotnýting Grindvíkinga úr þriggja stiga nýtingu var lyginni líkast í fyrsta leikhluta en þeir skoruðu sjö þriggja stiga körfur í fyrsta leikhlutanum og gjörsamlega hittu þegar þeir vildu, en Ingvi Þór var þar fremstur í flokki. Flenard Whitfield skilaði einnig 50 stigum, en það er eitthvað sem sést ekki oft.Hvað gekk illa? Varnarleikur beggja liða var oft á tíðum ekki upp á marga fiska, enda sést það á stigaskorinu. Stigaskorið dreifðist ekki mikið hjá gestunum, en Flenard var í algjörum sérflokki og skoraði - eins og fyrr segir - 50 stig. Rosalegar tölur.Grindavík-Skallagrímur 101-89 (29-20, 21-23, 31-24, 20-22)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 25/10 fráköst/8 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 18/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 15, Ólafur Ólafsson 10/9 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 7/17 fráköst/3 varin skot, Kristófer Breki Gylfason 3, Magnús Már Ellertsson 2, Nökkvi Már Nökkvason 2, Þorsteinn Finnbogason 2/4 fráköst.Skallagrímur: Flenard Whitfield 50/12 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 16/10 fráköst, Davíð Ásgeirsson 7/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 7, Kristján Örn Ómarsson 3, Hjalti Ásberg Þorleifsson 2, Kristófer Gíslason 2, Bjarni Guðmann Jónson 2.Finnur: Ætla reyna geta eitthvað í golfi í sumar „Það var frekar erfitt að mótivera sig fyrir þennan leik eftir að við féllum eftir síðasta leik,” sagði Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms, í samtali við íþróttadeild 365 að lokum. „Við vorum að reyna mótivera okkur og hafa gaman af þessu. Það gekk svona að hluta til.” „Þetta var virkilega erfið æfingarvika. Við vorum drullufúlir að falla og þetta var mjög skrýtin vika ef ég á að segja alveg eins og er.” „Þetta er duglegur strákur. Hann er hörkuleikmaður,” sagði Finnur um Flenard Whitfield sem átti rosalegan leik. En hvað tekur nú við hjá Finn? „Það er bara að lækka forgjöfina í sumar og reyna að geta eitthvað í golfi. Síðan sjáum við til eftir það,” sagði Finnur að lokum eftir síðasta leik Skallana í efstu deild í bili.Jóhann: Getum tapað fyrir hverjum sem er „Við virkuðum á köflum áhugalausir og það vantaði á tímum neista hjá okkur, en við unnum og þetta var aldrei í neinni hættu fannst mér,” sagði Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur í leikslok. „Þetta var þægilegt, en ég vildi sjá mína menn mikið ákveðnari í því sem við vorum að gera. Á köflum duttum við niður á ansi lágt plan,” en hann segir að það hafi ekki reynst erfitt að halda sínum mönnum á tánum í vikunni þar sem mikið var í húfi. „Við þurftum að vinna til að halda þessu fjórða sæti. Þetta var enn í okkar höndum og við þurftum að sjá um okkar mál,” en hvernig finnst honum liðið statt núna, á leið í úrslitakeppni? „Mér finnst við vera allt í lagi. Við getum tapað fyrir hverjum sem er og unnið hvern sem er. Það hefur vantað stöðugleika.” „Við höfum verið að reyna finna hann. Þetta er ný keppni og nýtt mót sem er framundan, en við slökum á í einn tvo daga núna og svo bara “lets go,” sagði Jóhann Ólafsson að lokum.Maggi Gunn: Vil ekki gefa neitt út strax „Þetta var rosalega erfitt. Við höfðum ekki hugmynd hvað við áttum að gera alla vikuna," sagði Magnús Þór Gunnarsson, stórskytta Skallagríms, í samtali við íþróttadeild 365 í leikslok. „Við komum hérna og börðumst af smá krafti, en ég hefði viljað sjá aðeins meiri baráttu í okkar lið.” „Það var bara við því að búast að þetta yrði kaflaskipt hjá okkur. Það var erfitt að undirbúa okkur undir þetta og mér fannst þeir vera hálf værukærir. „Þeir hittu vel í fyrsta leikhluta, enda fengu þeir alltaf frí skot. Allt í allt held ég að þetta hafi bara verið hund lélegur leikur,” sem segir að æfingarvikan hafi ekki verið nein skemmtun. „Sú versta, en svona er þetta bara. Við þurftum bara að taka þessu.” Einhverjar sögusagnir voru í kringum leikinn í Grindavík að þetta gæti orðið síðasti leikur ferilsins hjá Magnúsi, en hann vildi ekki staðfesta neitt. „Já, það gæti vel verið. Ég veit það ekki. Já og nei,” sagði Magnús sem vildi ekki gefa neitt út: „Ég vil ekki gefa neitt út strax. Ef mig langar að vera í körfu í júní þá geri ég það kannski, en ég efast um það. Ég veit það ekki.” Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Sjá meira
Grindavík átti ekki í neinum teljandi vandræðum með fallið lið Skallagríms þegar liðið mættust í síðustu umferð deildarkeppni Dominos-deildar karla þetta tímabilið í kvöld. Heimamenn í Grindavík unnu að lokum tólf stiga sigur, 101-89. Grindvíkingar byrjuðu af miklum krafti og voru sjóðheitir í fyrsta leikhluta. Þeir settu niður sjö þrista í fyrsta leikhluta, en alls skoruðu þeir 29 stig í þeim fyrsta. Hinn ungi og skemmtilegi Ingvi Þór var á eldi í fyrsta leikhluta og hann skaut varla á körfuna úr þriggja stiga skoti án þess að hitta. Heimamenn leiddu með níu stiga mun eftir fyrsta leikhluta, en munurinn varð hægt og rólega aðeins meiri. Mest varð hann sautján stig, 47-30, en tveir þristar í lok annars leikhluta frá hinum sjóðheita Flenard Whitfield minnkaði muninn niður í sjö stig fyrir hlé, 50-43. Við höfðum því enn leik þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik mættu gestirnir dýrvitlausir. Þeir, með Whitfield fremstan í flokki, voru búnir að jafna leikinn áður en langt var liðið af þriðja leikhluta og krafturinn og áræðnin var þeirra. Eftir að Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, tók leihklé um miðjan leikhlutann breyttist þetta til muna og Grindvíkingar náðu vopnum sínum á ný. Þeir leiddu með fjórtán stigum, 81-67, eftir þriðja leikhlutann. Eftir það var engin spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda, en fjórði leikhlutinn fór nánast í það hversu mörg stig Flenard Whitfield myndi skora og hvort Grindavík myndi brjóta 100 stiga múrinn sem þeir gerðu þegar rúm mínúta var eftir. Whitfield endaði með 50 stig. Ótrúlegur leikur hjá piltinum, en lokatölur urðu 101-89 sigur Grindvíkinga.Af hverju vann Grindavík? Fyrir leikinn bjuggust flestir, ef ekki allir, við sigri Grindavíkur, og það var nánast þannig frá upphafi. Þeir héldu vel á spilunum og náðu upp fínni forystu í fyrsta leikhluta sem þér létu aldrei af hendi. Þeir kláruðu þetta þrátt fyrir að hafa ekki sýnt neina snilldar spilamennsku.Bestu menn vallarins Flenard Whitfield var í sérflokki, en hann skoraði 50 stig. Ótrúlegar tölur. Dagur Kár Jónsson átti fínan leik fyrir Grindavík þær mínútur sem hann spilaði, en hann villaði út snemma. Ingvi Þór byrjað einnig vel fyrir Grindavík, en síðan dró af honum.Tölfræðin sem vakti athygli Skotnýting Grindvíkinga úr þriggja stiga nýtingu var lyginni líkast í fyrsta leikhluta en þeir skoruðu sjö þriggja stiga körfur í fyrsta leikhlutanum og gjörsamlega hittu þegar þeir vildu, en Ingvi Þór var þar fremstur í flokki. Flenard Whitfield skilaði einnig 50 stigum, en það er eitthvað sem sést ekki oft.Hvað gekk illa? Varnarleikur beggja liða var oft á tíðum ekki upp á marga fiska, enda sést það á stigaskorinu. Stigaskorið dreifðist ekki mikið hjá gestunum, en Flenard var í algjörum sérflokki og skoraði - eins og fyrr segir - 50 stig. Rosalegar tölur.Grindavík-Skallagrímur 101-89 (29-20, 21-23, 31-24, 20-22)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 25/10 fráköst/8 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 18/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 15, Ólafur Ólafsson 10/9 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 7/17 fráköst/3 varin skot, Kristófer Breki Gylfason 3, Magnús Már Ellertsson 2, Nökkvi Már Nökkvason 2, Þorsteinn Finnbogason 2/4 fráköst.Skallagrímur: Flenard Whitfield 50/12 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 16/10 fráköst, Davíð Ásgeirsson 7/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 7, Kristján Örn Ómarsson 3, Hjalti Ásberg Þorleifsson 2, Kristófer Gíslason 2, Bjarni Guðmann Jónson 2.Finnur: Ætla reyna geta eitthvað í golfi í sumar „Það var frekar erfitt að mótivera sig fyrir þennan leik eftir að við féllum eftir síðasta leik,” sagði Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms, í samtali við íþróttadeild 365 að lokum. „Við vorum að reyna mótivera okkur og hafa gaman af þessu. Það gekk svona að hluta til.” „Þetta var virkilega erfið æfingarvika. Við vorum drullufúlir að falla og þetta var mjög skrýtin vika ef ég á að segja alveg eins og er.” „Þetta er duglegur strákur. Hann er hörkuleikmaður,” sagði Finnur um Flenard Whitfield sem átti rosalegan leik. En hvað tekur nú við hjá Finn? „Það er bara að lækka forgjöfina í sumar og reyna að geta eitthvað í golfi. Síðan sjáum við til eftir það,” sagði Finnur að lokum eftir síðasta leik Skallana í efstu deild í bili.Jóhann: Getum tapað fyrir hverjum sem er „Við virkuðum á köflum áhugalausir og það vantaði á tímum neista hjá okkur, en við unnum og þetta var aldrei í neinni hættu fannst mér,” sagði Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur í leikslok. „Þetta var þægilegt, en ég vildi sjá mína menn mikið ákveðnari í því sem við vorum að gera. Á köflum duttum við niður á ansi lágt plan,” en hann segir að það hafi ekki reynst erfitt að halda sínum mönnum á tánum í vikunni þar sem mikið var í húfi. „Við þurftum að vinna til að halda þessu fjórða sæti. Þetta var enn í okkar höndum og við þurftum að sjá um okkar mál,” en hvernig finnst honum liðið statt núna, á leið í úrslitakeppni? „Mér finnst við vera allt í lagi. Við getum tapað fyrir hverjum sem er og unnið hvern sem er. Það hefur vantað stöðugleika.” „Við höfum verið að reyna finna hann. Þetta er ný keppni og nýtt mót sem er framundan, en við slökum á í einn tvo daga núna og svo bara “lets go,” sagði Jóhann Ólafsson að lokum.Maggi Gunn: Vil ekki gefa neitt út strax „Þetta var rosalega erfitt. Við höfðum ekki hugmynd hvað við áttum að gera alla vikuna," sagði Magnús Þór Gunnarsson, stórskytta Skallagríms, í samtali við íþróttadeild 365 í leikslok. „Við komum hérna og börðumst af smá krafti, en ég hefði viljað sjá aðeins meiri baráttu í okkar lið.” „Það var bara við því að búast að þetta yrði kaflaskipt hjá okkur. Það var erfitt að undirbúa okkur undir þetta og mér fannst þeir vera hálf værukærir. „Þeir hittu vel í fyrsta leikhluta, enda fengu þeir alltaf frí skot. Allt í allt held ég að þetta hafi bara verið hund lélegur leikur,” sem segir að æfingarvikan hafi ekki verið nein skemmtun. „Sú versta, en svona er þetta bara. Við þurftum bara að taka þessu.” Einhverjar sögusagnir voru í kringum leikinn í Grindavík að þetta gæti orðið síðasti leikur ferilsins hjá Magnúsi, en hann vildi ekki staðfesta neitt. „Já, það gæti vel verið. Ég veit það ekki. Já og nei,” sagði Magnús sem vildi ekki gefa neitt út: „Ég vil ekki gefa neitt út strax. Ef mig langar að vera í körfu í júní þá geri ég það kannski, en ég efast um það. Ég veit það ekki.”
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Sjá meira