Lífið

Svala mætti óvænt á Barnaspítalann og gladdi Heiðrúnu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heiðrún og Svala saman.
Heiðrún og Svala saman. Mynd úr einkasafni
Svala Björgvinsdóttir heimsótti á dögunum Heiðrúnu Erlu Stefánsdóttir á Barnaspítala Hringsins og kom henni á óvart. Heiðrún er einn helsti aðdáandi Svölu á Íslandi.

„Þetta bjargaði bara deginum og þetta kom okkur mæðgunum hrikalega mikið á óvart,“ segir Hólmfríður Sveinsdóttir, móðir Heiðrúnar, í samtali við Vísi. Hún segir að vinkona hennar hafi sent Svölu skilaboð á Facebook og spurt hana hvort það væri einhver möguleiki á því að fá hana á spítalann.

„Við höldum alveg rosalega mikið með Svölu og þetta skipti dóttur mínar alveg ótrúlega miklu máli.“

Þær mæðgur eru frá búsettar á Sauðárkróki en það var vefsíðan Feykir.is sem greindi fyrst frá málinu. Heiðrún var til að mynda Svala á Öskudaginn en hún var í aðgerð þar sem gómnum í munni hennar var lokað en til þess að það tækist þurfti að taka beinvef úr mjaðmakambinum.

„Þetta var stór og mikil aðgerð og tók hún fimm klukkustundir. Heiðrún var því töluvert slöpp eftir þetta. Hún er samt alveg ótrúlega dugleg og samvinnuþýð og gerir allt til að ná sem mestum bata,“ segir Hólmfríður í samtali við Feyki og bætir við að nú sé bara að vona að mjaðmakamburinn nái að jafna sig og að beinígræðslan takist vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.