Jaguar nánast tilbúið með rafmagnsjeppa Finnur Thorlacius skrifar 9. mars 2017 09:34 Jaguar I-Pace á bílasýningunni í Genf. Einn af athygliverðari bílum sem nú prýða sýningarpallana á bílasýningunni í Genf er þessi rafmagnsjeppi frá Jaguar. Jaguar hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir smíði bíla sem eingöngu ganga fyrir rafmagni, en þessi I-Pace bíll gerir það og kemst 500 kílómetra á fullri hleðslu. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og mjög öflugur, eða 400 hestöfl og með 700 Nm tog. Það dugar honum til að ná hundraðinu á rétt um 4 sekúndum. Hægt verður að fullhlaða bílinn á litlum tveimur klukkustundum með 50kW hleðslustöð. Það sem kemur kannski mest á óvart við þennan I-Pace bíl Jaguar er að svo virðist sem bíllinn sé nokkuð nálægt framleiðslustiginu. Bíllinn á sýningunni er einskonar tilraunabíll og forveri framleiðslubílsins, en Jaguar er víst tilbúið með eintök af endanlegum framleiðslubílum og hefur nú þegar hafið prófanir á þeim. Endanlegur framleiðslubíll verður sýndur seinna á árinu og tilbúinn á framleiðslulínu Jaguar strax á næsta ári. Því verður ekki langt að bíða eftir þessum bíl. Forvitnilegt verður að sjá á hvaða verði Jaguar I-Pace mun bjóðast og hvort að hann verður ódýrari kostur en núverandi Tesla Model X jeppinn, sem þykir nokkuð dýr. Ef svo yrði mætti ímynda sér að þessi nýi bíll með Jaguar merki rífi talsverða sölu frá Tesla Model X.Kraftalegur að aftan. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent
Einn af athygliverðari bílum sem nú prýða sýningarpallana á bílasýningunni í Genf er þessi rafmagnsjeppi frá Jaguar. Jaguar hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir smíði bíla sem eingöngu ganga fyrir rafmagni, en þessi I-Pace bíll gerir það og kemst 500 kílómetra á fullri hleðslu. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og mjög öflugur, eða 400 hestöfl og með 700 Nm tog. Það dugar honum til að ná hundraðinu á rétt um 4 sekúndum. Hægt verður að fullhlaða bílinn á litlum tveimur klukkustundum með 50kW hleðslustöð. Það sem kemur kannski mest á óvart við þennan I-Pace bíl Jaguar er að svo virðist sem bíllinn sé nokkuð nálægt framleiðslustiginu. Bíllinn á sýningunni er einskonar tilraunabíll og forveri framleiðslubílsins, en Jaguar er víst tilbúið með eintök af endanlegum framleiðslubílum og hefur nú þegar hafið prófanir á þeim. Endanlegur framleiðslubíll verður sýndur seinna á árinu og tilbúinn á framleiðslulínu Jaguar strax á næsta ári. Því verður ekki langt að bíða eftir þessum bíl. Forvitnilegt verður að sjá á hvaða verði Jaguar I-Pace mun bjóðast og hvort að hann verður ódýrari kostur en núverandi Tesla Model X jeppinn, sem þykir nokkuð dýr. Ef svo yrði mætti ímynda sér að þessi nýi bíll með Jaguar merki rífi talsverða sölu frá Tesla Model X.Kraftalegur að aftan.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent