Lífið

Bandarískir ferðamenn í áfalli eftir verslunarferð í Bónus: „Það var ráðist á okkur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Félagarnir skelltu sér í verslunarferð. Ekki er víst að hugtakið „glöggt er gests augað“ eigi við í þessu tilfelli.
Félagarnir skelltu sér í verslunarferð. Ekki er víst að hugtakið „glöggt er gests augað“ eigi við í þessu tilfelli.
Það er farið að færast í aukana að ferðamenn taki upp myndbönd í heimsóknum sínum til Íslands og komi í dreifingu á netinu, til dæmis á YouTube.

Þetta er alls ekkert nýtt en í gær birtist furðulegt myndband þar sem tveir bandarískir ferðamenn lýsa verslunarferð sinni í Bónus í Skipholtinu.

„Okkur líður svakalega illa, það var ráðist á okkur,“ segir annar þeirra í upphafi myndbandsins og vísa til þess að verslunin hafi tuskað þá til. Greinilegt er að þeir eru með húmorinn að leiðarljósi en um leið í nokkru menningaráfalli eftir heimsókn í íslenska matvöruverslun. 

„Við erum ekki alveg vissir um það hvernig okkur á að líða. Hvort við eigum að hringja á lögregluna, í Neyðarlínuna eða í sendiráðið. Þetta var rosalegt og mér líður bara ekki vel.“

Og áfram halda þeir; „Ég vissi ekki hvað níutíu prósent af öllu var þarna inni.“

Velta má fyrir sér hversu vel þeir félagar eru að sér en þeir fullyrða meðal annars að pakki af beikoni í Bónus hafi kostað rúmlega tvö þúsund krónur. 

Hér að neðan má hlusta á þá Stephen og YouTube-notandann Deyovideo ræða saman eftir ferðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×