Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Henry Birgir Gunnarsson í Ásgarði skrifar 5. mars 2017 22:00 Haukur Óskarsson platar Arnþór Frey Guðmundsson. Vísir/Stefán Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Haukarnir voru búnir að endurheimta þjálfarann sinn úr skíðaferðinni umtöluðu og mættu geysilega einbeittir til leiks. Tóku frumkvæðið í leiknum og náðu fljótlega ellefu stiga forskoti, 11-22. Stjörnumenn rönkuðu þá við sér og komu sér fljótt inn í leikinn. Aðeins tveimur stigum munaði á liðunum eftir fyrsta leikhluta, 24-26. Stjörnumenn tóku aðeins stjórnina í öðrum leikhluta en Haukarnir slepptu þeim aldrei fram úr. Stigu upp og leiddu í hálfleik, 44-46. Sami hanaslagurinn hélt áfram í þriðja leikhluta. Haukarnir náðu smá forskoti og Stjörnumenn komu til baka. Endurtekið efni. Meiri hraði samt í leiknum og ákefð. Er leikhlutinn var allur var munurinn enn á ný aðeins tvö stig, 63-65. Rosaleikur lokaleikhluti var í uppsiglingu. Haukarnir byrjuðu hann af fítonskrafti. Haukur Óskars með tvær þriggja stiga körfur og svo Hjálmar með körfu góða og víti. Er sex mínútur voru eftir var munurinn tólf stig, 65-77. Mesti munurinn á liðunum í leiknum. Haukarnir náðu svo þrettán stiga forskoti og Stjörnumenn í vandræðum með að finna taktinn. Haukarnir brotnuðu ekki eins og oft áður og lönduðu ákaflega sterkum sigri. Nánar verður fjallað um leikinn á eftir en hér að neðan má lesa leiklýsingu leiksins.Af hverju unnu Haukar? Þeir voru einfaldlega miklu grimmari. Voru með kassann úti, þorðu þegar á reyndi og settu niður öll stóru skotin. Andlega hliðin hefur verið veik hjá liðinu í vetur en hún var heldur betur í lagi þegar mest á reyndi. Þessi sigur var ótrúlega dýrmætur fyrir körfuknattleiksdeild Hauka.Bestu menn vallarins: Liðsheildin hjá Haukum var ótrúlega sterk og margir að leggja hönd á plóginn. Haukur Óskarsson var alveg geggjaður. Setti niður risakörfur er á reyndi og dró vagninn þegar mest var undir. Sherrod alltaf seigur, Finnur Atli setti niður stórar körfur og framlag Emils Barja einnig frábært. Hjálmar Stefánsson einnig með flottar innkomur og Kristján Leifur Sverrisson var ótrúlega drjúgur. Hlynur Bæringsson var bestur í liði Stjörnunnar ásamt Tómasi Heiðari Tómassyni. Það var ekki sama barátta í flestum hinum. Marvin setti líka niður fínar körfur og Eysteinn Bjarni átti fína innkomu af bekknum.Hvað gekk illa? Stjörnuna vantaði svolítið kjark og þor. Meiri ákefð og það er eitthvað að í hausnum hjá þeim þessa dagana. Ljóst er líka að þeir sakna Justin Shouse mikið. Ekki bætir úr skák að framlagið frá Kananum er lítið sem ekkert en hann var með 8 stig í kvöld og gat ekkert. Fleiri leikmenn verða samt að stíga upp og ekki hægt að klína öllu á Kanann. Það hjálpaði líka Haukum að stemningin í húsinu var nánast eins og þeir væru á heimavelli. Garðbæingar fáir og þeir sem mættu voru ekki að hafa fyrir því að hvetja sitt lið mikið.Stjarnan-Haukar 78-87 (24-26, 20-20, 19-19, 15-22)Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 20/9 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 19/5 fráköst/8 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 13/6 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 12, Anthony Odunsi 8, Tómas Þórður Hilmarsson 6/6 fráköst.Haukar: Haukur Óskarsson 19, Sherrod Nigel Wright 19/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 14, Hjálmar Stefánsson 10, Kristján Leifur Sverrisson 9/8 fráköst, Emil Barja 9/8 fráköst/6 stoðsendingar, Breki Gylfason 3, Arnór Bjarki Ívarsson 2, Cedrick Taylor Bowen 2.Hrafn: Sárt að tapa líka í stúkunni „Þessi leikur tapast á því hvernig við komum inn í hann og þetta er orðið þreytt,“ sagði hundsvekktur þjálfari Stjörnunnar, Hrafn Kristjánsson. „Ég skil vel að það sé verið að spyrja mig af hverju við komum svona inn í leikinn. Ég er kannski að hrauna yfir leikmenn fara að koma illa inn í leikinn en við þurfum allir að skoða þetta. Kannski þarf að haga undirbúningi öðruvísi. Ég hélt að við gerðum okkur grein fyrir mikilvægi leiksins.“ Það var líka mikið undir hjá Stjörnunni í kvöld en er vandamálið andlegt því ekki vantar gæðin í liðið? „Það er stundum sagt að það sé versti óvinur sköpunargáfunnar sé sjálfsefi. Það virðist vera stutt í að fólk fari að hugsa um sín vandamál inn á vellinum og nái ekki að tengja saman sem lið,“ segir Hrafn og viðurkennir að hans lið hafi tapað í baráttunni og svo hjálpaði ekki að Kaninn hans var nær meðvitundarlaus í kvöld. Hafði ekkert fram að færa. „Það er hárrétt. Þetta hefur verið köflótt hjá honum. Hann fer inn í skelina og hættir að taka af skarið.“ Garðbæingar voru undir líka utan vallar og það fannst þjálfaranum líka miður. „Ég er væntanlega að taka smá áhættu með því að tala um þetta núna. Ég elska félagið, stuðningsmennina og Garðabæ. Ég hef farið í gegnum ótrúlega mörg ævintýri með þeim og mér finnst sárt að mæta hingað og verða líka vel undir í stúkunni,“ segir Hrafn. „Við erum á leið í úrslitakeppnina og ég vona innilega að fólk haldi enn í trúna og geri sér grein fyrir að það hjálpi líka. Ábyrgðin liggur á mér og leikmönnum en það gefur okkur mikið aukalega er maður finnur hvatninguna er það gengur illa. Ég vona að það verði hvítt og blátt í stúkunni í úrslitakeppninni.“ Liðið er enn án Justin Shouse og Hrafn bindur vonir við að hann snúi aftur í úrslitakeppninni.Ívar: Hefði verið rekinn ef Snæfells-leikurinn hefði tapast Það var þungu fargi létt af Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Hauka. Sæti í deildinni tryggt og það eftir umdeilda skiðaferð hans. „Það var frábær varnarleikur hjá okkur í dag. Ég sagði líka fyrir leik að ef Haukur spilar vel þá spilar liðið vel. Hann hitti í dag og var grimmur. Emil hefur líka verið góður í síðustu leikjum. Hann hefur verið mikið meiddur en hefur verið frábær í síðustu leikjum og var stórkostlegur í kvöld,“ segir Ívar en það var fast sótt að hans liði nánast allan leikinn en Haukarnir stóðu það af sér. Það hafa þeir ekki alltaf gert í vetur. „Þetta hefur vantað hjá okkur í vetur. Við höfum tapað kannski níu jöfnum leikjum. Maður er því alltaf stressaður undir lokin. Ég tók leikhlé þegar þrjár mínútur voru eftir bara til þess að fá menn til þess að hugsa og slaka á.“ Haukarnir ætluðu sér stóra hluti í vetur en lentu í gryfju. Þeir náðu þó að klóra sig upp úr henni á elleftu stundu. „Auðvitað er þungu fargi af mér létt. Við sýndum í kvöld hvað við getum verið góðir. Deildin er jöfn og við töpum mikið af jöfnum leikjum. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því hvað það hafði mikil andleg áhrif á okkur. Við fórum að vinna í þessum málum of seint. Við fengum Viðar Halldórsson til okkar. Hann vann vel með okkur. Við hefðum kannski átt að byrja fyrr á því.“ Það hefur mikið verið rætt um skíðaferðina hans Ívars sem hann fór í þegar fram undan var mikilvægasti leikur tímabilsins. Sá leikur var gegn Snæfelli og vannst meðan Ívar skíðaði í Austurríki. Margir gagnrýndu hann fyrir að fara frá liðinu á þessum tíma. Ívar virðist ekki hafa tekið vel í þá gagnrýni og virkaði ósáttur við bæði Vísi, sem fjallaði ítarlega um málið, sem og Körfuboltakvöld sem skildi ekkert í ákvörðun Ívars. „Mér fannst þetta kannski vera fréttnæmt en mér finnst ekki eðlilegt að eyða tveim vikum í að fjalla um það,“ segir Ívar sem var síðan látinn vita af því að það hefði verið fjallað upprunalega um hans mál í 4 mínútur af 106 í Körfuboltakvöldi er hann sagði sjálfur að heill þáttur hefði verið lagður undir þessa umræðu. „Það var víst þannig. Það er mikið til þvi hitt er bara hlegið og öskrað,“ sagði Ívar og fór svo í aðra sálma. „Auðvitað ræddum við saman hvort ég ætti að hætta við og ég var langt kominn með það. Við tókum ákvörðun að það væri fínt að ég færi. Við vorum búnir að reyna margt og þetta var ákvörðun. Að það myndi kannski létta á pressu. Pressan fór af leikmönnum og yfir á mig sem var fínt. Ég vissi að það yrði rætt um þetta en menn verða kannski að gera það á vitrænan hátt,“ segir Ívar en hvar var þetta óvitrænt? „Það var bara margt. Það vantaði rökstuðning við þetta,“ segir Ívar en var nú ekki til í færa rök fyrir sínu máli. Eftir á að hyggja var það besta sem gat komið fyrir Hauka að hann færi í skíðaferðina. „Ég held það. Við höfum verið mjög góðir eftir að ég fór. Menn slökuðu aðeins á. Ég breytti ekki neinu en andlegi þátturinn var okkar vandamál. Ég veit að ef við hefðum tapað fyrir Snæfelli þá hefði þetta verið hrikaleg ákvörðun. Ég gerði mér grein fyrir því að þá hefði mér verið slátrað. Það hefði verið eðlilegt og þá væri ég ekki með vinnu lengur.“Hlynur: Höfum verið slakir frá áramótum Hlynur Elías Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, var eðlilega frekar súr eftir tapið gegn Haukum í kvöld „Þetta tapast víða. Þeir voru tilbúnir enda mikið undir fyrir þá. Maður hefði haldið að það ætti að vera mikið undir fyrir okkur líka,“ sagði Hlynur. „Þeir spiluðu eins og lið sem hafði miklu að tapa. Voru kraftmiklir á meðan við vorum kraftlitlir. Við náum ekki flæði í okkar leik. Við náum ekki að hreyfa boltann hratt og það ýmislegt að.“ Það hefur gefið aðeins á bátinn hjá Stjörnumönnum en veit Hlynur hvar vandinn liggur? „Ég er ekki með nein svör en það er ekkert leyndarmál að við höfum verið slakir frá áramótum. Það eru nokkrir leikir sem við höfum unnið en góðu leikirnir eru ekki margir. Við þurfum að spila af meiri ákefð og krafti. Spila betur saman,“ segir Hlynur og bætir við að margir þurfi að bæta sig.Haukur: Skíðaferðin hans Ívars hjálpaði okkur „Það er þungu fargi af okkur létt og líka gaman að við sýndum loksins hvað við getum. Þetta var sennilega eini leikurinn á tímabilinu þar sem við höfum spilað af okkar getu,“ sagði Haukur Óskarsson sem átti frábæran leik í liði Hauka. „Þetta er búið að vera langt tímabil fyrir okkur. Við höfum hugsað allt tímabilið hvað sé að. Loksins kom það. Það er búinn að vera góður mórall í liðinu,“ segir Haukur og bætir við að skíðaferð þjálfarans hafi verið góð fyrir liðið. „Þessi blessaða ferð hjá Ívari hjálpaði okkur þannig að hann sýndi okkur traust. Það kannski hjálpaði mönnum eða eitthvað. Það var stór breyting á hópnum hvað varðar stemningu. „Ég upplifði það þannig að hann treysti liðinu til að klára verkefnið. Maðurinn hefur varla misst af æfingu í fjögur ár. Hann fer í fimm daga og við vorum ekkert að fara að hætta að spila körfubolta þá. Þetta var ekkert stress fyrir okkur. Hvað sem það var þá var það eitthvað sem mótiveraði okkur. Kannski var það að allir voru að dissa að Ívar hefði farið og þetta væri búið fyrir okkur. Ég er ánægður að við sýndum loksins hvað við getum.“ Dominos-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Haukarnir voru búnir að endurheimta þjálfarann sinn úr skíðaferðinni umtöluðu og mættu geysilega einbeittir til leiks. Tóku frumkvæðið í leiknum og náðu fljótlega ellefu stiga forskoti, 11-22. Stjörnumenn rönkuðu þá við sér og komu sér fljótt inn í leikinn. Aðeins tveimur stigum munaði á liðunum eftir fyrsta leikhluta, 24-26. Stjörnumenn tóku aðeins stjórnina í öðrum leikhluta en Haukarnir slepptu þeim aldrei fram úr. Stigu upp og leiddu í hálfleik, 44-46. Sami hanaslagurinn hélt áfram í þriðja leikhluta. Haukarnir náðu smá forskoti og Stjörnumenn komu til baka. Endurtekið efni. Meiri hraði samt í leiknum og ákefð. Er leikhlutinn var allur var munurinn enn á ný aðeins tvö stig, 63-65. Rosaleikur lokaleikhluti var í uppsiglingu. Haukarnir byrjuðu hann af fítonskrafti. Haukur Óskars með tvær þriggja stiga körfur og svo Hjálmar með körfu góða og víti. Er sex mínútur voru eftir var munurinn tólf stig, 65-77. Mesti munurinn á liðunum í leiknum. Haukarnir náðu svo þrettán stiga forskoti og Stjörnumenn í vandræðum með að finna taktinn. Haukarnir brotnuðu ekki eins og oft áður og lönduðu ákaflega sterkum sigri. Nánar verður fjallað um leikinn á eftir en hér að neðan má lesa leiklýsingu leiksins.Af hverju unnu Haukar? Þeir voru einfaldlega miklu grimmari. Voru með kassann úti, þorðu þegar á reyndi og settu niður öll stóru skotin. Andlega hliðin hefur verið veik hjá liðinu í vetur en hún var heldur betur í lagi þegar mest á reyndi. Þessi sigur var ótrúlega dýrmætur fyrir körfuknattleiksdeild Hauka.Bestu menn vallarins: Liðsheildin hjá Haukum var ótrúlega sterk og margir að leggja hönd á plóginn. Haukur Óskarsson var alveg geggjaður. Setti niður risakörfur er á reyndi og dró vagninn þegar mest var undir. Sherrod alltaf seigur, Finnur Atli setti niður stórar körfur og framlag Emils Barja einnig frábært. Hjálmar Stefánsson einnig með flottar innkomur og Kristján Leifur Sverrisson var ótrúlega drjúgur. Hlynur Bæringsson var bestur í liði Stjörnunnar ásamt Tómasi Heiðari Tómassyni. Það var ekki sama barátta í flestum hinum. Marvin setti líka niður fínar körfur og Eysteinn Bjarni átti fína innkomu af bekknum.Hvað gekk illa? Stjörnuna vantaði svolítið kjark og þor. Meiri ákefð og það er eitthvað að í hausnum hjá þeim þessa dagana. Ljóst er líka að þeir sakna Justin Shouse mikið. Ekki bætir úr skák að framlagið frá Kananum er lítið sem ekkert en hann var með 8 stig í kvöld og gat ekkert. Fleiri leikmenn verða samt að stíga upp og ekki hægt að klína öllu á Kanann. Það hjálpaði líka Haukum að stemningin í húsinu var nánast eins og þeir væru á heimavelli. Garðbæingar fáir og þeir sem mættu voru ekki að hafa fyrir því að hvetja sitt lið mikið.Stjarnan-Haukar 78-87 (24-26, 20-20, 19-19, 15-22)Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 20/9 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 19/5 fráköst/8 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 13/6 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 12, Anthony Odunsi 8, Tómas Þórður Hilmarsson 6/6 fráköst.Haukar: Haukur Óskarsson 19, Sherrod Nigel Wright 19/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 14, Hjálmar Stefánsson 10, Kristján Leifur Sverrisson 9/8 fráköst, Emil Barja 9/8 fráköst/6 stoðsendingar, Breki Gylfason 3, Arnór Bjarki Ívarsson 2, Cedrick Taylor Bowen 2.Hrafn: Sárt að tapa líka í stúkunni „Þessi leikur tapast á því hvernig við komum inn í hann og þetta er orðið þreytt,“ sagði hundsvekktur þjálfari Stjörnunnar, Hrafn Kristjánsson. „Ég skil vel að það sé verið að spyrja mig af hverju við komum svona inn í leikinn. Ég er kannski að hrauna yfir leikmenn fara að koma illa inn í leikinn en við þurfum allir að skoða þetta. Kannski þarf að haga undirbúningi öðruvísi. Ég hélt að við gerðum okkur grein fyrir mikilvægi leiksins.“ Það var líka mikið undir hjá Stjörnunni í kvöld en er vandamálið andlegt því ekki vantar gæðin í liðið? „Það er stundum sagt að það sé versti óvinur sköpunargáfunnar sé sjálfsefi. Það virðist vera stutt í að fólk fari að hugsa um sín vandamál inn á vellinum og nái ekki að tengja saman sem lið,“ segir Hrafn og viðurkennir að hans lið hafi tapað í baráttunni og svo hjálpaði ekki að Kaninn hans var nær meðvitundarlaus í kvöld. Hafði ekkert fram að færa. „Það er hárrétt. Þetta hefur verið köflótt hjá honum. Hann fer inn í skelina og hættir að taka af skarið.“ Garðbæingar voru undir líka utan vallar og það fannst þjálfaranum líka miður. „Ég er væntanlega að taka smá áhættu með því að tala um þetta núna. Ég elska félagið, stuðningsmennina og Garðabæ. Ég hef farið í gegnum ótrúlega mörg ævintýri með þeim og mér finnst sárt að mæta hingað og verða líka vel undir í stúkunni,“ segir Hrafn. „Við erum á leið í úrslitakeppnina og ég vona innilega að fólk haldi enn í trúna og geri sér grein fyrir að það hjálpi líka. Ábyrgðin liggur á mér og leikmönnum en það gefur okkur mikið aukalega er maður finnur hvatninguna er það gengur illa. Ég vona að það verði hvítt og blátt í stúkunni í úrslitakeppninni.“ Liðið er enn án Justin Shouse og Hrafn bindur vonir við að hann snúi aftur í úrslitakeppninni.Ívar: Hefði verið rekinn ef Snæfells-leikurinn hefði tapast Það var þungu fargi létt af Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Hauka. Sæti í deildinni tryggt og það eftir umdeilda skiðaferð hans. „Það var frábær varnarleikur hjá okkur í dag. Ég sagði líka fyrir leik að ef Haukur spilar vel þá spilar liðið vel. Hann hitti í dag og var grimmur. Emil hefur líka verið góður í síðustu leikjum. Hann hefur verið mikið meiddur en hefur verið frábær í síðustu leikjum og var stórkostlegur í kvöld,“ segir Ívar en það var fast sótt að hans liði nánast allan leikinn en Haukarnir stóðu það af sér. Það hafa þeir ekki alltaf gert í vetur. „Þetta hefur vantað hjá okkur í vetur. Við höfum tapað kannski níu jöfnum leikjum. Maður er því alltaf stressaður undir lokin. Ég tók leikhlé þegar þrjár mínútur voru eftir bara til þess að fá menn til þess að hugsa og slaka á.“ Haukarnir ætluðu sér stóra hluti í vetur en lentu í gryfju. Þeir náðu þó að klóra sig upp úr henni á elleftu stundu. „Auðvitað er þungu fargi af mér létt. Við sýndum í kvöld hvað við getum verið góðir. Deildin er jöfn og við töpum mikið af jöfnum leikjum. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því hvað það hafði mikil andleg áhrif á okkur. Við fórum að vinna í þessum málum of seint. Við fengum Viðar Halldórsson til okkar. Hann vann vel með okkur. Við hefðum kannski átt að byrja fyrr á því.“ Það hefur mikið verið rætt um skíðaferðina hans Ívars sem hann fór í þegar fram undan var mikilvægasti leikur tímabilsins. Sá leikur var gegn Snæfelli og vannst meðan Ívar skíðaði í Austurríki. Margir gagnrýndu hann fyrir að fara frá liðinu á þessum tíma. Ívar virðist ekki hafa tekið vel í þá gagnrýni og virkaði ósáttur við bæði Vísi, sem fjallaði ítarlega um málið, sem og Körfuboltakvöld sem skildi ekkert í ákvörðun Ívars. „Mér fannst þetta kannski vera fréttnæmt en mér finnst ekki eðlilegt að eyða tveim vikum í að fjalla um það,“ segir Ívar sem var síðan látinn vita af því að það hefði verið fjallað upprunalega um hans mál í 4 mínútur af 106 í Körfuboltakvöldi er hann sagði sjálfur að heill þáttur hefði verið lagður undir þessa umræðu. „Það var víst þannig. Það er mikið til þvi hitt er bara hlegið og öskrað,“ sagði Ívar og fór svo í aðra sálma. „Auðvitað ræddum við saman hvort ég ætti að hætta við og ég var langt kominn með það. Við tókum ákvörðun að það væri fínt að ég færi. Við vorum búnir að reyna margt og þetta var ákvörðun. Að það myndi kannski létta á pressu. Pressan fór af leikmönnum og yfir á mig sem var fínt. Ég vissi að það yrði rætt um þetta en menn verða kannski að gera það á vitrænan hátt,“ segir Ívar en hvar var þetta óvitrænt? „Það var bara margt. Það vantaði rökstuðning við þetta,“ segir Ívar en var nú ekki til í færa rök fyrir sínu máli. Eftir á að hyggja var það besta sem gat komið fyrir Hauka að hann færi í skíðaferðina. „Ég held það. Við höfum verið mjög góðir eftir að ég fór. Menn slökuðu aðeins á. Ég breytti ekki neinu en andlegi þátturinn var okkar vandamál. Ég veit að ef við hefðum tapað fyrir Snæfelli þá hefði þetta verið hrikaleg ákvörðun. Ég gerði mér grein fyrir því að þá hefði mér verið slátrað. Það hefði verið eðlilegt og þá væri ég ekki með vinnu lengur.“Hlynur: Höfum verið slakir frá áramótum Hlynur Elías Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, var eðlilega frekar súr eftir tapið gegn Haukum í kvöld „Þetta tapast víða. Þeir voru tilbúnir enda mikið undir fyrir þá. Maður hefði haldið að það ætti að vera mikið undir fyrir okkur líka,“ sagði Hlynur. „Þeir spiluðu eins og lið sem hafði miklu að tapa. Voru kraftmiklir á meðan við vorum kraftlitlir. Við náum ekki flæði í okkar leik. Við náum ekki að hreyfa boltann hratt og það ýmislegt að.“ Það hefur gefið aðeins á bátinn hjá Stjörnumönnum en veit Hlynur hvar vandinn liggur? „Ég er ekki með nein svör en það er ekkert leyndarmál að við höfum verið slakir frá áramótum. Það eru nokkrir leikir sem við höfum unnið en góðu leikirnir eru ekki margir. Við þurfum að spila af meiri ákefð og krafti. Spila betur saman,“ segir Hlynur og bætir við að margir þurfi að bæta sig.Haukur: Skíðaferðin hans Ívars hjálpaði okkur „Það er þungu fargi af okkur létt og líka gaman að við sýndum loksins hvað við getum. Þetta var sennilega eini leikurinn á tímabilinu þar sem við höfum spilað af okkar getu,“ sagði Haukur Óskarsson sem átti frábæran leik í liði Hauka. „Þetta er búið að vera langt tímabil fyrir okkur. Við höfum hugsað allt tímabilið hvað sé að. Loksins kom það. Það er búinn að vera góður mórall í liðinu,“ segir Haukur og bætir við að skíðaferð þjálfarans hafi verið góð fyrir liðið. „Þessi blessaða ferð hjá Ívari hjálpaði okkur þannig að hann sýndi okkur traust. Það kannski hjálpaði mönnum eða eitthvað. Það var stór breyting á hópnum hvað varðar stemningu. „Ég upplifði það þannig að hann treysti liðinu til að klára verkefnið. Maðurinn hefur varla misst af æfingu í fjögur ár. Hann fer í fimm daga og við vorum ekkert að fara að hætta að spila körfubolta þá. Þetta var ekkert stress fyrir okkur. Hvað sem það var þá var það eitthvað sem mótiveraði okkur. Kannski var það að allir voru að dissa að Ívar hefði farið og þetta væri búið fyrir okkur. Ég er ánægður að við sýndum loksins hvað við getum.“
Dominos-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira