Lífið

Glænýr smellur frá Lorde

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Lorde
Lorde Skjáskot/Youtube
Ástralska söngkonan Lorde hefur sent frá sér glænýtt lag. Það heitir Green Light og er fyrsta smáskífan af næstu plötu hennar sem væntanleg er á árinu.

Er þetta fyrsta lagið sem Lorde gefur út í þrjú ár, en síðast gaf hún út lagið Yellow Flicker Beat sem var í kvikmyndinni The Hunger Games: Mockingjay, Pt. 1.

„Þetta er drukkna stelpan í partýinu sem dansar um og grætur yfir fyrrverandi kærastanum sínum og öllum finnst hún vera subbuleg,“ sagði Lorde um lagið í viðtali við Beats 1 þáttinn hjá Apple Music. 

„Það er hún í kvöld og á morgun byrjar hún að byggja sjálfa sig upp aftur. Það er það sem lagið er um.“

Lagið birtist á vefnum í gær en áður hafði Lorde gefið aðdáendum vísbendingar í heimabæ sínum Auckland í Ástralíu.

Platan Melodrama er væntanleg í sumar og birti Lorde mynd af plötuumslaginu á Instagram síðu sinni. Sam Mckinniss málaði myndina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×