Sólarströnd norðurhjarans Stefán Pálsson skrifar 5. mars 2017 10:00 Hugmynd um sjóbaðstað við tjörnina í Reykjavík er skemmtileg eins og sjá má. Sumarið 2000 tóku Reykvíkingar í notkun nýjan útivistarstað, Ylströndina í Nauthólsvík. Það er manngert lón með gullnum skeljasandi þar sem kaldur sjór og heitt yfirfallsvatn úr miðlunartönkum hitaveitunnar á Öskjuhlíð blandast saman og myndar á hlýjum sumardögum ákjósanlegt baðstrandarhitastig. Opnun baðstrandarinnar var til marks um framfarir í skólphreinsimálum höfuðborgarsvæðisins, en 32 árum fyrr, árið 1968, hafði sundstaðnum í Nauthólsvík verið lokað vegna saurgerlamengunar í Fossvogi. Fyrir utan allra hlýjustu sumardaga var gamla ströndin í Nauthólsvík ekki nema fyrir hraustustu sundgarpa, enda sjórinn jökulkaldur. Bæjarstjórn Reykjavíkur hafði þó komið upp ágætis aðstöðu með aðfluttum ljósum sandi, sem komið var fyrir í skálum sem grafnar höfðu verið út fyrir sjóflugvélar sem áður lentu á voginum. Hugmyndin um Nauthólsvík sem miðstöð sjósundfólks var ekki ný af nálinni. Mikil sjósundsvakning átti sér stað í Reykjavík á fyrri hluta tuttugustu aldar og komu sundmenn sér upp sérstökum sundskála í Örfirisey í því skyni. Þegar umræður um byggingu sundhallar í Reykjavík hófust fyrir alvöru heyrðust þau sjónarmið að hlýjar laugar væru ef til vill góðar fyrir börn og gamalmenni, en fyrir hrausta fullorðna væri nauðsynlegt að útbúa eitt laugarker með köldum sjó einvörðungu. Aðstaðan í Örfirsey þótti um margt óhentug og snemma fóru sjógarpar að svipast um eftir öðrum vænlegum stöðum. Nauthólsvík kom fljótt til álita og þegar árið 1932 var samþykkt í bæjarstjórn að leitast eftir kaupum á henni með sjósundsaðstöðu í huga. Sá áhugi jókst enn frekar eftir að íþróttafélögin í Reykjavík ákváðu um miðjan fjórða áratuginn að reisa íþróttamiðstöð bæjarins við Fossvog, nokkurn veginn á þeim stað þar sem Háskólinn í Reykjavík stendur í dag. Gamli íþróttavöllurinn á Melunum var fyrir löngu orðinn of lítill og lélegur að mati íþróttamanna. Nýja íþróttasvæðið skyldi hafa að geyma félagsheimili fyrir knattspyrnufélögin fjögur (KR, Fram, Val og Víking) ásamt æfingavöllum. Þar yrði risavaxinn leikvangur með grasi, tennisvellir, kappreiðavöllur og vitaskuld sjósundsstaður. Íþróttabandalag Reykjavíkur festi kaup á landi í þessu skyni og hóf jarðvegsframkvæmdir. Hefði heimsstyrjöldin ekki brotist út með tilheyrandi raski, hersetu og gerð Reykjavíkurflugvallar má telja líklegt að aðalíþróttamiðstöð Reykjavíkur væri í dag við Nauthólsvík en ekki í Laugardal.Heitt vatn til sjávar Um það leyti sem íþróttamenn Reykjavíkur voru að undirbúa hið fyrirhugaða íþróttasvæði sitt, höfðu stjórnendur bæjarins tekið ákvörðun um að hitaveituvæða höfuðstaðinn. Hitaveitan frá Þvottalaugunum sem reist var árið 1930 til að sjá Landspítalanum, Austurbæjarskóla og Sundhöllinni fyrir heitu vatni var hugsuð sem hálfgert tilraunaverkefni. Þegar hún gaf góða raun lá beint við að leiða hita til allra bæjarbúa. Slík framkvæmd kallaði á miklu meira vatn en afla mátti með góðu móti á Laugarnessvæðinu miðað við bortækni þess tíma. Leita yrði til jarðhitasvæðanna í Mosfellssveit og leiða vatnið um langan veg til bæjarins. Gísli Halldórsson, verkfræðingur og frumkvöðull á sviði jarðvarmanýtingar á Íslandi, sá í hendi sér að hitaveita ofan úr Mosfellssveit myndi kalla á miðlunartanka nær miðbæ Reykjavíkur. Enginn staður væri rökréttari en Öskjuhlíðin, þar sem hún lægi hærra en byggðin í Reykjavík og því mætti nota hæðarmuninn til að koma vatninu í húsin í stað þess að setja upp mikinn dælubúnað. Gísli (sem ekki má rugla saman við alnafna hans, arkitektinn og borgarfulltrúann) sá líka í hendi sér að heitavatnsþörfin yrði minni að sumarlagi og því yrði hitaveitan aflögufær um umframvatn heitustu mánuði ársins. Tillaga Gísla, sem hann setti fram í blaðagrein seint á fjórða áratugnum, var því einföld: útbúa skyldi baðströnd í Nauthólsvík og veita í hana hitaveituvatni. Til að varðveita varmann sem best lagði hann til að komið yrði fyrir segldúk í sjónum umhverfis baðstaðinn til að draga úr straumum og draga úr kólnun. Hugmyndin að ylströndinni var því meira en 60 ára gömul þegar henni var loks hrint í framkvæmd. Framkvæmdum við hitaveituna úr Mosfellssveit lauk á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Verkið, sem upphaflega átti að vera hálfgerð atvinnubótavinna, fór því fram á einhverju mesta þensluskeiði Íslandssögunnar þegar nóg var af vinnu fyrir hernámsliðið sem gaf vel í aðra hönd. Það reyndist því dýrara en til stóð og því ekkert svigrúm til gæluverkefna eins og að útbúa upphitaða baðströnd, auk þess sem íþróttamenn höfðu mátt sjá á eftir svæðinu sínu undir herskálabyggð. Eftir stríðið átti Gísli þó eftir að dusta rykið af hugmynd sinni og kynna enn metnaðarfyllri útfærslu. Ef hún hefði orðið að veruleika, væri umhverfi Reykjavíkurtjarnar verulega frábrugðið því sem nú er.Túristaperla í Hljómskálagarði Tillaga Gísla frá árinu 1947 gekk í raun út á að útbúa risastóran sjóbaðsstað á landi. Hann lagði til að suðurendi Tjarnarinnar, sunnan Fríkirkjuvegar, yrði tekinn og allri botnleðju skafið í burtu. Þess í stað yrði komið fyrir skeljasandi á botninum og meðfram bökkunum. Í Tjörninni yrði svo blandað saman hitaveituvatni annars vegar en sjó úr Skerjafirði hins vegar til að mynda notalega baðströnd með 20 gráðu yfirborðshita að jafnaði. Umhverfis Tjörnina mætti koma fyrir rafmagnshitaofnum og lömpum til að orna baðgestum í svölum veðrum til að nýta mætti sundstaðinn sem lengst á árinu. Til að auka enn á sjónarspilið sá verkfræðingurinn fyrir sér kröftugan gosbrunn í miðri Tjörninni sem lýstur yrði upp með rafljósum í ýmsum litum. Gísli gerði ráð fyrir að aðalströndin yrði við Tjörnina vestanverða, neðan Bjarkargötu. Þar yrði jafnframt sturtuaðstaða auk fullkominnar baðaðstöðu með gufuböðum, leðjuböðum og ljósaböðum. Búningsaðstaða yrði í sérstöku baðhýsi við bakkann sem gæti jafnvel skagað út í Tjörnina þannig að hluti vatnsins yrði í innilaug. Í kringum hana yrði svo veitingaaðstaða með suðrænum gróðri og pálmasal. Áætlun Gísla gerði ráð fyrir að drjúgur hluti Reykvíkinga yrði fastagestir á baðströndinni í Tjörninni, en hann sá líka fyrir sér að svæðið hefði aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn. Reykjavíkurflugvöllur var um þær mundir miðstöð alþjóðaflugs og því augljóst talið að byggja þyrfti flughafnarhótel. Þar vildi Gísli slá tvær flugur í einu höggi og reisa í suðvesturhorni Hljómskálagarðsins „veglegasta hótel lýðveldisins! Úr stáli og gleri, í djörfum bogadregnum línum“. Hótelbyggingin skyldi skiptast í tvennt, með veitinga- og samkomusali í suðurendanum og gestaherbergi í norðurálmu. Húsið skyldi klætt með grænum kopar og ryðfríu stáli og lýst að innan og utan með flúresent ljósum. Til að standast samanburð við fínustu hótel vestan hafs og austan yrði svo að bjóða upp á póst- og símaafgreiðslu, rakarastofu, skófægingu, blaða- og bóksölu, bjórstofu og skrautlegan bar. Löngu áður en búið var að finna upp hugtakið „heilsársferðamennska“ sá Gísli fyrir sér túrisma allan ársins hring. „Hlýr vetrar-sjóbaðstaður á innri tjörninni! Dynjandi skautasvell á fremri tjörninni! Flugnapappír fyrir heimsferðalanga. Auglýsingaspjöldin á ferðaskrifstofunum og flughöfnunum úti um víða veröld myndu hrópa himinhátt: „Heimsækið Reykjavík“, „Skoðið hina undraverðu hveraborg norðurhvelsins!“ „Syndið undan norðurljósunum í hlýju radioaktivu vatni.“ Þótt hugmyndirnar hljómuðu reyfarakenndar var höfundinum full alvara. Hann vann býsna nákvæma kostnaðaráætlun um baðstrandarhluta tillagnanna og reyndi að meta tæknilegar hindranir, þar á meðal með mælingum á þykkt leirlaganna á botni Tjarnarinnar. Mat hans var að moka þyrfti burt 70 þúsund rúmmetrum af leir til að komast niður á fast. Tjörnin yrði þá þriggja metra djúp, svo setja þyrfti um hálfs metra þétt leirlag í staðinn og því næst um 30 sentimetra lag af ljósum sandi. Vatnsstreymið áætlaði Gísli að þyrfti að vera 70 sekúndulítrar af hitaveituvatni og 70 sekúndulítrar af sjó úr Skerjafirði. Lokað yrði milli norður- og suðurhluta Tjarnarinnar, en norðurhlutinn notaður sem frárennsli. Með þessu öra vatnsstreymi áleit verkfræðingurinn að baðstaðurinn gæti annað allt að 40 þúsund manns á sólarhring, að ekki væri þörf á að klórbæta vatnið og nægilegt væri að tæma laugarkerið tvisvar á ári til að þrífa það. Fátt bendir þó til að ráðamenn Reykjavíkur eða bæjarbúar hafi litið á tillögurnar sem annað en skemmtilegar skýjaborgir. Þær voru lauslega kynntar í dagblöðum en enduðu loks á skjalasöfnum sem enn eitt dæmið um hugmyndir sem aldrei sáu dagsins ljós. Saga til næsta bæjar Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Sumarið 2000 tóku Reykvíkingar í notkun nýjan útivistarstað, Ylströndina í Nauthólsvík. Það er manngert lón með gullnum skeljasandi þar sem kaldur sjór og heitt yfirfallsvatn úr miðlunartönkum hitaveitunnar á Öskjuhlíð blandast saman og myndar á hlýjum sumardögum ákjósanlegt baðstrandarhitastig. Opnun baðstrandarinnar var til marks um framfarir í skólphreinsimálum höfuðborgarsvæðisins, en 32 árum fyrr, árið 1968, hafði sundstaðnum í Nauthólsvík verið lokað vegna saurgerlamengunar í Fossvogi. Fyrir utan allra hlýjustu sumardaga var gamla ströndin í Nauthólsvík ekki nema fyrir hraustustu sundgarpa, enda sjórinn jökulkaldur. Bæjarstjórn Reykjavíkur hafði þó komið upp ágætis aðstöðu með aðfluttum ljósum sandi, sem komið var fyrir í skálum sem grafnar höfðu verið út fyrir sjóflugvélar sem áður lentu á voginum. Hugmyndin um Nauthólsvík sem miðstöð sjósundfólks var ekki ný af nálinni. Mikil sjósundsvakning átti sér stað í Reykjavík á fyrri hluta tuttugustu aldar og komu sundmenn sér upp sérstökum sundskála í Örfirisey í því skyni. Þegar umræður um byggingu sundhallar í Reykjavík hófust fyrir alvöru heyrðust þau sjónarmið að hlýjar laugar væru ef til vill góðar fyrir börn og gamalmenni, en fyrir hrausta fullorðna væri nauðsynlegt að útbúa eitt laugarker með köldum sjó einvörðungu. Aðstaðan í Örfirsey þótti um margt óhentug og snemma fóru sjógarpar að svipast um eftir öðrum vænlegum stöðum. Nauthólsvík kom fljótt til álita og þegar árið 1932 var samþykkt í bæjarstjórn að leitast eftir kaupum á henni með sjósundsaðstöðu í huga. Sá áhugi jókst enn frekar eftir að íþróttafélögin í Reykjavík ákváðu um miðjan fjórða áratuginn að reisa íþróttamiðstöð bæjarins við Fossvog, nokkurn veginn á þeim stað þar sem Háskólinn í Reykjavík stendur í dag. Gamli íþróttavöllurinn á Melunum var fyrir löngu orðinn of lítill og lélegur að mati íþróttamanna. Nýja íþróttasvæðið skyldi hafa að geyma félagsheimili fyrir knattspyrnufélögin fjögur (KR, Fram, Val og Víking) ásamt æfingavöllum. Þar yrði risavaxinn leikvangur með grasi, tennisvellir, kappreiðavöllur og vitaskuld sjósundsstaður. Íþróttabandalag Reykjavíkur festi kaup á landi í þessu skyni og hóf jarðvegsframkvæmdir. Hefði heimsstyrjöldin ekki brotist út með tilheyrandi raski, hersetu og gerð Reykjavíkurflugvallar má telja líklegt að aðalíþróttamiðstöð Reykjavíkur væri í dag við Nauthólsvík en ekki í Laugardal.Heitt vatn til sjávar Um það leyti sem íþróttamenn Reykjavíkur voru að undirbúa hið fyrirhugaða íþróttasvæði sitt, höfðu stjórnendur bæjarins tekið ákvörðun um að hitaveituvæða höfuðstaðinn. Hitaveitan frá Þvottalaugunum sem reist var árið 1930 til að sjá Landspítalanum, Austurbæjarskóla og Sundhöllinni fyrir heitu vatni var hugsuð sem hálfgert tilraunaverkefni. Þegar hún gaf góða raun lá beint við að leiða hita til allra bæjarbúa. Slík framkvæmd kallaði á miklu meira vatn en afla mátti með góðu móti á Laugarnessvæðinu miðað við bortækni þess tíma. Leita yrði til jarðhitasvæðanna í Mosfellssveit og leiða vatnið um langan veg til bæjarins. Gísli Halldórsson, verkfræðingur og frumkvöðull á sviði jarðvarmanýtingar á Íslandi, sá í hendi sér að hitaveita ofan úr Mosfellssveit myndi kalla á miðlunartanka nær miðbæ Reykjavíkur. Enginn staður væri rökréttari en Öskjuhlíðin, þar sem hún lægi hærra en byggðin í Reykjavík og því mætti nota hæðarmuninn til að koma vatninu í húsin í stað þess að setja upp mikinn dælubúnað. Gísli (sem ekki má rugla saman við alnafna hans, arkitektinn og borgarfulltrúann) sá líka í hendi sér að heitavatnsþörfin yrði minni að sumarlagi og því yrði hitaveitan aflögufær um umframvatn heitustu mánuði ársins. Tillaga Gísla, sem hann setti fram í blaðagrein seint á fjórða áratugnum, var því einföld: útbúa skyldi baðströnd í Nauthólsvík og veita í hana hitaveituvatni. Til að varðveita varmann sem best lagði hann til að komið yrði fyrir segldúk í sjónum umhverfis baðstaðinn til að draga úr straumum og draga úr kólnun. Hugmyndin að ylströndinni var því meira en 60 ára gömul þegar henni var loks hrint í framkvæmd. Framkvæmdum við hitaveituna úr Mosfellssveit lauk á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Verkið, sem upphaflega átti að vera hálfgerð atvinnubótavinna, fór því fram á einhverju mesta þensluskeiði Íslandssögunnar þegar nóg var af vinnu fyrir hernámsliðið sem gaf vel í aðra hönd. Það reyndist því dýrara en til stóð og því ekkert svigrúm til gæluverkefna eins og að útbúa upphitaða baðströnd, auk þess sem íþróttamenn höfðu mátt sjá á eftir svæðinu sínu undir herskálabyggð. Eftir stríðið átti Gísli þó eftir að dusta rykið af hugmynd sinni og kynna enn metnaðarfyllri útfærslu. Ef hún hefði orðið að veruleika, væri umhverfi Reykjavíkurtjarnar verulega frábrugðið því sem nú er.Túristaperla í Hljómskálagarði Tillaga Gísla frá árinu 1947 gekk í raun út á að útbúa risastóran sjóbaðsstað á landi. Hann lagði til að suðurendi Tjarnarinnar, sunnan Fríkirkjuvegar, yrði tekinn og allri botnleðju skafið í burtu. Þess í stað yrði komið fyrir skeljasandi á botninum og meðfram bökkunum. Í Tjörninni yrði svo blandað saman hitaveituvatni annars vegar en sjó úr Skerjafirði hins vegar til að mynda notalega baðströnd með 20 gráðu yfirborðshita að jafnaði. Umhverfis Tjörnina mætti koma fyrir rafmagnshitaofnum og lömpum til að orna baðgestum í svölum veðrum til að nýta mætti sundstaðinn sem lengst á árinu. Til að auka enn á sjónarspilið sá verkfræðingurinn fyrir sér kröftugan gosbrunn í miðri Tjörninni sem lýstur yrði upp með rafljósum í ýmsum litum. Gísli gerði ráð fyrir að aðalströndin yrði við Tjörnina vestanverða, neðan Bjarkargötu. Þar yrði jafnframt sturtuaðstaða auk fullkominnar baðaðstöðu með gufuböðum, leðjuböðum og ljósaböðum. Búningsaðstaða yrði í sérstöku baðhýsi við bakkann sem gæti jafnvel skagað út í Tjörnina þannig að hluti vatnsins yrði í innilaug. Í kringum hana yrði svo veitingaaðstaða með suðrænum gróðri og pálmasal. Áætlun Gísla gerði ráð fyrir að drjúgur hluti Reykvíkinga yrði fastagestir á baðströndinni í Tjörninni, en hann sá líka fyrir sér að svæðið hefði aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn. Reykjavíkurflugvöllur var um þær mundir miðstöð alþjóðaflugs og því augljóst talið að byggja þyrfti flughafnarhótel. Þar vildi Gísli slá tvær flugur í einu höggi og reisa í suðvesturhorni Hljómskálagarðsins „veglegasta hótel lýðveldisins! Úr stáli og gleri, í djörfum bogadregnum línum“. Hótelbyggingin skyldi skiptast í tvennt, með veitinga- og samkomusali í suðurendanum og gestaherbergi í norðurálmu. Húsið skyldi klætt með grænum kopar og ryðfríu stáli og lýst að innan og utan með flúresent ljósum. Til að standast samanburð við fínustu hótel vestan hafs og austan yrði svo að bjóða upp á póst- og símaafgreiðslu, rakarastofu, skófægingu, blaða- og bóksölu, bjórstofu og skrautlegan bar. Löngu áður en búið var að finna upp hugtakið „heilsársferðamennska“ sá Gísli fyrir sér túrisma allan ársins hring. „Hlýr vetrar-sjóbaðstaður á innri tjörninni! Dynjandi skautasvell á fremri tjörninni! Flugnapappír fyrir heimsferðalanga. Auglýsingaspjöldin á ferðaskrifstofunum og flughöfnunum úti um víða veröld myndu hrópa himinhátt: „Heimsækið Reykjavík“, „Skoðið hina undraverðu hveraborg norðurhvelsins!“ „Syndið undan norðurljósunum í hlýju radioaktivu vatni.“ Þótt hugmyndirnar hljómuðu reyfarakenndar var höfundinum full alvara. Hann vann býsna nákvæma kostnaðaráætlun um baðstrandarhluta tillagnanna og reyndi að meta tæknilegar hindranir, þar á meðal með mælingum á þykkt leirlaganna á botni Tjarnarinnar. Mat hans var að moka þyrfti burt 70 þúsund rúmmetrum af leir til að komast niður á fast. Tjörnin yrði þá þriggja metra djúp, svo setja þyrfti um hálfs metra þétt leirlag í staðinn og því næst um 30 sentimetra lag af ljósum sandi. Vatnsstreymið áætlaði Gísli að þyrfti að vera 70 sekúndulítrar af hitaveituvatni og 70 sekúndulítrar af sjó úr Skerjafirði. Lokað yrði milli norður- og suðurhluta Tjarnarinnar, en norðurhlutinn notaður sem frárennsli. Með þessu öra vatnsstreymi áleit verkfræðingurinn að baðstaðurinn gæti annað allt að 40 þúsund manns á sólarhring, að ekki væri þörf á að klórbæta vatnið og nægilegt væri að tæma laugarkerið tvisvar á ári til að þrífa það. Fátt bendir þó til að ráðamenn Reykjavíkur eða bæjarbúar hafi litið á tillögurnar sem annað en skemmtilegar skýjaborgir. Þær voru lauslega kynntar í dagblöðum en enduðu loks á skjalasöfnum sem enn eitt dæmið um hugmyndir sem aldrei sáu dagsins ljós.
Saga til næsta bæjar Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira