Stórkettirnir eru mættir Finnur Thorlacius skrifar 7. mars 2017 14:15 Jaguar F-Pace jeppinn er ógnarskemmtilegur bíll. BL er umboðsaðili Land Rover en systurfyrirtæki þess er Jaguar. Bílar Jaguar eru sveiptir ljóma enda hefur Jaguar í gegnum tíðina framleitt marga af fallegustu og athygliverðustu sportbílum heims. Nú er svo komið hjá hinu vaxandi fyrirtæki Jaguar að þar á bæ eru framleiddir bílar sem almenningur hefur efni á en ennþá er um mikla gæðabíla að ræða. Jaguar átti söluár í fyrra sem var með miklum ólíkindum því vöxturinn nam 77% og fór úr 84.000 bílum í 149.000. BL hefur nú slegið í klárinn og hafið innflutning fyrir alvöru á Jaguar bílum og komu nokkrir slíkir til landsins um daginn. Bílablaðamönnum var boðið að aka þeim í heilan dag um Suðvesturhornið. Það er hægt að bjóða í verri veislu en það, enda nutu þátttakendur dagsins til fullnustu. Fimm Jaguar bílar til taksTil taks voru Jaguar XE, Jaguar XF og þrjár útfærslur jeppans Jaguar F-Pace. Skiptust þátttakendur á að aka þessum bílum og voru eins og kóngar í eigin ríki. Allir bílarnir voru með dísilvélum. Fyrstan skal nefna Jaguar XE með 2,0 lítra og 180 hestafla vél. Þessi minnsti bíll Jaguar fæst frá 4.990.000 krónum og er hann því afar samkeppnisfær við helstu keppinauta sína, BMW 3, Audi A4 og Mercedes Benz C-Class. Flestir munu þó vissulega kaupa þennan bíl betur útbúinn en í grunnútfærslunni og margir með sjálfskiptingunni og jafnvel fjórhjóladrifnn. Jaguar XE reyndist ferlega skemmtilegur í akstri, bæði snarpur og lipur, enda er hann ekki nema 7,8 sekúndur í hundraðið. Í langkeyrslunni var hann eins og hugur manns og svo er hann mikill sparigrís og uppgefin eyðsla frá 3,8 lítrum og mengunartalan einnig lág, eða frá 99 g/CO2. Eiga þessar tölur við E-Performance útgáfu bílsins. XE er að miklu leiti smíðaður úr áli og því skýrir að hluta til góða aksturseiginleika hans og lága eyðslu. Þá skaðar ekki ógnarlítil 0,26 Cd loftmótsstaða hans.Stærri bróðinn af fólksbílunumStærri bróðir XE er XF en bíllinn sem var reyndur var með sömu 2,0 lítra dísilvélinni, 180 hestöfl. Hann er öllu stærri bíll og á helst samkeppnisbíla í lúxusflokki í formi BMW 5, Audi A6 og Mercedes Benz E-Class. XF er nú af annarri kynslóð og hann hefur lést um hvorki meira né minna en 190 kíló og er 110 kílóum léttari en BMW 520d og 80 kílóum léttari en Audi A6 2,0 TDI. Það er eins með þennan bíl og XE, hann er smíðaður að miklu leiti úr áli. Akstur hans er keimlíkur XE, afar léttleikandi og fimlegur en það er einhvernveginn meiri tignarleiki og það finnst fyrir því að hann er stærri og virðulegri bíll. Jaguar XF er líka sparibaukur með þessa annars öfluga dísilvél, en uppgefin eyðsla er 4,0 lítrar, mengunin 109 g/km og loftmótsstaðan er líka 0,26 Cd. Jaguar XF má fá með stærri vélum sem eru allt að 380 hestöfl og þá er bíllinn rétt rúmar 5 sekúndur í hundraðið. Jaguar XE má líka fá í mikilli kraftaútgáfu, 340 hestöfl og er hann enn sneggri en kraftaútgáfa XF. Jaguar XF kostar frá 5.790.000 kr.Frábær F-Pace jeppiMesta upplifunin var fólgin í að prófa nýja jeppa Jaguar, F-Pace. Þar fer alveg frábær bíll með stærri 3,0 lítra dísilvél með öskrandi 300 hestöfl til taks og tröllslegt 700 Nm tog. Undirritaður minnist þess ekki að hafa reynt bíl með 3,0 lítra dísilvél með öðru eins afli og þessi sturtar út. Þarna fer ógnarskemmtilegur og öflugur bíll sem jafnvel enn meiri unaður er að aka en fólksbílunum, enda nokkru dýrari. Hann er litlar 6,2 sekúndur í hundraðið, hámarkshraðinn 241 km og eyðslan er uppgefin 6,0 lítrar. Jaguar hefur tekist, eins og með fólksbílana að gera þennan stóra bíl furðu léttan, eða 1.665 kg með mikilli álnotkun og það er honum til tekna í akstri, sem er einkar sportlegur. F-Pace er t.d. 160 kg léttari en sú kynslóð Audi Q5 sem er nú að renna sitt skeið. Helsu samkeppnisbílar F-Pace eru BMW X4, Audi Q6 sem von er á á næsta ári og Porsche Macan. F-Pace er með 650 lítra flutningsrými, því stærsta í sínum flokki. Jaguar F-Type kostar frá 7.790.000 en þá með 2,0 lítra dísilvélinni.Jaguar XE er minnsti bíll Jaguar.Jaguar XF er stærri bróðir XE.Jaguar XE, Jaguar F-Type og Jaguar XF og allir fallegir bílar. Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent
BL er umboðsaðili Land Rover en systurfyrirtæki þess er Jaguar. Bílar Jaguar eru sveiptir ljóma enda hefur Jaguar í gegnum tíðina framleitt marga af fallegustu og athygliverðustu sportbílum heims. Nú er svo komið hjá hinu vaxandi fyrirtæki Jaguar að þar á bæ eru framleiddir bílar sem almenningur hefur efni á en ennþá er um mikla gæðabíla að ræða. Jaguar átti söluár í fyrra sem var með miklum ólíkindum því vöxturinn nam 77% og fór úr 84.000 bílum í 149.000. BL hefur nú slegið í klárinn og hafið innflutning fyrir alvöru á Jaguar bílum og komu nokkrir slíkir til landsins um daginn. Bílablaðamönnum var boðið að aka þeim í heilan dag um Suðvesturhornið. Það er hægt að bjóða í verri veislu en það, enda nutu þátttakendur dagsins til fullnustu. Fimm Jaguar bílar til taksTil taks voru Jaguar XE, Jaguar XF og þrjár útfærslur jeppans Jaguar F-Pace. Skiptust þátttakendur á að aka þessum bílum og voru eins og kóngar í eigin ríki. Allir bílarnir voru með dísilvélum. Fyrstan skal nefna Jaguar XE með 2,0 lítra og 180 hestafla vél. Þessi minnsti bíll Jaguar fæst frá 4.990.000 krónum og er hann því afar samkeppnisfær við helstu keppinauta sína, BMW 3, Audi A4 og Mercedes Benz C-Class. Flestir munu þó vissulega kaupa þennan bíl betur útbúinn en í grunnútfærslunni og margir með sjálfskiptingunni og jafnvel fjórhjóladrifnn. Jaguar XE reyndist ferlega skemmtilegur í akstri, bæði snarpur og lipur, enda er hann ekki nema 7,8 sekúndur í hundraðið. Í langkeyrslunni var hann eins og hugur manns og svo er hann mikill sparigrís og uppgefin eyðsla frá 3,8 lítrum og mengunartalan einnig lág, eða frá 99 g/CO2. Eiga þessar tölur við E-Performance útgáfu bílsins. XE er að miklu leiti smíðaður úr áli og því skýrir að hluta til góða aksturseiginleika hans og lága eyðslu. Þá skaðar ekki ógnarlítil 0,26 Cd loftmótsstaða hans.Stærri bróðinn af fólksbílunumStærri bróðir XE er XF en bíllinn sem var reyndur var með sömu 2,0 lítra dísilvélinni, 180 hestöfl. Hann er öllu stærri bíll og á helst samkeppnisbíla í lúxusflokki í formi BMW 5, Audi A6 og Mercedes Benz E-Class. XF er nú af annarri kynslóð og hann hefur lést um hvorki meira né minna en 190 kíló og er 110 kílóum léttari en BMW 520d og 80 kílóum léttari en Audi A6 2,0 TDI. Það er eins með þennan bíl og XE, hann er smíðaður að miklu leiti úr áli. Akstur hans er keimlíkur XE, afar léttleikandi og fimlegur en það er einhvernveginn meiri tignarleiki og það finnst fyrir því að hann er stærri og virðulegri bíll. Jaguar XF er líka sparibaukur með þessa annars öfluga dísilvél, en uppgefin eyðsla er 4,0 lítrar, mengunin 109 g/km og loftmótsstaðan er líka 0,26 Cd. Jaguar XF má fá með stærri vélum sem eru allt að 380 hestöfl og þá er bíllinn rétt rúmar 5 sekúndur í hundraðið. Jaguar XE má líka fá í mikilli kraftaútgáfu, 340 hestöfl og er hann enn sneggri en kraftaútgáfa XF. Jaguar XF kostar frá 5.790.000 kr.Frábær F-Pace jeppiMesta upplifunin var fólgin í að prófa nýja jeppa Jaguar, F-Pace. Þar fer alveg frábær bíll með stærri 3,0 lítra dísilvél með öskrandi 300 hestöfl til taks og tröllslegt 700 Nm tog. Undirritaður minnist þess ekki að hafa reynt bíl með 3,0 lítra dísilvél með öðru eins afli og þessi sturtar út. Þarna fer ógnarskemmtilegur og öflugur bíll sem jafnvel enn meiri unaður er að aka en fólksbílunum, enda nokkru dýrari. Hann er litlar 6,2 sekúndur í hundraðið, hámarkshraðinn 241 km og eyðslan er uppgefin 6,0 lítrar. Jaguar hefur tekist, eins og með fólksbílana að gera þennan stóra bíl furðu léttan, eða 1.665 kg með mikilli álnotkun og það er honum til tekna í akstri, sem er einkar sportlegur. F-Pace er t.d. 160 kg léttari en sú kynslóð Audi Q5 sem er nú að renna sitt skeið. Helsu samkeppnisbílar F-Pace eru BMW X4, Audi Q6 sem von er á á næsta ári og Porsche Macan. F-Pace er með 650 lítra flutningsrými, því stærsta í sínum flokki. Jaguar F-Type kostar frá 7.790.000 en þá með 2,0 lítra dísilvélinni.Jaguar XE er minnsti bíll Jaguar.Jaguar XF er stærri bróðir XE.Jaguar XE, Jaguar F-Type og Jaguar XF og allir fallegir bílar.
Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent