Lífið

Heyrðu nýjasta lag HAM sem er óður til Vestur Berlínar

Birgir Olgeirsson skrifar
HAM-meðlimir vonast til að næsta plata komi út í maí.
HAM-meðlimir vonast til að næsta plata komi út í maí.
Þungarokkssveitin HAM hefur sent frá sér nýtt lag sem nefnist Vestur Berlín. Lagið verður á væntanlegri breiðskífu sveitarinnar sem vonir standa til að verði gefin út í maí næstkomandi.

HAM sendi síðast frá sér plötuna Svik, Harmur og Dauði fyrir sex árum síðar.

Flosi Þorgeirsson, annar af gítarleikurum HAM, segir lagið Vestur Berlín vera óð til þeirrar gömlu borgar sem ekki er lengur til. „Hún var voða sérstök eins og þarf varla að útskýra, í sögulegu og samfélagslegu tilliti. Ég náði persónulega ekki að komast þangað en þeir sem það gerðu sögðu það afar sérstakt. Þarna var mikil gróska í undirheimum tónlistarinnar, jaðar tónlistinni.“

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra er söngvari HAM en Flosi Þorgeirsson segir það krefjandi að reyna að gefa út plötu verandi í hljómsveit með ráðherra sem er önnum kafinn. 

„Við erum reyndar allir uppteknir en það er erfitt að fá ráðherra á æfingar. En hann er skipulagður og gerir sitt besta. Svo er spurning hversu kúl það er að vera með ráðherra í hljómsveit, það fer kannski eftir því hvaða ráðherra það er.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×