Viðskipti innlent

Svipmynd Markaðarins: Fær útrás í Beyoncé dansi í Kramhúsinu

Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino's á Íslandi.
Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino's á Íslandi. Vísir/Anton Brink
Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino’s, hefur starfað hjá fyrirtækinu í um þrjú ár. Hún er 26 ára gömul, uppalin í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands. Þaðan lá leiðin í viðskiptafræði í Háskóla Íslands. Anna er í sambúð með Sverri Fal Björnssyni, verkefnastjóra hjá WOW air, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.

Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári?

Árið 2017 hefur verið ansi viðburðaríkt þó það sé ekki mikið búið af því. Ég kom sjálfri mér á óvart þegar ég keypti mér skipulagsbók sem ég hef í raun skrifað í og notað mjög mikið. Það kom mér líka á óvart að Ranieri var rekinn frá Leicester City.

Hvaða app notarðu mest?

Ég nota Instagram, Twitter og Snap­chat mjög mikið þar sem ég set sjálf inn efni. Síðan hefur appið Clue reynst mér mjög vel ásamt Podcast og Spot­ify. Uppáhaldsappið er samt að sjálfsögðu Domino’s-appið.

Hvað gerir þú í frístundum þínum?

Ég er mjög virk í félagslífinu og ver miklum tíma með vinum og kærasta. Mér finnst mjög gaman að elda og fá fólk í mat ásamt því að ferðast.

Hvernig heldur þú þér í formi? Ég æfi fjórum sinnum í viku í hópaþjálfun hjá Birki Vagni í World Class, einu sinni í viku fæ ég síðan útrás í Beyoncé dansi í Kramhúsinu. Þess á milli hleyp ég og fer í þoltíma eins og til dæmis spinning.

Hvernig tónlist hlustar þú á?

Það fer allt eftir skapi. Allt frá hiphopi til power-ballaða.

Ertu í þínu draumastarfi?

Starfið mitt er mjög fjölbreytilegt frá degi til dags og einn hluti af starfinu felst í því að smakka pitsur. Ég held að það sé erfitt að toppa það!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×