Lífið

Héldum að sérvitrar konur væru göldróttar og að best væri að kveikja í þeim

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nú er Mottumars farinn af stað og má eflaust búast við því að karlmenn um allt land byrji nú að safna yfirvaraskeggi, eða mottu.

Forsvarsmenn Mottumars settu nýja auglýsingu í loftið í gær og er hún gerð í samvinnu við auglýsingastofuna Brandenburg og Republik Film Productions.

Auglýsingin fjallar um þá hluti sem við Íslendingar töldum að væri heilagur sannleikur á sínum tíma. Einu sinni héldu til að mynda margir að jörðin væri flöt, að sérvitrar konur væri göldróttar og að líklega væri best að drekkja þeim eða kveikja í þeim.

Einnig héldu Íslendingar að allur matur væri betri í hlaupi. Við héldum að öpum liði ljómandi vel í Hveragerði og við ókum ruslinu okkar rétt út fyrir bæjarmörkum. Markmið auglýsingarinnar er að varpa ljósi á að núna vitum við betur. Samt nota Íslendingar ennþá tóbak.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×