Lygileg björgun Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2017 11:41 Þetta magnaða myndskeið náðist af flutningabíl í S-Kóreu um daginn. Með hreinum ólíkindum er að bíllinn skuli ekki velta en hann er lengi vel bara á tveimur hjólum og þarf ekki að halla nema eina gráðu til viðbótar til að fara á hliðina. Hvort að hæfileikar bílstjórans eiga einhvern þátt í að allt fór vel skal ósagt látið en ef til vill eiga tilviljun og heppni stærri þátt. Víst má þó vera að örlítið hræddur bílstjóri hafi setið undir stýri eftir þessar óvenjulegu æfingar. Hann virðist í upphafi gera þau mistök að fara of hratt og nálægt næsta bíl og neyðist því til að bremsa. Við það læsast afturhjólin og bíllinn snýst á veginum og hefst þá dansinn. Einnig er magnað að sjá hvernig fólksbíll, sem um tíma er undir veltandi flutningabílnum kemst framúr honum óskaðaður. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent
Þetta magnaða myndskeið náðist af flutningabíl í S-Kóreu um daginn. Með hreinum ólíkindum er að bíllinn skuli ekki velta en hann er lengi vel bara á tveimur hjólum og þarf ekki að halla nema eina gráðu til viðbótar til að fara á hliðina. Hvort að hæfileikar bílstjórans eiga einhvern þátt í að allt fór vel skal ósagt látið en ef til vill eiga tilviljun og heppni stærri þátt. Víst má þó vera að örlítið hræddur bílstjóri hafi setið undir stýri eftir þessar óvenjulegu æfingar. Hann virðist í upphafi gera þau mistök að fara of hratt og nálægt næsta bíl og neyðist því til að bremsa. Við það læsast afturhjólin og bíllinn snýst á veginum og hefst þá dansinn. Einnig er magnað að sjá hvernig fólksbíll, sem um tíma er undir veltandi flutningabílnum kemst framúr honum óskaðaður.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent