Prius með sólarrafhlöður á toppnum Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2017 10:03 Sólarrafhlöðurnar þekja allt þak bílsins. Panasonic hefur þróað sólarsellu sem nær yfir allt þak nýs Toyota Prius Plug-In-Hybrid bílsins og fer þar mun öflugri sólarsella en Panasonic hafði áður þróað fyrir bíla. Sellan er fær um að framleiða 180 wött af rafmagni og dugar afl hennar auðveldlega til að sjá bílnum fyrir því rafmagni sem notað er, utan drifrásarinnar sjálfrar. Þó hjálpar hún til að fylla á rafhlöðururnar fyrir drifrásina ef ekki mikil önnur rafmagnsnotkun er í gangi. Sólarsellan getur bætt við 6 km drægni bílsins og sólarsellan hleður inn rafmagni hvort sem bíllinn er á ferð eða er kjurr. Panasonic er þessa dagana einnig að byggja risarafhlöðuverksmiðju með Tesla og samstarf fyrirtækjanna liggur einnig í þróun sólarsella fyrir Tesla bíla og hjálpar yfirtaka Tesla á SolarCity fyrirtækinu vafalaust til með þá þróun. Í nóvember viðraði Elon Musk þá hugmynd að útbúa nýja Model 3 bílinn með sólarsellu, en ekkert hefur verið fullyrt um hvort hann verði þannig búinn, enda gæti það hækkað verð bílsins umfram fyrri yfirlýsingar. Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent
Panasonic hefur þróað sólarsellu sem nær yfir allt þak nýs Toyota Prius Plug-In-Hybrid bílsins og fer þar mun öflugri sólarsella en Panasonic hafði áður þróað fyrir bíla. Sellan er fær um að framleiða 180 wött af rafmagni og dugar afl hennar auðveldlega til að sjá bílnum fyrir því rafmagni sem notað er, utan drifrásarinnar sjálfrar. Þó hjálpar hún til að fylla á rafhlöðururnar fyrir drifrásina ef ekki mikil önnur rafmagnsnotkun er í gangi. Sólarsellan getur bætt við 6 km drægni bílsins og sólarsellan hleður inn rafmagni hvort sem bíllinn er á ferð eða er kjurr. Panasonic er þessa dagana einnig að byggja risarafhlöðuverksmiðju með Tesla og samstarf fyrirtækjanna liggur einnig í þróun sólarsella fyrir Tesla bíla og hjálpar yfirtaka Tesla á SolarCity fyrirtækinu vafalaust til með þá þróun. Í nóvember viðraði Elon Musk þá hugmynd að útbúa nýja Model 3 bílinn með sólarsellu, en ekkert hefur verið fullyrt um hvort hann verði þannig búinn, enda gæti það hækkað verð bílsins umfram fyrri yfirlýsingar.
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent