Tengja tölvuleiki við kvenfyrirlitningu Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2017 22:16 Rannsóknin náði til 13.520 franskra tölvuspilara á aldrinum ellefu til nítján ára Vísir/GETTY Því meiri tíma sem táningar verja í að spila tölvuleiki, því líklegri eru þeir til að sýna kvenfyrirlitningu. Þetta er niðurstaða rannsóknar þar sem viðhorf 13.520 franskra tölvuspilara á aldrinum ellefu til nítján ára gagnvart konum og staðalímyndum voru könnuð. Niðurstöðurnar voru birtar í Frontiers in Psychology í dag. Nærri því jafn margar stúlkur tóku þátt í könnuninni og drengir, 49 prósent á móti 51, en niðurstöðurnar sýna að drengirnir voru líklegri til að sýna kvenfyrirlitningu. Í samtali við AFP fréttaveituna segir einn af forsvarsmönnum rannsóknarinnar að konur séu oftast fórnarlömb staðalímyndunar séu karlar ekki undanþegnir. Laurent Begue segir konur að jafnaði ekki fá jafn mikið pláss og karlar í vinsælum tölvuleikjum. Þær séu oftar en ekki í aukahlutverki, þurfi á hjálp að halda eða séu hlutgerðar.Begue tekur þó fram að þrátt fyrir tölfræðilega tengingu á milli tölvuleikjaspilunar og kvenhaturs, séu áhrif tölvuleikja á viðhorf ungmenna takmörkuð. Til dæmis sé sterkara samband á milli trúrækni og kvenhaturs. Hann segir þó að sjónvarp virðist hafa minni áhrif á ungmenni en tölvuleikir. Sérfræðingar hafa lengi deilt um hvort að spilun ofbeldisfullra leikja ýti undir ofbeldi ungmenna og gera það enn. Leikjavísir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Því meiri tíma sem táningar verja í að spila tölvuleiki, því líklegri eru þeir til að sýna kvenfyrirlitningu. Þetta er niðurstaða rannsóknar þar sem viðhorf 13.520 franskra tölvuspilara á aldrinum ellefu til nítján ára gagnvart konum og staðalímyndum voru könnuð. Niðurstöðurnar voru birtar í Frontiers in Psychology í dag. Nærri því jafn margar stúlkur tóku þátt í könnuninni og drengir, 49 prósent á móti 51, en niðurstöðurnar sýna að drengirnir voru líklegri til að sýna kvenfyrirlitningu. Í samtali við AFP fréttaveituna segir einn af forsvarsmönnum rannsóknarinnar að konur séu oftast fórnarlömb staðalímyndunar séu karlar ekki undanþegnir. Laurent Begue segir konur að jafnaði ekki fá jafn mikið pláss og karlar í vinsælum tölvuleikjum. Þær séu oftar en ekki í aukahlutverki, þurfi á hjálp að halda eða séu hlutgerðar.Begue tekur þó fram að þrátt fyrir tölfræðilega tengingu á milli tölvuleikjaspilunar og kvenhaturs, séu áhrif tölvuleikja á viðhorf ungmenna takmörkuð. Til dæmis sé sterkara samband á milli trúrækni og kvenhaturs. Hann segir þó að sjónvarp virðist hafa minni áhrif á ungmenni en tölvuleikir. Sérfræðingar hafa lengi deilt um hvort að spilun ofbeldisfullra leikja ýti undir ofbeldi ungmenna og gera það enn.
Leikjavísir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira