Tengja tölvuleiki við kvenfyrirlitningu Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2017 22:16 Rannsóknin náði til 13.520 franskra tölvuspilara á aldrinum ellefu til nítján ára Vísir/GETTY Því meiri tíma sem táningar verja í að spila tölvuleiki, því líklegri eru þeir til að sýna kvenfyrirlitningu. Þetta er niðurstaða rannsóknar þar sem viðhorf 13.520 franskra tölvuspilara á aldrinum ellefu til nítján ára gagnvart konum og staðalímyndum voru könnuð. Niðurstöðurnar voru birtar í Frontiers in Psychology í dag. Nærri því jafn margar stúlkur tóku þátt í könnuninni og drengir, 49 prósent á móti 51, en niðurstöðurnar sýna að drengirnir voru líklegri til að sýna kvenfyrirlitningu. Í samtali við AFP fréttaveituna segir einn af forsvarsmönnum rannsóknarinnar að konur séu oftast fórnarlömb staðalímyndunar séu karlar ekki undanþegnir. Laurent Begue segir konur að jafnaði ekki fá jafn mikið pláss og karlar í vinsælum tölvuleikjum. Þær séu oftar en ekki í aukahlutverki, þurfi á hjálp að halda eða séu hlutgerðar.Begue tekur þó fram að þrátt fyrir tölfræðilega tengingu á milli tölvuleikjaspilunar og kvenhaturs, séu áhrif tölvuleikja á viðhorf ungmenna takmörkuð. Til dæmis sé sterkara samband á milli trúrækni og kvenhaturs. Hann segir þó að sjónvarp virðist hafa minni áhrif á ungmenni en tölvuleikir. Sérfræðingar hafa lengi deilt um hvort að spilun ofbeldisfullra leikja ýti undir ofbeldi ungmenna og gera það enn. Leikjavísir Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Því meiri tíma sem táningar verja í að spila tölvuleiki, því líklegri eru þeir til að sýna kvenfyrirlitningu. Þetta er niðurstaða rannsóknar þar sem viðhorf 13.520 franskra tölvuspilara á aldrinum ellefu til nítján ára gagnvart konum og staðalímyndum voru könnuð. Niðurstöðurnar voru birtar í Frontiers in Psychology í dag. Nærri því jafn margar stúlkur tóku þátt í könnuninni og drengir, 49 prósent á móti 51, en niðurstöðurnar sýna að drengirnir voru líklegri til að sýna kvenfyrirlitningu. Í samtali við AFP fréttaveituna segir einn af forsvarsmönnum rannsóknarinnar að konur séu oftast fórnarlömb staðalímyndunar séu karlar ekki undanþegnir. Laurent Begue segir konur að jafnaði ekki fá jafn mikið pláss og karlar í vinsælum tölvuleikjum. Þær séu oftar en ekki í aukahlutverki, þurfi á hjálp að halda eða séu hlutgerðar.Begue tekur þó fram að þrátt fyrir tölfræðilega tengingu á milli tölvuleikjaspilunar og kvenhaturs, séu áhrif tölvuleikja á viðhorf ungmenna takmörkuð. Til dæmis sé sterkara samband á milli trúrækni og kvenhaturs. Hann segir þó að sjónvarp virðist hafa minni áhrif á ungmenni en tölvuleikir. Sérfræðingar hafa lengi deilt um hvort að spilun ofbeldisfullra leikja ýti undir ofbeldi ungmenna og gera það enn.
Leikjavísir Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira