Erfðamengi og erting þagnarinnar Sigríður Jónsdóttir skrifar 18. mars 2017 10:30 Leikhópurinn Sómi þjóðar, frumsýndi verkið Þúsund ára þögn í Mengi síðastliðið miðvikudagskvöld. Mynd/Steve Lorenz Sviðslistahópurinn Sómi þjóðar snýr aftur á rannsóknarstofu leiksviðsins, ekki með látum heldur í hljóði. Á síðasta leikári stóð hópurinn að hinum vel heppnaða gríska þátttökuharmleik Láttu bara eins og ég sé ekki hérna þar sem sjálfsmynd okkar í eftirlitssamfélaginu var undir smásjánni. Nú beinir hópurinn sjónum sínum að þögninni og sannar í eitt skipti fyrir öll að Sómi þjóðar er listrænt afl í íslensku menningarlífi sem vert er að fylgjast vel með. Mengi hefur fyrir löngu sannað að rými af þessu tagi eru bráðnauðsynleg fyrir listasamfélagið. Þarna gefst sjálfstæðu listafólki úr öllum áttum að gera tilraunir, mistakast og vaxa í listsköpun sinni. Litla hvíta sýningarrýmið er kannski ekki sérlega hentugt fyrir sjónlínu áhorfenda en þröngt mega sáttir sitja. Hilmir Jensson, Karl Ágúst Þorbergsson, Kolbeinn Arinbjörnsson og Tryggvi nálgast Þúsund ára þögn sem rannsóknarverkefni en niðurstöðurnar skipta ekki máli heldur tilraunirnar og ósvöruðu spurningarnar sem sitja eftir að sýningu lokinni. Í fábrotinni og einfaldri sviðsmynd bregða þeir upp mismunandi leikbrotum tengdum rannsóknarefni sínu. Þeir eru þöglir, ræskja sig, hella upp á kaffi og varpa upp ljósmyndum úr fortíðinni. Hið athyglisverða við þessa tilraunasýningu er að þeir eru ekki að rembast við að finna upp hjólið heldur treysta áhorfendunum til þess að fylla í eyðurnar. Þetta verk er ekki um þá í listinni heldur um hvernig hægt er að nota listina til þess að finna nýja fleti á sjálfum sér. Sýningin er samsuða af persónulegum sögum, tónlist og auðvitað mismunandi útgáfum af þögninni, hvað ástandið getur þýtt og hvernig hún hefur áhrif á mannfólkið. Aftur á móti taka þeir sjálfa sig aldrei of alvarlega og er ræða Kolbeins í hlutverki föður sem er að reyna að ropa út úr sér hvað honum þykir vænt um son sinn bæði kostuleg og sönn. Samvinna þeirra er afslöppuð og yfirveguð, áhorfendur geta treyst því að þeir séu í góðum höndum en eru krafðir um að leita innra með sér að svörum. Framvindan byggist ekki á ferðalagi með byrjunarpunkti og leiðarlokum heldur samanstendur af dæmisögum um áhrifamátt þagnarinnar bæði andlega og líkamlega. Þögnin hefur mismunandi áferð, blæbrigði og stemningu eftir samhengi. Sómi þjóðar gerir enga tilraun til að sýna okkur allar mögulegar útgáfur, slíkt væri auðvitað ómögulegt. Þess í stað gefa þeir áhorfendum rými til þess að skoða sig sjálfa og samfélagið út frá þessari þúsund ára þögn þjóðar.Niðurstaða: Sómi þjóðar markar sér stöðu sem forystusveit í sviðslistatilraunum. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Sviðslistahópurinn Sómi þjóðar snýr aftur á rannsóknarstofu leiksviðsins, ekki með látum heldur í hljóði. Á síðasta leikári stóð hópurinn að hinum vel heppnaða gríska þátttökuharmleik Láttu bara eins og ég sé ekki hérna þar sem sjálfsmynd okkar í eftirlitssamfélaginu var undir smásjánni. Nú beinir hópurinn sjónum sínum að þögninni og sannar í eitt skipti fyrir öll að Sómi þjóðar er listrænt afl í íslensku menningarlífi sem vert er að fylgjast vel með. Mengi hefur fyrir löngu sannað að rými af þessu tagi eru bráðnauðsynleg fyrir listasamfélagið. Þarna gefst sjálfstæðu listafólki úr öllum áttum að gera tilraunir, mistakast og vaxa í listsköpun sinni. Litla hvíta sýningarrýmið er kannski ekki sérlega hentugt fyrir sjónlínu áhorfenda en þröngt mega sáttir sitja. Hilmir Jensson, Karl Ágúst Þorbergsson, Kolbeinn Arinbjörnsson og Tryggvi nálgast Þúsund ára þögn sem rannsóknarverkefni en niðurstöðurnar skipta ekki máli heldur tilraunirnar og ósvöruðu spurningarnar sem sitja eftir að sýningu lokinni. Í fábrotinni og einfaldri sviðsmynd bregða þeir upp mismunandi leikbrotum tengdum rannsóknarefni sínu. Þeir eru þöglir, ræskja sig, hella upp á kaffi og varpa upp ljósmyndum úr fortíðinni. Hið athyglisverða við þessa tilraunasýningu er að þeir eru ekki að rembast við að finna upp hjólið heldur treysta áhorfendunum til þess að fylla í eyðurnar. Þetta verk er ekki um þá í listinni heldur um hvernig hægt er að nota listina til þess að finna nýja fleti á sjálfum sér. Sýningin er samsuða af persónulegum sögum, tónlist og auðvitað mismunandi útgáfum af þögninni, hvað ástandið getur þýtt og hvernig hún hefur áhrif á mannfólkið. Aftur á móti taka þeir sjálfa sig aldrei of alvarlega og er ræða Kolbeins í hlutverki föður sem er að reyna að ropa út úr sér hvað honum þykir vænt um son sinn bæði kostuleg og sönn. Samvinna þeirra er afslöppuð og yfirveguð, áhorfendur geta treyst því að þeir séu í góðum höndum en eru krafðir um að leita innra með sér að svörum. Framvindan byggist ekki á ferðalagi með byrjunarpunkti og leiðarlokum heldur samanstendur af dæmisögum um áhrifamátt þagnarinnar bæði andlega og líkamlega. Þögnin hefur mismunandi áferð, blæbrigði og stemningu eftir samhengi. Sómi þjóðar gerir enga tilraun til að sýna okkur allar mögulegar útgáfur, slíkt væri auðvitað ómögulegt. Þess í stað gefa þeir áhorfendum rými til þess að skoða sig sjálfa og samfélagið út frá þessari þúsund ára þögn þjóðar.Niðurstaða: Sómi þjóðar markar sér stöðu sem forystusveit í sviðslistatilraunum.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira