Subaru ekur bobsleðabraut 17. mars 2017 16:26 Það er ýmislegt sem djörfum ökumönnum dettur í hug en fæstum hefur dottið í hug að aka niður bobsleðabraut, ja fyrr en nú. Það var ökumaðurinn Mark Higgins sem tók að sér þetta fífldjarfa verkefni í bobsleðabrautinni í St. Mauritz og ekkert minna en Subaru WRX STI dugði til verksins. Undir hann voru sett tiltölulega mjó dekk með gríðarstórum nöglum og ekki veitti víst af. Hliðarspeglarnir á bílnum voru teknir af en ekkert pláss var fyrir þá á þröngri brautinni og á leiðinni niður kastaðist Subaruinn hressilega til og væntanlega skaddaðist talsvert á leiðinni, þó það fylgi ekki sögunni né myndskeiðinu hér að ofan. Higgins var vel varinn inní bílnum og ýmiss aukinn öryggisbúnaður var settur í bílinn til að vernda ökumanninn ef illa færi. Í mesta hliðarhalla brautarinnar er bíllinn með aðra hliðina upp en hina niður og þannig varð Higgins stundum að aka brautina á hlið. Hliðarnar eru raunverulega 90 gráðu brattar. Sjón er sögu ríkari, en þetta tókst. Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent
Það er ýmislegt sem djörfum ökumönnum dettur í hug en fæstum hefur dottið í hug að aka niður bobsleðabraut, ja fyrr en nú. Það var ökumaðurinn Mark Higgins sem tók að sér þetta fífldjarfa verkefni í bobsleðabrautinni í St. Mauritz og ekkert minna en Subaru WRX STI dugði til verksins. Undir hann voru sett tiltölulega mjó dekk með gríðarstórum nöglum og ekki veitti víst af. Hliðarspeglarnir á bílnum voru teknir af en ekkert pláss var fyrir þá á þröngri brautinni og á leiðinni niður kastaðist Subaruinn hressilega til og væntanlega skaddaðist talsvert á leiðinni, þó það fylgi ekki sögunni né myndskeiðinu hér að ofan. Higgins var vel varinn inní bílnum og ýmiss aukinn öryggisbúnaður var settur í bílinn til að vernda ökumanninn ef illa færi. Í mesta hliðarhalla brautarinnar er bíllinn með aðra hliðina upp en hina niður og þannig varð Higgins stundum að aka brautina á hlið. Hliðarnar eru raunverulega 90 gráðu brattar. Sjón er sögu ríkari, en þetta tókst.
Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent