Snilldar farartæki Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2017 13:35 Þessi SkyRunner buggy bíll er frábrugðinn öðrum buggy bílum á þann hátt að hann getur líka flogið. Hann er með skrúfuspaða að aftan og svifvæng sem hýfir þenna létta bíl á loft þegar hann nær um 60 km hraða. Fyrir vikið eru þessu farartæki flestir vegir færir því ef hann kemst það ekki á hjólunum er bara svifið yfir. Meiningin með smíði þessa farartækis var að höfða til ævintýramennsku efnaðra kaupenda, en það var svo alveg óvæntur og nýr kaupendahópur sem hefur mikinn áhuga á kaupum á SkyRunner. Það eru bændur í Bandaríkjunum sem eiga landmikil býli og vilja vakta það á sem einfaldastan hátt. Þessi lausn er miklu ódýrari en að fara um svo stór svæði á þyrlum. Á hjólunum er þessi bíll mjög hraðskreiður og er hámarkshraðinn 185 km/klst. Hann er einnig sprækur úr sporunum og kemst í 100 km hraða á 4 sekúndum. Hraði bílsins á flugi er allt að 90 km/klst og getur hann komist þannig 200 kílómetra vegalengd. Öll þessi dýrð er þó ekki ókeypis því söluverð SkyRunner er 119.000 dollarar, eða um 13 milljónir króna. Hafa skal þó í huga að vandað er vel til smíðinnar og til dæmis er yfirbyggingin úr koltrefjum til að halda vigtinni niðri. Á myndskeiðinu hér að ofan má sjá virkni þessa bráðsnjalla faratækis og útskýringar framleiðanda hans.Yfirbyggingin er úr koltrefjum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent
Þessi SkyRunner buggy bíll er frábrugðinn öðrum buggy bílum á þann hátt að hann getur líka flogið. Hann er með skrúfuspaða að aftan og svifvæng sem hýfir þenna létta bíl á loft þegar hann nær um 60 km hraða. Fyrir vikið eru þessu farartæki flestir vegir færir því ef hann kemst það ekki á hjólunum er bara svifið yfir. Meiningin með smíði þessa farartækis var að höfða til ævintýramennsku efnaðra kaupenda, en það var svo alveg óvæntur og nýr kaupendahópur sem hefur mikinn áhuga á kaupum á SkyRunner. Það eru bændur í Bandaríkjunum sem eiga landmikil býli og vilja vakta það á sem einfaldastan hátt. Þessi lausn er miklu ódýrari en að fara um svo stór svæði á þyrlum. Á hjólunum er þessi bíll mjög hraðskreiður og er hámarkshraðinn 185 km/klst. Hann er einnig sprækur úr sporunum og kemst í 100 km hraða á 4 sekúndum. Hraði bílsins á flugi er allt að 90 km/klst og getur hann komist þannig 200 kílómetra vegalengd. Öll þessi dýrð er þó ekki ókeypis því söluverð SkyRunner er 119.000 dollarar, eða um 13 milljónir króna. Hafa skal þó í huga að vandað er vel til smíðinnar og til dæmis er yfirbyggingin úr koltrefjum til að halda vigtinni niðri. Á myndskeiðinu hér að ofan má sjá virkni þessa bráðsnjalla faratækis og útskýringar framleiðanda hans.Yfirbyggingin er úr koltrefjum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent