Lexus bestir í þjónustunni hjá J.D. Power Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2017 09:36 Lexus RX jeppinn. J.D. Power hefur birt árlegan lista yfir þá lúxusbílaframleiðendur sem standa sig best í þjónustu við eigendur bíla þeirra, 5 ára og yngri. Í mælingu J.D. Power eru bíleigendur spurðir út í ánægju þeirra með þjónustu umboðs- og þjónustuaðila. Eins og svo oft áður trónir Lexus þar hæst á blaði með 874 stig af 1.000 mögulegum. Mjótt er á munum þeirra bílaframleiðenda sem á eftir koma, en Audi er í öðru sæti með 869 stig, Lincoln með 868, Porsche með 867, Cadillac 866 stig og Mercedes Benz og Jaguar með 864. Í fyrra var Audi í efta sæti þessa lista en Lexus slær Audi við nú. Lincoln og Porsche eru hástökkvarar ársins og hækka hvort um sig um 19 stig. Í næstu sætum á eftir koma svo Infinity með 861 stig, BMW með 852, svo Acura og Volvo með 836 og Land Rover rekur svo lestina með 828 stig. Meðaltal lúxusbílaframleiðendanna var 859 stig. Eins og svo oft áður rekur Fiat restina er kemur að hefðbundnum bílaframleiðendum með 739 stig og Jeep, sem einnig er í eigu Fiat kemur þar fyrir ofan með 753 stig og RAM sem einnig er í eigu Fiat þar fyrir ofan með 755 stig og fjórða fyrirtækið í eigu Fiat, Dodge er svo fjórða neðst með 771 stig. Ekki sérlega góður vitnisburður um gæði bíla og þjónustu fyrirtækja í eigu Fiat. Þjónusta lúxusbílaframleiðendanna hækkaði um 5 stig á milli ára nú, en aðrir framleiðendur hækkuðu að meðaltali um 10 stig, svo eitthvað virðist bransinn vera að gera rétt í þjónustumálum sínum á milli ára. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent
J.D. Power hefur birt árlegan lista yfir þá lúxusbílaframleiðendur sem standa sig best í þjónustu við eigendur bíla þeirra, 5 ára og yngri. Í mælingu J.D. Power eru bíleigendur spurðir út í ánægju þeirra með þjónustu umboðs- og þjónustuaðila. Eins og svo oft áður trónir Lexus þar hæst á blaði með 874 stig af 1.000 mögulegum. Mjótt er á munum þeirra bílaframleiðenda sem á eftir koma, en Audi er í öðru sæti með 869 stig, Lincoln með 868, Porsche með 867, Cadillac 866 stig og Mercedes Benz og Jaguar með 864. Í fyrra var Audi í efta sæti þessa lista en Lexus slær Audi við nú. Lincoln og Porsche eru hástökkvarar ársins og hækka hvort um sig um 19 stig. Í næstu sætum á eftir koma svo Infinity með 861 stig, BMW með 852, svo Acura og Volvo með 836 og Land Rover rekur svo lestina með 828 stig. Meðaltal lúxusbílaframleiðendanna var 859 stig. Eins og svo oft áður rekur Fiat restina er kemur að hefðbundnum bílaframleiðendum með 739 stig og Jeep, sem einnig er í eigu Fiat kemur þar fyrir ofan með 753 stig og RAM sem einnig er í eigu Fiat þar fyrir ofan með 755 stig og fjórða fyrirtækið í eigu Fiat, Dodge er svo fjórða neðst með 771 stig. Ekki sérlega góður vitnisburður um gæði bíla og þjónustu fyrirtækja í eigu Fiat. Þjónusta lúxusbílaframleiðendanna hækkaði um 5 stig á milli ára nú, en aðrir framleiðendur hækkuðu að meðaltali um 10 stig, svo eitthvað virðist bransinn vera að gera rétt í þjónustumálum sínum á milli ára.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent