Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. nóvember 2024 19:02 Thelma Ósk Herbertsdóttir fyrir framan heimilið sitt sem varð eldsvoða að bráð. Vísir/Bjarni Tveggja barna móðir átti fótum sínum fjör að launa þegar að hún og fjölskylda hennar komust heil á húfi undan eldsvoða sem kom upp í íbúð þeirra um miðja nótt. Hún segir ótrúlega tilviljun hafa orðið til þess að þau komust öll lífs af. Eldur kom upp í Fensölum í Kópavogi aðfaranótt fyrsta nóvembers en altjón varð á íbúðinni. Upptökin voru í fjöltengi í sjónvarpsstofu heimilisins en litlu mátti muna að fjölskyldan sem bjó í íbúðinni hefði orðið eldinum að bráð. Tveggja barna móðir segir það ótrúlega tilviljun að eiginmaður hennar hafi vaknað. „Maðurinn minn er vanur að sofna yfir sjónvarpinu og horfa á einhverja gamla þætti en náði ekki að kasta úr símanum yfir á sjónvarpið. Þannig að hann fór bara upp í rúm. Og svo bara vitum við ekkert af hverju hann vaknar en hann vaknar og fer fram og þá er hurðin lokuð og það tekur bara við honum þykkur svartur reykur og hann sér ekki neitt, sér ekki hálfan metra fyrir framan sig,“ segir Thelma sem tekur fram að reykskynjarinn hafi ekki gefið frá sér hljóð. Önduðu að sér miklum reyk Að sögn Thelmu er það mjög ólíkt eiginmanni hennar að vakna um miðja nótt. „Hann vaknar aldrei. Það er alveg merkilegt, hvað vakti eiginlega yfir manni þessa nótt.“ Þegar hann vakti Thelmu tóku þau strax börnin, komu sér út og gerðu nágrönnum vart við. „Svo fer maðurinn minn bara með sjúkrabíl og ég og börnin með öðrum, hittumst upp á bráðamóttöku og þar fáum við súrefni og búin að anda að okkur miklum reyk. Reykskynjarinn var ekki uppi og við alltaf svona á leiðinni og á leiðinni að gera það. Það eru bara rándýr mistök að nenna ekki að setja upp reykskynjara eða vera alltaf á leiðinni í stað þess að taka nokkrar mínútur, skella honum upp og þá getur heimilið bjargast en líka líf þitt og barnanna þinna ef þú átt börn.“ Hún tekur fram að hún sé óviss um hvort hún hafi orðið fyrir vægri reykeitrun. Það gæti þó útskýrt hvers vegna hún var við það að detta út og sofna í sjúkrabílnum. Hún segist í raun muna lítið eftir nóttinni. Thelma vakti athygli á málinu á TikTok- reikningi sínum: @thelmaosk TAKIÐ FJÖLTENGI ÚR SAMBANDI YFIR NÓTTINA ❤️❤️🩹 FARIÐ YFIR TRYGGINGARNAR YKKAR OG SJÁIÐ HVERSU HÁ INNBÚSTRYGGINGIN YKKAR ER OG HÆKKIÐ HANA ❤️ ♬ original sound - Thelma Einnig áfall fyrir foreldra og systur hennar Hún hvetur fólk að hafa varann á, sérstaklega yfir hátíðirnar, slysin geri ekki boð á undan sér. „Passa fjöltengi og kannski þau sem eru með seríum í, taka þau úr sambandi og kerti og allt saman. Þetta skiptir svo rosalega miklum máli. Það er bara verið að tæma alla íbúðina, það er ekkert eftir, meira að segja ekki flísar inn á baði. Svo slæmt var þetta. Fjölskyldan manns, þetta er áfall fyrir þau líka, foreldrar mínir og systir komu upp á bráðamóttöku að sjá barnabörnin og tengdason og dóttir í þessu ástandi. Bara svona sótug í framan og allir í áfalli. Systir mín þurfti að fá áfallahjálp eins og við.“ Thelma og fjölskylda býr núna hjá fjölskyldu eiginmanns síns og munu þau verja jólunum þar. Hún kveðst mjög þakklát nágrönnum sínum, viðbragðsaðilum sem voru á vettvangi og öllum þeim sem hafa stutt við hana og fjölskyldu hennar. „Ég hefði aldrei gert ráð fyrir því að þetta myndi gerast við mig eða nokkurn í kringum mig. Þú veist í rauninni aldrei og hvað það er stutt á milli. Við erum rosalega heppin með fjölskyldu og vini, það eru allir tilbúnir að hjálpa og hafa verið eins og klettar við bakið á okkur. Sjúkraflutningamennirnir, fólkið í slökkviliðinu og á bráðamóttökunni gerðu þetta bærilegt, þau gerðu þetta eðlilegt og venjulegt fyrir krakkanna.“ Kópavogur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Eldur kom upp í Fensölum í Kópavogi aðfaranótt fyrsta nóvembers en altjón varð á íbúðinni. Upptökin voru í fjöltengi í sjónvarpsstofu heimilisins en litlu mátti muna að fjölskyldan sem bjó í íbúðinni hefði orðið eldinum að bráð. Tveggja barna móðir segir það ótrúlega tilviljun að eiginmaður hennar hafi vaknað. „Maðurinn minn er vanur að sofna yfir sjónvarpinu og horfa á einhverja gamla þætti en náði ekki að kasta úr símanum yfir á sjónvarpið. Þannig að hann fór bara upp í rúm. Og svo bara vitum við ekkert af hverju hann vaknar en hann vaknar og fer fram og þá er hurðin lokuð og það tekur bara við honum þykkur svartur reykur og hann sér ekki neitt, sér ekki hálfan metra fyrir framan sig,“ segir Thelma sem tekur fram að reykskynjarinn hafi ekki gefið frá sér hljóð. Önduðu að sér miklum reyk Að sögn Thelmu er það mjög ólíkt eiginmanni hennar að vakna um miðja nótt. „Hann vaknar aldrei. Það er alveg merkilegt, hvað vakti eiginlega yfir manni þessa nótt.“ Þegar hann vakti Thelmu tóku þau strax börnin, komu sér út og gerðu nágrönnum vart við. „Svo fer maðurinn minn bara með sjúkrabíl og ég og börnin með öðrum, hittumst upp á bráðamóttöku og þar fáum við súrefni og búin að anda að okkur miklum reyk. Reykskynjarinn var ekki uppi og við alltaf svona á leiðinni og á leiðinni að gera það. Það eru bara rándýr mistök að nenna ekki að setja upp reykskynjara eða vera alltaf á leiðinni í stað þess að taka nokkrar mínútur, skella honum upp og þá getur heimilið bjargast en líka líf þitt og barnanna þinna ef þú átt börn.“ Hún tekur fram að hún sé óviss um hvort hún hafi orðið fyrir vægri reykeitrun. Það gæti þó útskýrt hvers vegna hún var við það að detta út og sofna í sjúkrabílnum. Hún segist í raun muna lítið eftir nóttinni. Thelma vakti athygli á málinu á TikTok- reikningi sínum: @thelmaosk TAKIÐ FJÖLTENGI ÚR SAMBANDI YFIR NÓTTINA ❤️❤️🩹 FARIÐ YFIR TRYGGINGARNAR YKKAR OG SJÁIÐ HVERSU HÁ INNBÚSTRYGGINGIN YKKAR ER OG HÆKKIÐ HANA ❤️ ♬ original sound - Thelma Einnig áfall fyrir foreldra og systur hennar Hún hvetur fólk að hafa varann á, sérstaklega yfir hátíðirnar, slysin geri ekki boð á undan sér. „Passa fjöltengi og kannski þau sem eru með seríum í, taka þau úr sambandi og kerti og allt saman. Þetta skiptir svo rosalega miklum máli. Það er bara verið að tæma alla íbúðina, það er ekkert eftir, meira að segja ekki flísar inn á baði. Svo slæmt var þetta. Fjölskyldan manns, þetta er áfall fyrir þau líka, foreldrar mínir og systir komu upp á bráðamóttöku að sjá barnabörnin og tengdason og dóttir í þessu ástandi. Bara svona sótug í framan og allir í áfalli. Systir mín þurfti að fá áfallahjálp eins og við.“ Thelma og fjölskylda býr núna hjá fjölskyldu eiginmanns síns og munu þau verja jólunum þar. Hún kveðst mjög þakklát nágrönnum sínum, viðbragðsaðilum sem voru á vettvangi og öllum þeim sem hafa stutt við hana og fjölskyldu hennar. „Ég hefði aldrei gert ráð fyrir því að þetta myndi gerast við mig eða nokkurn í kringum mig. Þú veist í rauninni aldrei og hvað það er stutt á milli. Við erum rosalega heppin með fjölskyldu og vini, það eru allir tilbúnir að hjálpa og hafa verið eins og klettar við bakið á okkur. Sjúkraflutningamennirnir, fólkið í slökkviliðinu og á bráðamóttökunni gerðu þetta bærilegt, þau gerðu þetta eðlilegt og venjulegt fyrir krakkanna.“
Kópavogur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira