Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þorl. 99-85 | Grindvíkingar byrja úrslitakeppnina vel Smári Jökull Jónsson í Mustad-höllinni skrifar 16. mars 2017 22:15 Dagur Kár Jónsson, leikmaður Grindavíkur, í leik gegn Þór. vísir/ernir Grindavík vann öruggan heimasigur á Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í kvöld. Lokatölur 99-85 og Grindavík því komið í 1-0 í einvíginu. Heimamenn byrjuðu af krafti og leiddu 28-15 eftir fyrsta leikhlutann. Ómar Örn Sævarsson skoraði 9 af fyrstu 18 stigum heimamanna og Þorleifur Ólafsson var einnig öflugur og barðist eins og ljón. Þórsarar náðu að saxa á forskot Grindvíkinga í öðrum leikhlutanum en tókst ekki að jafna fyrir hlé. Staðan þá var 43-35 og heimamenn skrefinu á undan. Í síðari hálfleik var svo svipað uppi á teningunum. Heimamenn voru mikið grimmari og ef Þórsarar nálguðust Grindavík af einhverju ráði þá kom yfirleitt þristur til baka frá þeim gulklæddu. Þeir héldu muninum um og yfir tíu stigum og þrátt fyrir góðar körfur frá Maciej Baginski fyrir utan þriggja stiga línuna þá náðu Þórsarar ekki að stíga yfir þann þröskuld að ná að jafna leikinn. Grindvíkingar héldu forskotinu út leikinn sem varð aldrei spennandi undir lokin. Lewis Clinch skoraði síðustu stigin með 360 gráðu troðslu við mikinn fögnuð heimamanna en góð stemmning var í húsinu og vel mætt hjá stuðningsmönnum beggja liða. Lokatölur urðu 99-85, fjórtan stiga verðskuldaður sigur Grindvíkinga. Lewis Clinch var stigahæstur heimamanna með 23 stig og Þorleifur Ólafsson skoraði 20 og tók 8 fráköst. Ólafur Ólafsson hafði hægt um sig, skoraði 2 stig í fyrri hálfleik en endaði með 13 alls. Hjá Grindavík var Maciej Baginski atkvæðamestur með 27 stig og Tobin Carberry kom fast á hæla honum með 26 stig auk þess að taka 9 fráköst. Liðin mætast næst á sunnudaginn í Þorlákshöfn. Af hverju vann Grindavík?Þeir voru einfaldlega grimmari á flestum sviðum og uppskáru eftir því. Reyndari menn eins og Ómar Örn Sævarsson og Þorleifur Ólafsson gáfu tóninn í byrjun og liðsheild Grindvíkinga var öflug í kvöld. Þeir náðu góðri pressu á Tobin Carberry í vörninni á löngum köflum og gáfu honum aldrei tíma eða auðvelt skot. Þórsarar virtust engan veginn tilbúnir í slaginn og náðu aldrei að jafna leikinn eftir að hafa lent undir strax í upphafi. Lykilmenn eins og Emil Karel og Halldór Garðar voru að hitta illa á meðan margir voru að leggja í púkkið hjá heimamönnum. Áhlaupum gestanna var svarað í hvert sinn af hálfu heimamanna sem áttu sigurinn skilið í kvöld.Bestu menn vallarins:Hjá Grindavík er ekki auðvelt að velja einhvern einn. Þorleifur var góður með 20 stig og 8 fráköst og Ómar Örn sömuleiðis. Lewis Clinch sýndi góða takta og var sérlega góður í síðari hálfleiknum. Ingvi Guðmundsson skilaði þremur þriggja stiga körfum af bekknum og var öflugur. Ólafur Ólafsson hafði fremur hægt um sig stigalega séð en hann skoraði 13 stig auk þess að taka 9 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Hjá Þór voru þeir Maciej og Tobin langatkvæðamestir og flestir aðrir geta gert miklu, miklu betur. Einar Árni þjálfari liðsins á töluvert verk fyrir höndum áður en liðin mætast á nýjan leik á sunnudag.Áhugaverð tölfræði:Grindvíkingar völtuðu yfir gestina í frákastabaráttunni, tóku 50 slík á meðan Þór náði aðeins í 30. Heimamenn nýttu sömuleiðis sóknarfráköstin ágætlega og skoruðu 10 stig eftir að hafa tekið fráköst í sókninni. Þriggja stiga nýting gestanna var ekki til útflutnings, aðeins 28%. Þrátt fyrir að eiga í erfiðleikum í byrjun endaði Lewis Clinch með fínustu hittni en hann nýtti meðal annars fimm af átta þriggja stiga skotum sínum.Hvað gekk illa?Þórsurum gekk illa að ná upp krafti og baráttu í sína menn og varnarleikur þeirra var engan veginn nógu góður. Grindvíkingar höfðu unnið heimavinnuna vel og skoruðu mikið af stigum með því að keyra á körfuna. Þegar lið fær á sig 99 stig í einum leik er það ekki líklegt til að standa uppi sem sigurvegari og Einar Árni þjálfari þarf að draga einhverja ása upp úr erminni fyrir leikinn á sunnudag.Grindavík-Þór Þ. 99-85 (28-15, 15-20, 24-26, 32-24)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 23/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 20/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 16/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 14/7 fráköst, Ólafur Ólafsson 13/9 fráköst/6 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 11/5 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 2.Þór Þ.: Maciej Stanislav Baginski 27, Tobin Carberry 26/9 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 12, Ólafur Helgi Jónsson 6/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 5, Emil Karel Einarsson 5/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 4.Jóhann var sáttur með leik Grindvíkinga í sigrinum gegn Þór í kvöld.vísir/antonJóhann: Ánægður með kraftinn í mínum mönnum Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna í sigrinum á Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í kvöld. Grindavík er því komið 1-0 yfir í einvíginu. „Ég er mjög ánægður og auðvitað með sigurinn númer 1, 2 og 3, það er það sem þetta snýst um. Frammistaðan heilt yfir var mjög góð,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. Grindvíkingar fengu gott framlag frá Þorleifi Ólafssyni og Ómari Erni Sævarssyni sem voru frábærir í fyrri hálfleiknum. „Það voru allir að leggja í púkkið og þeir áttu góða spretti sem og aðrir. Heildin var mjög góð.“ Grindvíkingar spiluðu grimma vörn á Tobin Carberry sem hefur verið magnaður fyrir Þór í vetur. Hann skoraði reyndar 26 stig en fékk sjaldan auðvelt skot og fékk að finna fyrir því hjá heimamönnum. „Hann er rosalega góður og við reynum að þvinga hann í erfið skot og að hann haldi boltanum í höndunum. Við vorum varnarlega ekki alveg eins og við vildum og það er eitt og annað sem við getum lagð fyrir næsta leik,“ bætti Jóhann við. Grindvíkingar hafa verið mikið Jójó-lið í vetur en í kvöld komu þeir af miklum krafti inn í leikinn sem þeir náðu að halda að mestu allan tímann. „Sigur og ekki sigur, ég er mjög ánæður með kraftinn í mínum mönnum og hvernig við vorum einbeittir í því sem við vorum að gera. Við vinnum frákastabaráttuna með einhverjum 20 fráköstum og settum tóninn strax.“ Jóhann sagði í viðtali við Vísi fyrir skömmu að hann væri til í að sjá sína menn fylgja leikskipulagi heilan leik og blaðamanni lék forvitni á að vita hvort það hefði gengið upp í kvöld. „Já og nei,“ sagði Jóhann glottandi að lokum.Einar Árni þjálfari Þórs sagði hafa skort kraft hjá hans mönnum í leiknum gegn Grindavík í kvöld.Einar Árni: Þurfum að sýna að við viljum þetta Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsara, var vitaskuld langt frá því að vera ánægður með leik sinna manna gegn Grindavík í kvöld. Hann óskaði eftir meiri baráttu frá Þórsliðinu í næsta leik liðanna. „Frammistaðan var ekki nægjanlega góð, það segir sig sjálft. Það er erfitt að vinna körfuboltaleiki þegar maður fær á sig 99 stig. Það er margt sem má betur fara miðað við leikinn í kvöld. Við vorum einfaldlega „soft“, við vissum að þeir myndu vera fastir fyrir og töluðum um að mæta því en gerðum það ekki,“ sagði Einar Árni við Vísi í kvöld. „Þeir leiddu allan leikinn og við náðum þessu nokkrum sinnum niður í 6, 7 eða 8 stig og þá kom alltaf stór þristur. Það vantaði mikið uppá varnarlega í kvöld og mikið í einstaklingsvörninni sem var ekki nógu gott,“ bætti Einar Árni við. Hann talaði áfram um varnarleikinn og sagði að Grindvíkingar hefðu oft á tíðum fengið að skora auðveldar körfur. „Við vorum að fá óþægilega mikið af auðveldum körfum á okkur. Það vantaði kraft í okkur. Þeir taka 9 sóknarfráköst í fyrri hálfleik og það er ekkert hægt að væla um einhverja óheppni í þeim efnum. Við vorum ekki nógu harðir af okkur og þurfum að vera fastari fyrir í þessari baráttu.“ „Við vitum sem er að þeir eru grimmir og spila fastan varnarleik. Við þurfum að mæta því með meiri áræðni í sóknarleiknum og svo að sjálfsögðu svara af sama krafti hinu megin. Ef línan í dómgæslunni er lögð að menn ætla að leyfa líkamlegan leik þá þurfum við að ýta í þá átt líka,“ sagði Einar Árni sem bætti við að hann hefði ekkert út á dómgæsluna að setja og sagði hana heilt yfir hafa verið góða í kvöld. Einar Árni sagðist vonast eftir menn sýni meiri vilja og baráttu á heimavelli á sunnudaginn. „Við þurfum að sýna að við viljum þetta. Ég sagði það blákalt við menn að okkur Baldri (aðstoðarþjálfara) fannst við hafa mistekist í aðdraganda leiksins því það var ekki nægilega mikill eldur í mönnum í dag. Þetta er bara einn leikur og það er næsta stríð. Við trúum því að menn stígi upp,“ sagði Einar Árni að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jóhann: Ánægður með kraftinn í mínum mönnum Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna í sigrinum á Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar í kvöld. Grindavík er því komið 1-0 yfir í einvíginu. 16. mars 2017 21:41 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Grindavík vann öruggan heimasigur á Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í kvöld. Lokatölur 99-85 og Grindavík því komið í 1-0 í einvíginu. Heimamenn byrjuðu af krafti og leiddu 28-15 eftir fyrsta leikhlutann. Ómar Örn Sævarsson skoraði 9 af fyrstu 18 stigum heimamanna og Þorleifur Ólafsson var einnig öflugur og barðist eins og ljón. Þórsarar náðu að saxa á forskot Grindvíkinga í öðrum leikhlutanum en tókst ekki að jafna fyrir hlé. Staðan þá var 43-35 og heimamenn skrefinu á undan. Í síðari hálfleik var svo svipað uppi á teningunum. Heimamenn voru mikið grimmari og ef Þórsarar nálguðust Grindavík af einhverju ráði þá kom yfirleitt þristur til baka frá þeim gulklæddu. Þeir héldu muninum um og yfir tíu stigum og þrátt fyrir góðar körfur frá Maciej Baginski fyrir utan þriggja stiga línuna þá náðu Þórsarar ekki að stíga yfir þann þröskuld að ná að jafna leikinn. Grindvíkingar héldu forskotinu út leikinn sem varð aldrei spennandi undir lokin. Lewis Clinch skoraði síðustu stigin með 360 gráðu troðslu við mikinn fögnuð heimamanna en góð stemmning var í húsinu og vel mætt hjá stuðningsmönnum beggja liða. Lokatölur urðu 99-85, fjórtan stiga verðskuldaður sigur Grindvíkinga. Lewis Clinch var stigahæstur heimamanna með 23 stig og Þorleifur Ólafsson skoraði 20 og tók 8 fráköst. Ólafur Ólafsson hafði hægt um sig, skoraði 2 stig í fyrri hálfleik en endaði með 13 alls. Hjá Grindavík var Maciej Baginski atkvæðamestur með 27 stig og Tobin Carberry kom fast á hæla honum með 26 stig auk þess að taka 9 fráköst. Liðin mætast næst á sunnudaginn í Þorlákshöfn. Af hverju vann Grindavík?Þeir voru einfaldlega grimmari á flestum sviðum og uppskáru eftir því. Reyndari menn eins og Ómar Örn Sævarsson og Þorleifur Ólafsson gáfu tóninn í byrjun og liðsheild Grindvíkinga var öflug í kvöld. Þeir náðu góðri pressu á Tobin Carberry í vörninni á löngum köflum og gáfu honum aldrei tíma eða auðvelt skot. Þórsarar virtust engan veginn tilbúnir í slaginn og náðu aldrei að jafna leikinn eftir að hafa lent undir strax í upphafi. Lykilmenn eins og Emil Karel og Halldór Garðar voru að hitta illa á meðan margir voru að leggja í púkkið hjá heimamönnum. Áhlaupum gestanna var svarað í hvert sinn af hálfu heimamanna sem áttu sigurinn skilið í kvöld.Bestu menn vallarins:Hjá Grindavík er ekki auðvelt að velja einhvern einn. Þorleifur var góður með 20 stig og 8 fráköst og Ómar Örn sömuleiðis. Lewis Clinch sýndi góða takta og var sérlega góður í síðari hálfleiknum. Ingvi Guðmundsson skilaði þremur þriggja stiga körfum af bekknum og var öflugur. Ólafur Ólafsson hafði fremur hægt um sig stigalega séð en hann skoraði 13 stig auk þess að taka 9 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Hjá Þór voru þeir Maciej og Tobin langatkvæðamestir og flestir aðrir geta gert miklu, miklu betur. Einar Árni þjálfari liðsins á töluvert verk fyrir höndum áður en liðin mætast á nýjan leik á sunnudag.Áhugaverð tölfræði:Grindvíkingar völtuðu yfir gestina í frákastabaráttunni, tóku 50 slík á meðan Þór náði aðeins í 30. Heimamenn nýttu sömuleiðis sóknarfráköstin ágætlega og skoruðu 10 stig eftir að hafa tekið fráköst í sókninni. Þriggja stiga nýting gestanna var ekki til útflutnings, aðeins 28%. Þrátt fyrir að eiga í erfiðleikum í byrjun endaði Lewis Clinch með fínustu hittni en hann nýtti meðal annars fimm af átta þriggja stiga skotum sínum.Hvað gekk illa?Þórsurum gekk illa að ná upp krafti og baráttu í sína menn og varnarleikur þeirra var engan veginn nógu góður. Grindvíkingar höfðu unnið heimavinnuna vel og skoruðu mikið af stigum með því að keyra á körfuna. Þegar lið fær á sig 99 stig í einum leik er það ekki líklegt til að standa uppi sem sigurvegari og Einar Árni þjálfari þarf að draga einhverja ása upp úr erminni fyrir leikinn á sunnudag.Grindavík-Þór Þ. 99-85 (28-15, 15-20, 24-26, 32-24)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 23/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 20/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 16/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 14/7 fráköst, Ólafur Ólafsson 13/9 fráköst/6 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 11/5 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 2.Þór Þ.: Maciej Stanislav Baginski 27, Tobin Carberry 26/9 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 12, Ólafur Helgi Jónsson 6/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 5, Emil Karel Einarsson 5/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 4.Jóhann var sáttur með leik Grindvíkinga í sigrinum gegn Þór í kvöld.vísir/antonJóhann: Ánægður með kraftinn í mínum mönnum Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna í sigrinum á Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í kvöld. Grindavík er því komið 1-0 yfir í einvíginu. „Ég er mjög ánægður og auðvitað með sigurinn númer 1, 2 og 3, það er það sem þetta snýst um. Frammistaðan heilt yfir var mjög góð,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. Grindvíkingar fengu gott framlag frá Þorleifi Ólafssyni og Ómari Erni Sævarssyni sem voru frábærir í fyrri hálfleiknum. „Það voru allir að leggja í púkkið og þeir áttu góða spretti sem og aðrir. Heildin var mjög góð.“ Grindvíkingar spiluðu grimma vörn á Tobin Carberry sem hefur verið magnaður fyrir Þór í vetur. Hann skoraði reyndar 26 stig en fékk sjaldan auðvelt skot og fékk að finna fyrir því hjá heimamönnum. „Hann er rosalega góður og við reynum að þvinga hann í erfið skot og að hann haldi boltanum í höndunum. Við vorum varnarlega ekki alveg eins og við vildum og það er eitt og annað sem við getum lagð fyrir næsta leik,“ bætti Jóhann við. Grindvíkingar hafa verið mikið Jójó-lið í vetur en í kvöld komu þeir af miklum krafti inn í leikinn sem þeir náðu að halda að mestu allan tímann. „Sigur og ekki sigur, ég er mjög ánæður með kraftinn í mínum mönnum og hvernig við vorum einbeittir í því sem við vorum að gera. Við vinnum frákastabaráttuna með einhverjum 20 fráköstum og settum tóninn strax.“ Jóhann sagði í viðtali við Vísi fyrir skömmu að hann væri til í að sjá sína menn fylgja leikskipulagi heilan leik og blaðamanni lék forvitni á að vita hvort það hefði gengið upp í kvöld. „Já og nei,“ sagði Jóhann glottandi að lokum.Einar Árni þjálfari Þórs sagði hafa skort kraft hjá hans mönnum í leiknum gegn Grindavík í kvöld.Einar Árni: Þurfum að sýna að við viljum þetta Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsara, var vitaskuld langt frá því að vera ánægður með leik sinna manna gegn Grindavík í kvöld. Hann óskaði eftir meiri baráttu frá Þórsliðinu í næsta leik liðanna. „Frammistaðan var ekki nægjanlega góð, það segir sig sjálft. Það er erfitt að vinna körfuboltaleiki þegar maður fær á sig 99 stig. Það er margt sem má betur fara miðað við leikinn í kvöld. Við vorum einfaldlega „soft“, við vissum að þeir myndu vera fastir fyrir og töluðum um að mæta því en gerðum það ekki,“ sagði Einar Árni við Vísi í kvöld. „Þeir leiddu allan leikinn og við náðum þessu nokkrum sinnum niður í 6, 7 eða 8 stig og þá kom alltaf stór þristur. Það vantaði mikið uppá varnarlega í kvöld og mikið í einstaklingsvörninni sem var ekki nógu gott,“ bætti Einar Árni við. Hann talaði áfram um varnarleikinn og sagði að Grindvíkingar hefðu oft á tíðum fengið að skora auðveldar körfur. „Við vorum að fá óþægilega mikið af auðveldum körfum á okkur. Það vantaði kraft í okkur. Þeir taka 9 sóknarfráköst í fyrri hálfleik og það er ekkert hægt að væla um einhverja óheppni í þeim efnum. Við vorum ekki nógu harðir af okkur og þurfum að vera fastari fyrir í þessari baráttu.“ „Við vitum sem er að þeir eru grimmir og spila fastan varnarleik. Við þurfum að mæta því með meiri áræðni í sóknarleiknum og svo að sjálfsögðu svara af sama krafti hinu megin. Ef línan í dómgæslunni er lögð að menn ætla að leyfa líkamlegan leik þá þurfum við að ýta í þá átt líka,“ sagði Einar Árni sem bætti við að hann hefði ekkert út á dómgæsluna að setja og sagði hana heilt yfir hafa verið góða í kvöld. Einar Árni sagðist vonast eftir menn sýni meiri vilja og baráttu á heimavelli á sunnudaginn. „Við þurfum að sýna að við viljum þetta. Ég sagði það blákalt við menn að okkur Baldri (aðstoðarþjálfara) fannst við hafa mistekist í aðdraganda leiksins því það var ekki nægilega mikill eldur í mönnum í dag. Þetta er bara einn leikur og það er næsta stríð. Við trúum því að menn stígi upp,“ sagði Einar Árni að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jóhann: Ánægður með kraftinn í mínum mönnum Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna í sigrinum á Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar í kvöld. Grindavík er því komið 1-0 yfir í einvíginu. 16. mars 2017 21:41 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Jóhann: Ánægður með kraftinn í mínum mönnum Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna í sigrinum á Þór frá Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar í kvöld. Grindavík er því komið 1-0 yfir í einvíginu. 16. mars 2017 21:41