Frábær endir á góðum degi hjá Ólafíu í Phoenix Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2017 19:15 Ólafía Þórunn er hér að spila á LPGA-mótaröðinni. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kláraði fyrsta hringinn á Bank of Hope Founders meistaramótinu í golfi í Phoenix á þremur höggum undir pari. Þetta er þriðja mótið hennar Ólafíu á LPGA-mótaröðinni og eins og hinum tveimur þá er okkar kona að byrja vel. Ólafía Þórunn komst í gegnum niðurskurðinn á hinum tveimur mótunum og þessi fína spilamennska í dag er skref í að ná honum á þriðja mótinu í röð. Ólafía spilaði þennan fyrsta hring af miklu öryggi og gerði mjög fá mistök. Hún missti kúluna reyndar í sandgryfju á einni holu á fyrstu níu en annars var hún að spila stöðugt og gott golf. Ólafía Þórunn endaði síðan hringinn á því að ná fugli á síðustu holunni. Með því hoppaði hún upp um átta sæti. Ólafía Þórunn fékk meðal annars einn örn á hringnum auk þess að vera með tvo fugla, fjórtán pör og einn skolla. Þegar Ólafía lauk keppni þá var hún í sextánda sæti en þá áttu margar eftir að hefja leik þar sem Ólafía byrjaði að spila mjög snemma að staðartíma í Arizona. Michelle Wie og Cheyenne Woods voru í ráshópnum með Ólafíu í dag. Michelle Wie spilaði mjög vel og endaði á sjö höggum undir pari. Cheyenne Woods fann sig ekki eins er og lék hringinn á þremur höggum yfir pari. Hér fyrir neðan má hvernig hringurinn gekk hjá okkar konu í Phoenix í dag. Golf Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kláraði fyrsta hringinn á Bank of Hope Founders meistaramótinu í golfi í Phoenix á þremur höggum undir pari. Þetta er þriðja mótið hennar Ólafíu á LPGA-mótaröðinni og eins og hinum tveimur þá er okkar kona að byrja vel. Ólafía Þórunn komst í gegnum niðurskurðinn á hinum tveimur mótunum og þessi fína spilamennska í dag er skref í að ná honum á þriðja mótinu í röð. Ólafía spilaði þennan fyrsta hring af miklu öryggi og gerði mjög fá mistök. Hún missti kúluna reyndar í sandgryfju á einni holu á fyrstu níu en annars var hún að spila stöðugt og gott golf. Ólafía Þórunn endaði síðan hringinn á því að ná fugli á síðustu holunni. Með því hoppaði hún upp um átta sæti. Ólafía Þórunn fékk meðal annars einn örn á hringnum auk þess að vera með tvo fugla, fjórtán pör og einn skolla. Þegar Ólafía lauk keppni þá var hún í sextánda sæti en þá áttu margar eftir að hefja leik þar sem Ólafía byrjaði að spila mjög snemma að staðartíma í Arizona. Michelle Wie og Cheyenne Woods voru í ráshópnum með Ólafíu í dag. Michelle Wie spilaði mjög vel og endaði á sjö höggum undir pari. Cheyenne Woods fann sig ekki eins er og lék hringinn á þremur höggum yfir pari. Hér fyrir neðan má hvernig hringurinn gekk hjá okkar konu í Phoenix í dag.
Golf Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira