Viðskipti innlent

Hvernig snjallsíma á ég að kaupa mér?

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Gífurlegt framboð er af snjallsímum og getur það verið nær ómögulegt að komast að niðurstöðu um hvaða sími henti manni best. Líta þarf til fjölmargra þátta þegar velja á síma. Til að mynda framleiðanda, stýrikerfis, myndavéla og ekki síst verðs.

Samanburðinn má sjá á myndinni að ofan sem má stækka með því að smella á hana.

Með aukinni netverslun hefur framboð einnig aukist. Íslenskir neytendur geta keypt síma frá fleiri framleiðendum en bjóðast í íslenskum verslunum.

Undanfarin ár hafa kínverskir framleiðendur sótt í sig veðrið og bjóða margir hverjir síma með sama innvolsi og finnst í flaggskipum Samsung og Apple nema á lægra verði.

Fréttablaðið hefur undanfarið rýnt í fjölda snjallsíma, umsagnir um þá á tæknispjallborðum og í fjölmiðlum, innvols þeirra, verð og útlit.

Hafa ber í huga að sumir símanna sem hér er mælt með eru ekki komnir á markað í Evrópu, til dæmis Nokia 5.

Þá er ekki víst að allar útgáfur þeirra síma virki með 4G-sendum íslenskra fyrirtækja, einkum asískar og bandarískar útgáfur þeirra. Þá má ekki flytja til landsins síma nema þeir séu CE merktir.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu








Fleiri fréttir

Sjá meira


×