Leikjavísir

GameTíví kíkti á íslenska leikinn Starborne

Samúel Karl Ólason skrifar
Óli Jóels úr GameTíví heimsótti á dögunum íslenska fyrirtækið Solid Clouds, sem vinnur að fjölspilunarherkænskuleiknum Starborne. Þar hitti hann Arelíus Arelíusarson sem kynnti hann fyrir leiknum og sýndi út á hvað hann gengur, en þar er af nógu að taka. Nú standa svokallaðar Alpha-prufur yfir og geta allir skráð sig.

Arelíus sýndi Óla hvernig byggja á geimstöðvar á risastóru korti leiksins og hvernig byggja á skip og senda þau til að kanna fjarlægar stjörnur eða gera árásir á aðra spilara. Bandalög eru mikilvæg í Starborne og er mikilvægt að spilarar tali við nágranna sína og jafnvel sérhæfi flota sína fyrir ákveðin hlutverk.

Til stendur að láta hverja leiki standa yfir í um hálft ár.


Tengdar fréttir

„Nú eru fyrstu laufblöðin að koma“

Nú um helgina kom saman hópur Íslendinga og útlendinga sem hafa verið að spila svokallaða alpha-útgáfu af leiknum Starborne: Sovereign Space, sem gerður er af íslenska fyrirtækinu Solid Clouds.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.