Uppruni okkar í Afríku Þorvaldur Gylfason skrifar 16. mars 2017 07:00 Hann stóð við útidyrnar heima hjá sér í Boston og komst ekki inn, lásinn stóð á sér, svo hann fór þá inn bakdyramegin og gat ekki heldur opnað útidyrnar innan frá. Hann fór út aftur til að freista þess ásamt bílstjóra sínum að ljúka upp útidyrahurðinni utan frá, hann var að koma heim frá Kína. Ekkert gekk. Hann fór þá inn aftur til að hringja í húsvörðinn og biðja um hjálp, og þá birtist löggan. Hann var handtekinn þótt hann gæti sannað á staðnum að hann var heima hjá sér. Hann er blökkumaður, heitir Henry Louis Gates og er sennilega frægasti svarti prófessorinn í Harvard-háskóla, þekktur meðal almennings einkum fyrir sjónvarpsþætti sína. Fjölmiðlar og Obama forseti fjölluðu um málið. Forsetinn sagði að löggan hefði hegðað sér heimskulega. Samhengið var viðkvæmt. Það gerist aftur og aftur að blökkumenn vestra láta jafnvel lífið af litlu tilefni í viðureign við lögreglu sem mörgum virðist fordómafull gagnvart blökkumönnum – enn í dag, meira en 150 árum eftir að þrælahald lagðist af.Fordómar Þegar ég hóf störf í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 1976 kom það mér undarlega fyrir sjónir að þessi frekar fámenni vinnustaður í hjarta Washington skyldi hafa eigin veitingastað innan dyra auk mötuneytis. Ég spurði vinnufélaga mína hverju þetta sætti. Þeir sögðu: Við gætum ekki farið með gesti frá Gönu í hádegisverð á veitingastað í borginni því þeim yrði ekki hleypt inn. Þannig var ástandið í höfuðborg Bandaríkjanna fyrir 40 árum. Þetta var skömmu eftir uppþotin sem brutust út þegar blökkuleiðtoginn dr. Martin Luther King var skotinn til bana 1968. Óeirðirnar stóðu í sex daga og eyðilögðu stór flæmi borgarinnar. Tólf létu lífið og 1.100 manns slösuðust. Forstjóri alríkislögreglunnar FBI, J. Edgar Hoover, er sagður hafa fyrirskipað skothríð á mótmælendur en forsetaskipaður oddviti borgarinnar, Walter Washington, síðar borgarstjóri, fyrsti svarti borgarstjórinn í landinu, kom sér undan að framfylgja skipuninni og tók sér heldur stöðu meðal mótmælendanna. J. Edgar, eins og vinir hans kölluðu hann, var ekki skemmt. Lyndon Johnson forseti sendi hermenn og þjóðvarðliða á vettvang til að stilla til friðar. Það tókst. Óeirðir brutust einnig út í öðrum borgum, t.d. Baltimore og Chicago. Morðið á Martin Luther King var ekki orsök óeirðanna heldur kornið sem fyllti mælinn. Yfirgnæfandi hluti íbúa Washington var og er blökkumenn sem bjuggu margir við kröpp kjör og töldu sig enn beitta órétti. Húsakostur þeirra var miklu verri en húsakostur hvítra, skólarnir miklu lakari og atvinnuleysi meðal blökkumanna var tvisvar sinnum meira en meðal hvítra. Og svo er enn, ekki aðeins í Washington heldur einnig á landsvísu. Munurinn var og er enn meiri meðal ungs fólks. Sumir segja enn: „Sjáið Afríku. Þarf einhvern að undra hversu hallar á blökkumenn í Bandaríkjunum?“Fornleifafundir Undangengna áratugi hefur ný vitneskja gerbreytt ímynd Afríku. Beinafundir sýna að allt mannkyn er ættað frá Afríku. Forfeður og formæður okkar allra voru svertingjar í miðri Afríku fyrir um 200.000 árum og fóru fótgangandi norður til Evrópu og austur til Asíu, gengu á ís yfir Biering-sundið frá Síberíu til Norður-Ameríku og fóru þaðan einnig suður eftir allri Suður-Ameríku. Þannig byggðist heimurinn, frá Afríku. Keníski mannfræðingurinn Richard Leakey telur að kveikja útrásarinnar frá Afríku hafi verið menningin sem batt fólkið saman, trúlega tungumál. Sumir urðu eftir í Afríku og þar varð til víða um álfuna ríkuleg siðmenning sem fólk í öðrum heimsálfum er að uppgötva fyrst núna. Rithöfundar í Timbúktú í Malí skrifuðu t.d. merkar bækur um listir, læknisfræði, heimspeki og vísindi á 13. öld, þ.e. um svipað leyti og höfundar Íslendingasagna. Enginn hefur átt meiri þátt í að kynna sjónvarpsáhorfendum þessa hlið Afríku en Henry Louis Gates sem ólst upp í þeirri trú að Afríkumenn hefðu aldrei skrifað bækur. Hann segist hafa brostið í grát og séð líf sitt ljúkast upp þegar hann komst á snoðir um handritin í Timbúktú. Um alla Afríku og ekki bara í Egyptalandi eru stórkostleg mannvirki og hallir líkt og á Indlandi og í Kína, sum árþúsundagömul, og vitna um mikla sögu og menningu, m.a. markverða myndlist sem mörg helztu listasöfn heimsins keppast nú við að sýna gestum sínum. Þar til nýlega töldu menn að elztu hellaristur heimsins væri að finna í Frakklandi, 30.000 ára gömul listaverk. Fyrir fáeinum árum fundust áður óþekktar hellaristur í Suður-Afríku, 160.000 ára gamlar. Eða músíkin, maður lifandi. Hvaðan heldur þú, lesandi minn góður, að rokkið sé komið og rúmban? Frá Kongó. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hann stóð við útidyrnar heima hjá sér í Boston og komst ekki inn, lásinn stóð á sér, svo hann fór þá inn bakdyramegin og gat ekki heldur opnað útidyrnar innan frá. Hann fór út aftur til að freista þess ásamt bílstjóra sínum að ljúka upp útidyrahurðinni utan frá, hann var að koma heim frá Kína. Ekkert gekk. Hann fór þá inn aftur til að hringja í húsvörðinn og biðja um hjálp, og þá birtist löggan. Hann var handtekinn þótt hann gæti sannað á staðnum að hann var heima hjá sér. Hann er blökkumaður, heitir Henry Louis Gates og er sennilega frægasti svarti prófessorinn í Harvard-háskóla, þekktur meðal almennings einkum fyrir sjónvarpsþætti sína. Fjölmiðlar og Obama forseti fjölluðu um málið. Forsetinn sagði að löggan hefði hegðað sér heimskulega. Samhengið var viðkvæmt. Það gerist aftur og aftur að blökkumenn vestra láta jafnvel lífið af litlu tilefni í viðureign við lögreglu sem mörgum virðist fordómafull gagnvart blökkumönnum – enn í dag, meira en 150 árum eftir að þrælahald lagðist af.Fordómar Þegar ég hóf störf í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 1976 kom það mér undarlega fyrir sjónir að þessi frekar fámenni vinnustaður í hjarta Washington skyldi hafa eigin veitingastað innan dyra auk mötuneytis. Ég spurði vinnufélaga mína hverju þetta sætti. Þeir sögðu: Við gætum ekki farið með gesti frá Gönu í hádegisverð á veitingastað í borginni því þeim yrði ekki hleypt inn. Þannig var ástandið í höfuðborg Bandaríkjanna fyrir 40 árum. Þetta var skömmu eftir uppþotin sem brutust út þegar blökkuleiðtoginn dr. Martin Luther King var skotinn til bana 1968. Óeirðirnar stóðu í sex daga og eyðilögðu stór flæmi borgarinnar. Tólf létu lífið og 1.100 manns slösuðust. Forstjóri alríkislögreglunnar FBI, J. Edgar Hoover, er sagður hafa fyrirskipað skothríð á mótmælendur en forsetaskipaður oddviti borgarinnar, Walter Washington, síðar borgarstjóri, fyrsti svarti borgarstjórinn í landinu, kom sér undan að framfylgja skipuninni og tók sér heldur stöðu meðal mótmælendanna. J. Edgar, eins og vinir hans kölluðu hann, var ekki skemmt. Lyndon Johnson forseti sendi hermenn og þjóðvarðliða á vettvang til að stilla til friðar. Það tókst. Óeirðir brutust einnig út í öðrum borgum, t.d. Baltimore og Chicago. Morðið á Martin Luther King var ekki orsök óeirðanna heldur kornið sem fyllti mælinn. Yfirgnæfandi hluti íbúa Washington var og er blökkumenn sem bjuggu margir við kröpp kjör og töldu sig enn beitta órétti. Húsakostur þeirra var miklu verri en húsakostur hvítra, skólarnir miklu lakari og atvinnuleysi meðal blökkumanna var tvisvar sinnum meira en meðal hvítra. Og svo er enn, ekki aðeins í Washington heldur einnig á landsvísu. Munurinn var og er enn meiri meðal ungs fólks. Sumir segja enn: „Sjáið Afríku. Þarf einhvern að undra hversu hallar á blökkumenn í Bandaríkjunum?“Fornleifafundir Undangengna áratugi hefur ný vitneskja gerbreytt ímynd Afríku. Beinafundir sýna að allt mannkyn er ættað frá Afríku. Forfeður og formæður okkar allra voru svertingjar í miðri Afríku fyrir um 200.000 árum og fóru fótgangandi norður til Evrópu og austur til Asíu, gengu á ís yfir Biering-sundið frá Síberíu til Norður-Ameríku og fóru þaðan einnig suður eftir allri Suður-Ameríku. Þannig byggðist heimurinn, frá Afríku. Keníski mannfræðingurinn Richard Leakey telur að kveikja útrásarinnar frá Afríku hafi verið menningin sem batt fólkið saman, trúlega tungumál. Sumir urðu eftir í Afríku og þar varð til víða um álfuna ríkuleg siðmenning sem fólk í öðrum heimsálfum er að uppgötva fyrst núna. Rithöfundar í Timbúktú í Malí skrifuðu t.d. merkar bækur um listir, læknisfræði, heimspeki og vísindi á 13. öld, þ.e. um svipað leyti og höfundar Íslendingasagna. Enginn hefur átt meiri þátt í að kynna sjónvarpsáhorfendum þessa hlið Afríku en Henry Louis Gates sem ólst upp í þeirri trú að Afríkumenn hefðu aldrei skrifað bækur. Hann segist hafa brostið í grát og séð líf sitt ljúkast upp þegar hann komst á snoðir um handritin í Timbúktú. Um alla Afríku og ekki bara í Egyptalandi eru stórkostleg mannvirki og hallir líkt og á Indlandi og í Kína, sum árþúsundagömul, og vitna um mikla sögu og menningu, m.a. markverða myndlist sem mörg helztu listasöfn heimsins keppast nú við að sýna gestum sínum. Þar til nýlega töldu menn að elztu hellaristur heimsins væri að finna í Frakklandi, 30.000 ára gömul listaverk. Fyrir fáeinum árum fundust áður óþekktar hellaristur í Suður-Afríku, 160.000 ára gamlar. Eða músíkin, maður lifandi. Hvaðan heldur þú, lesandi minn góður, að rokkið sé komið og rúmban? Frá Kongó. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun