Gjaldeyrishöftin kvödd! Lars Christensen skrifar 15. mars 2017 12:30 Síðasta sunnudag tilkynnti ríkisstjórnin að hún ætlaði að afnema nánast öll gjaldeyrishöft á Íslandi. Þessu ber sannarlega að fagna og ríkisstjórnin á hrós skilið fyrir þessa aðgerð – það var löngu tími til kominn. Ég hef sjálfur lengi haldið því fram að gjaldeyrishöft hafi mjög brenglandi áhrif og að ávinningurinn sem kann að vera til skamms tíma sé mun minni en langtímaskaðinn af slíkum höftum. Ég held að flestir Íslendingar séu nú sammála þessu. Þetta þýðir hins vegar ekki að afnám haftanna geti ekki leitt til aukinnar efnahagslegrar og fjármálalegrar óvissu fyrst um sinn og við höfum nú þegar séð krónuna verða fyrir þrýstingi þegar höftunum er aflétt. En ríkisstjórnin valdi heppilegan tíma fyrir þetta. Í fyrsta lagi hefur krónan styrkst síðustu mánuði og ég held að flestir hagfræðingar og þátttakendur á fjármálamörkuðum séu sammála um að krónan sé orðin of sterk. En þetta er líka dæmi um þá staðreynd að með gjaldeyrishöftum er í raun einu tæki færra sem hagkerfið hefur til að aðlagast og þess vegna kemur fram ójafnvægi á öðrum sviðum. Spurningin núna er auðvitað hversu mikið krónan fellur þegar höftunum verður aflétt. Við vitum það í raun ekki en ég held að það sé mikilvægt að gera greinarmun á skammtíma- og langtímagengisbreytingum. Til skamms tíma getur krónan lækkað óhóflega ef of margir reyna að komast út um of litlar dyr á sama tíma. Ef þetta gerist er best að pólitísk og efnahagsleg yfirvöld leyfi markaðsöflunum að finna rétt verðgildi krónunnar og það verðgildi er líklegt til að vera í samræmi við það sem er „grunnverðgildi“ krónunnar til langframa. Og hvað er það þá? Einfaldasta, en ekki endilega 100% rétta, leiðin til að svara þessu er að líta á það sem hagfræðingar kalla jafnvirðisgengi (PPP). Þetta er í raun gengið leiðrétt eftir hlutfallslegu verðlagi á Íslandi samanborið við annars staðar í heiminum. Ef við leiðréttum gengið eftir hlutfallslegu verðlagi fáum við út svokallað raungengi. Það er hægt að mæla og miðað við það myndi ég halda því fram að krónan væri nú 10-15% of hátt skráð. Svo við ættum augljóslega ekki að útiloka að krónan gæti fallið sem því nemur – en það myndi í raun bara færa gengi krónunnar þangað sem það var fyrir 6-7 mánuðum. Að lokum vil ég halda því fram að við ættum í sjálfu sér ekki að hafa áhyggjur af gengissveiflum. Við ættum hins vegar að gera eitthvað í ástæðunum fyrir því að þetta virðist vera vandamál á Íslandi. Tvær lykilráðstafanir sem ég myndi mæla með væru að breyta markmiði Seðlabankans úr verðbólgumarkmiði yfir í nafnlaunamarkmið og tengja afborganir húsnæðislána við nafnlaunaþróun frekar en við verðbólgu. Þessar tvær stefnutillögur myndu draga verulega úr neikvæðum smitáhrifum af gengissveiflum. Þetta ættu að vera næstu umbætur sem ríkisstjórnin tekur til athugunar.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Síðasta sunnudag tilkynnti ríkisstjórnin að hún ætlaði að afnema nánast öll gjaldeyrishöft á Íslandi. Þessu ber sannarlega að fagna og ríkisstjórnin á hrós skilið fyrir þessa aðgerð – það var löngu tími til kominn. Ég hef sjálfur lengi haldið því fram að gjaldeyrishöft hafi mjög brenglandi áhrif og að ávinningurinn sem kann að vera til skamms tíma sé mun minni en langtímaskaðinn af slíkum höftum. Ég held að flestir Íslendingar séu nú sammála þessu. Þetta þýðir hins vegar ekki að afnám haftanna geti ekki leitt til aukinnar efnahagslegrar og fjármálalegrar óvissu fyrst um sinn og við höfum nú þegar séð krónuna verða fyrir þrýstingi þegar höftunum er aflétt. En ríkisstjórnin valdi heppilegan tíma fyrir þetta. Í fyrsta lagi hefur krónan styrkst síðustu mánuði og ég held að flestir hagfræðingar og þátttakendur á fjármálamörkuðum séu sammála um að krónan sé orðin of sterk. En þetta er líka dæmi um þá staðreynd að með gjaldeyrishöftum er í raun einu tæki færra sem hagkerfið hefur til að aðlagast og þess vegna kemur fram ójafnvægi á öðrum sviðum. Spurningin núna er auðvitað hversu mikið krónan fellur þegar höftunum verður aflétt. Við vitum það í raun ekki en ég held að það sé mikilvægt að gera greinarmun á skammtíma- og langtímagengisbreytingum. Til skamms tíma getur krónan lækkað óhóflega ef of margir reyna að komast út um of litlar dyr á sama tíma. Ef þetta gerist er best að pólitísk og efnahagsleg yfirvöld leyfi markaðsöflunum að finna rétt verðgildi krónunnar og það verðgildi er líklegt til að vera í samræmi við það sem er „grunnverðgildi“ krónunnar til langframa. Og hvað er það þá? Einfaldasta, en ekki endilega 100% rétta, leiðin til að svara þessu er að líta á það sem hagfræðingar kalla jafnvirðisgengi (PPP). Þetta er í raun gengið leiðrétt eftir hlutfallslegu verðlagi á Íslandi samanborið við annars staðar í heiminum. Ef við leiðréttum gengið eftir hlutfallslegu verðlagi fáum við út svokallað raungengi. Það er hægt að mæla og miðað við það myndi ég halda því fram að krónan væri nú 10-15% of hátt skráð. Svo við ættum augljóslega ekki að útiloka að krónan gæti fallið sem því nemur – en það myndi í raun bara færa gengi krónunnar þangað sem það var fyrir 6-7 mánuðum. Að lokum vil ég halda því fram að við ættum í sjálfu sér ekki að hafa áhyggjur af gengissveiflum. Við ættum hins vegar að gera eitthvað í ástæðunum fyrir því að þetta virðist vera vandamál á Íslandi. Tvær lykilráðstafanir sem ég myndi mæla með væru að breyta markmiði Seðlabankans úr verðbólgumarkmiði yfir í nafnlaunamarkmið og tengja afborganir húsnæðislána við nafnlaunaþróun frekar en við verðbólgu. Þessar tvær stefnutillögur myndu draga verulega úr neikvæðum smitáhrifum af gengissveiflum. Þetta ættu að vera næstu umbætur sem ríkisstjórnin tekur til athugunar.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun