Frumleg hárgreiðsla, óheflað orðbragð og ofvirkur á Twitter. Hljómar kunnuglega og skuggalega viðeigandi fyrir stjórnmálamanninn sem kallaður hefur verið Donald Trump Hollands. Geert Wilders freistar þess í dag að reka fleig í hina hefðbundnu stjórnmálastétt landsins. Gengið er að kjörborðinu í dag og kjósa Hollendingar sér nýtt þing en kosið er um 150 þingsæti í neðri deild þingsins. Kosningarnar hafa verið undir smásjá fjölmiðla að undanförnu sökum þess að þær eru fyrstu stóru kosningarnar í Evrópu eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna.Sumir vilja meina að kjör Trump hafi verið upphafið að þjóðernisbylgju á Vesturlöndum. Er Holland næst í röðinni?Nordicphotos/EPAÍ kjölfar embættistöku Trump og Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fyrra hefur því verið spáð að bylgja þjóðernishyggju muni ganga yfir Evrópu ekki síst í ljósi þess að þjóðernisflokkar fagna góðu gengi í skoðanakönnunum í Hollandi, Frakklandi og Þýskalandi en kosið er í öllum þessum ríkjum í ár. Lýðskrumsflokki Geert Wilders, Frelsisflokknum (PVV), hefur verið spáð góðum árangri í kosningunum þó að ólíklegt sé að flokkurinn taki sæti í ríkisstjórn. Flokkurinn er andvígur því sem hann kallar íslamsvæðingu Hollands, vill útgöngu Hollands úr Evrópusambandinu og berst gegn auknum straumi innflytjenda og flóttamanna til Hollands. Það væri því í takt við þróunina í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar að andkerfisöfl fari í auknu mæli að sækja í sig veðrið á meginlandi Evrópu. Holland gæti verið fyrst í röðinni.Skoðanakannanir benda til þess að hollensku ríkisstjórnarflokkarnir munu tapa miklu fylgi og að Frelsisflokkurinn bæti við sig.Á sama tíma og Frelsisflokkurinn fagnar góðu gengi í skoðanakönnunum hafa hinu hefðbundnu valdaflokkar, Frjálslyndi flokkurinn (VVD) flokkur Mark Rutte forsætisráðherra og Verkamannaflokkurinn (PvdA) hrunið í skoðanakönnunum frá síðustu kosningum en þessir tveir flokkar hafa myndað samsteypustjórn undanfarin ár. Frjálslyndi flokkurinn fékk 41 þingmann í kosningunum 2012 en nú er spáð að flokkurinn fá á bilinu 24 til 28 þingmenn. Verkamannaflokkurinn hefur gersamlega hrunið, fékk 35 þingmenn árið 2012 en nú er spáð að flokkurinn fái á bilinu 10 til 12 þingmenn og fari úr því að vera næst stærsti flokkur landsins í að verða sjöundi stærsti flokkurinn. Berast á banaspjótumÍ kjölfar þess að Donald Trump vann forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fór fylgi við Geert Wilders og Frelsisflokkinn á flug og Wilders fagnaði sigri Trump ákaft. Wilders telur að sigur Trumps hafi verið „vor föðurlandsástarinnar“ og að Trump eigi að vera Evrópubúum innblástur. Lengi vel mældist Frelsisflokkurinn stærsti flokkur landsins en hann hefur dalað í könnunum því sem nær dregur kosningum. Nú berjast Frelsisflokkurinn og Frjálslyndi flokkur forsætisráðherrans um toppsætið í kosningabaráttunni.Hver er Wilders og hvað er hann að bjóða Hollendingum? Geert Wilders er eini meðlimurinn í Frelsisflokknum (þó að fleiri bjóði fram undir merkjum flokksins) enda óvenjulegur flokkur á meðal hefðbundinna hollenskra stjórnmálaflokka. Wilder stofnaði Frelsisflokkinn árið 2006 eftir að hann var rekinn úr Frjálslynda flokknum (VVD) en hann hafði þjónað sem þingmaður flokksins frá árinu 1998. Skoðanir Wilders þóttu of öfgafullar fyrir Frjálslynda flokkinn og endurspeglast það í núverandi stefnuskrá Frelsisflokksins.Wilders vill meðal annars loka skólum fyrir múslima, hindra innflutning múslima og banna sölu á Kóraninum.Nordicphotos/EPAFlokkurinn vill að Holland gangi úr Evrópusambandinu. „Nexit“ er það gjarnan kallað og hefur Wilders meðal annars stungið upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Hollendinga í Evrópusambandinu líkt og í Bretlandi. Þá er flokkurinn andvígur auknum straumi innflytjenda og flóttamanna til landsins en fyrst og fremst leggst flokkurinn gegn því sem hann kallar „íslamsvæðingu“ Hollands. Í stefnuskrá Frelsisflokksins má meðal annars finna tillögur um lokanir á skólum fyrir múslima, bann við komu múslimskra innflytjenda til landsins og að bannað verði að selja Kóraninn en Wilders sjálfur hefur líkt Kóraninum við Mein Kampf.Hverjir aðrir eru í framboði? Geert Wilders hefur að mestu rænt allri umfjöllun um Hollensku kosningarnar en 27 flokkar auk Frelsisflokksins bjóða fram til neðri deildarinnar og gjöfulustu skoðanakannanir benda til þess að allt að 14 flokkar geti tekið sæti á þinginu.Allt bendir til þess að Frjálslyndi flokkur (VVD) forsætisráðherrans, Mark Rutte, verði stærsti flokkurinn að kosningum loknum en Frelsisflokkurinn veitir honum harða samkeppni. Rutte hefur verið forsætisráðherra frá árinu 2010 og meðal annars í skammlífri minnihlutastjórn með stuðningi Frelsisflokksins. Flokkurinn er hefðbundinn frjálslyndur markaðshyggjuflokkur en upp á síðkastið hefur Rutte þurft að keppast um kjósendur við Frelsisflokkurinn. Því hefur flokkurinn hert nokkuð ímynd sína þegar kemur að innflytjendastefnu og opnum landamærum. Í aðdraganda kosninganna skrifaði Rutte meðal annars opið bréf til vandræðagemlinga í hópi innflytjenda þar sem hann sagði þeim að „haga sér eðlilega eða hypja sig.“Verkamannaflokkurinn (PvdA) hefur setið ásamt Frjálslynda flokknum í ríkisstjórn frá árinu 2012. Í síðustu kosningum keppti Verkamannaflokkurinn við Frjálslynda flokkinn um forsætisráðherraembættið. Í dag er hann ekki svipur hjá sjón en kannanir gera ráð fyrir að flokkurinn gæti tapað um 70 prósent þingstyrks og fylgir hann því hruni margra annarra jafnaðarmannaflokka í Evrópu. Þó svo að augu allra séu á Frelsisflokknum eru margir aðrir „smáflokkar“ sem sækja í sig veðrið og verða hugsanlega allt annað en smáflokkar eftir kosningarnar. þar má nefna frjálslynda flokkinn D66 sem hefur unnið sér fylgi fyrir harkalega andstöðu við innflytjendastefnu Frelsisflokksins. Græningjaflokkurinn (GL) hefur þá fjórfaldast í skoðanakönnunum og margir þakka það hinum unga leiðtoga flokksins, hinum þrítuga hálf-marakkóska Jesse Klaver. Þá er Kristilegum Demókrötum (CDA) einnig spáð góðum árangri og Sósíalistaflokkurinn (SP) sem gjarnan er lýst sem Frelsisflokknum án rasisma virðist ætla að verða stærri en Verkamannaflokkurinn. Þá bjóða margir smærri flokkar fram með sértækari stefnumál líkt og Dýravelferðarflokkurinn, 50PLUS flokkur eldri borgara og þá gætu Píratar náð inn einum þingmanni og yrði Holland þá annað landið í heiminum til að hafa Pírata á þjóðþinginu. Um hvað er kosið?Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í fimm ár, spáð er hagvexti upp á 2.3 prósent og opinberar skuldir eru lægri en meðaltalið í Evrópusambandinu. Almennt líta hlutirnir vel út fyrir Hollendinga og efnahagurinn dafnar vel eftir alþjóðlegu fjármálakreppuna. Flóttamenn, innflytjendur, Evrópusambandið, fjölmenning, hnattvæðing og sjálfstæði eru þá lykilorð kosningabaráttunnar. 31 þúsund hælisleitendur sóttu um alþjóðlega vernd í Hollandi í fyrra sem er mun minna en opinberar spár sem gerðu ráð fyrir allt að 90 þúsund hælisleitendum. Engu að síður hafa stjórnmálamenn gert fjölmenningu og aðlögun innflytjenda og flóttamanna að hollensku samfélagi að aðal deiluefni kosninganna. Wilders hefur ítrekað sakað Rutte um að hafa haldið landamærum Hollands opnum og gert hollenska menningu berskjaldaða fyrir áhrifum Íslam. Rutte hefur svarað Wilders á þá vegu að lokun landamæra og einangrun Hollands myndi skapa fullkominn glundroða. Um helgina breyttist landslag kosningabaráttunnar nokkuð þegar að Erdogan Tyrklandsforseti og hollensk stjórnvöld hófu diplómatískan skotgrafarhernað.Í kjölfar þess að hollensk stjórnvöld bönnuðu fjöldafundi Tyrkja búsetta í Hollandi og bönnuðu Tyrkneskum ráðherrum að sækja slíka fundi sakaði Erdogan hollensk stjórnvöld um nasíska tilburði. Olíu var hellt á eldinn þegar að Erdogan sakaði Hollendinga um að hafa borið ábyrgð á fjöldamorðunum í Srebrenica árið 1995 og að Hollendingar búi almennt yfir rotnum persónuleika. Ljóst er að milliríkjadeilan muni hafa áhrif á kosningarnar. Í fyrsta lagi hafa ákveðin viðbrögð Mark Rutte við orðum Erdogans sett forsætisráðherrann í sviðsljósið á jákvæðan hátt. Rutte sagði orð Erdogans „ógeðslega afskræmingu á sögunni“ og að hann myndi ekki leggjast á sama lága plan. Þá hafa deilurnar velt upp spurningum um áhrif tyrkneskra innflytjenda í hollensku samfélagi. Wilders hefur þá gripið átökin á lofti og sakað Rutte um linkind í samskiptum við Erdogan.Verður Holland fyrst í „Trumpvæðingu“ Evrópu? Þó að Sigur Trump hafi verið afgerandi á sínum tíma og margir segja það hafa verið upphafið að uppgangi þjóðernissinna víðar en í Bandaríkjunum hafa Hollendingar lengi þolað orðæðu í ætt við þá sem Trump hefur viðhaft. Geert Wilders hefur verið virkur í hollenskum stjórnmálum um nokkurt skeið og orðræða hans hefur lítið breyst. Frelsisflokkurinn hefur áður náð góðum árangri en í kosningunum árið 2010 hlaut flokkurinn 24 þingmenn í kosningum til neðri deildar þingsins. Þá þótti það stórsigur og nú stefnir í að flokkurinn nái svipuðum árangri og þá. Munurinn er hinsvegar sá að hinir hefðbundnu valdaflokkar hafa misst yfirburðastöðu sína. Sameiginlega voru Frjálslyndi flokkurinn og Verkamannaflokkurinn með tæplega 50 prósent allra atkvæða en mælast nú með á milli 20 og 30 prósent. Nú er lag fyrir nýjan flokk, líkt og Frelsisflokkinn, að verða stærsti flokkur landsins. Þrátt fyrir að Frelsisflokkurinn yrði stærsti flokkur landsins er afar ólíklegt að flokkurinn komist til valda og að Wilders verði forsætisráðherra. Frá þarsíðustu aldamótum hefur enginn einn flokkur verið við völd í Hollandi. Ávallt þarf að treysta á meirihlutastjórn tveggja eða fleiri flokka eða mynda minnihlutastjórn með meirihutastuðning í báðum deildum þingsins.Nokkur möguleg stjórnarmynsturCreate column chartsÞað fellur í skaut Hollandskonungs að veita umboð til stjórnarmyndunar. Konungurinn fundar með formönnum allra flokka og veitir umboð út frá ráðleggingum meirihluta flokksformanna á þinginu. Í þessum kosningum hafa flestir flokkar útilokað það að vinna með Frelsisflokki Wilders og því nær ómögulegt fyrir hann að fá umboð til myndunar ríkisstjórnar. 76 þingmenn þarf til að mynda meirihluta á þinginu og fjölmörg stjórnarmynstur í boði. Kannanir benda til þess að flokkur hans fái á bilinu 20 til 24 þingmenn sem er langt frá þeim meirihluta sem þarf til að mynda ríkisstjórn. Þrátt fyrir að Wilders hafi aldrei gætt meiri áhrifa verða hans hlutskipti vafalaust áframhaldandi áhrifaleysi í stjórnarandstöðu. Ef niðurstöður kosninganna í kvöld verða ekki algerlega á skjön við helstu spár mun „Trumpvæðing“ Hollands því að öllum líkindum þurfa að bíða í nokkur ár. Fréttaskýringar Holland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent
Frumleg hárgreiðsla, óheflað orðbragð og ofvirkur á Twitter. Hljómar kunnuglega og skuggalega viðeigandi fyrir stjórnmálamanninn sem kallaður hefur verið Donald Trump Hollands. Geert Wilders freistar þess í dag að reka fleig í hina hefðbundnu stjórnmálastétt landsins. Gengið er að kjörborðinu í dag og kjósa Hollendingar sér nýtt þing en kosið er um 150 þingsæti í neðri deild þingsins. Kosningarnar hafa verið undir smásjá fjölmiðla að undanförnu sökum þess að þær eru fyrstu stóru kosningarnar í Evrópu eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna.Sumir vilja meina að kjör Trump hafi verið upphafið að þjóðernisbylgju á Vesturlöndum. Er Holland næst í röðinni?Nordicphotos/EPAÍ kjölfar embættistöku Trump og Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fyrra hefur því verið spáð að bylgja þjóðernishyggju muni ganga yfir Evrópu ekki síst í ljósi þess að þjóðernisflokkar fagna góðu gengi í skoðanakönnunum í Hollandi, Frakklandi og Þýskalandi en kosið er í öllum þessum ríkjum í ár. Lýðskrumsflokki Geert Wilders, Frelsisflokknum (PVV), hefur verið spáð góðum árangri í kosningunum þó að ólíklegt sé að flokkurinn taki sæti í ríkisstjórn. Flokkurinn er andvígur því sem hann kallar íslamsvæðingu Hollands, vill útgöngu Hollands úr Evrópusambandinu og berst gegn auknum straumi innflytjenda og flóttamanna til Hollands. Það væri því í takt við þróunina í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar að andkerfisöfl fari í auknu mæli að sækja í sig veðrið á meginlandi Evrópu. Holland gæti verið fyrst í röðinni.Skoðanakannanir benda til þess að hollensku ríkisstjórnarflokkarnir munu tapa miklu fylgi og að Frelsisflokkurinn bæti við sig.Á sama tíma og Frelsisflokkurinn fagnar góðu gengi í skoðanakönnunum hafa hinu hefðbundnu valdaflokkar, Frjálslyndi flokkurinn (VVD) flokkur Mark Rutte forsætisráðherra og Verkamannaflokkurinn (PvdA) hrunið í skoðanakönnunum frá síðustu kosningum en þessir tveir flokkar hafa myndað samsteypustjórn undanfarin ár. Frjálslyndi flokkurinn fékk 41 þingmann í kosningunum 2012 en nú er spáð að flokkurinn fá á bilinu 24 til 28 þingmenn. Verkamannaflokkurinn hefur gersamlega hrunið, fékk 35 þingmenn árið 2012 en nú er spáð að flokkurinn fái á bilinu 10 til 12 þingmenn og fari úr því að vera næst stærsti flokkur landsins í að verða sjöundi stærsti flokkurinn. Berast á banaspjótumÍ kjölfar þess að Donald Trump vann forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fór fylgi við Geert Wilders og Frelsisflokkinn á flug og Wilders fagnaði sigri Trump ákaft. Wilders telur að sigur Trumps hafi verið „vor föðurlandsástarinnar“ og að Trump eigi að vera Evrópubúum innblástur. Lengi vel mældist Frelsisflokkurinn stærsti flokkur landsins en hann hefur dalað í könnunum því sem nær dregur kosningum. Nú berjast Frelsisflokkurinn og Frjálslyndi flokkur forsætisráðherrans um toppsætið í kosningabaráttunni.Hver er Wilders og hvað er hann að bjóða Hollendingum? Geert Wilders er eini meðlimurinn í Frelsisflokknum (þó að fleiri bjóði fram undir merkjum flokksins) enda óvenjulegur flokkur á meðal hefðbundinna hollenskra stjórnmálaflokka. Wilder stofnaði Frelsisflokkinn árið 2006 eftir að hann var rekinn úr Frjálslynda flokknum (VVD) en hann hafði þjónað sem þingmaður flokksins frá árinu 1998. Skoðanir Wilders þóttu of öfgafullar fyrir Frjálslynda flokkinn og endurspeglast það í núverandi stefnuskrá Frelsisflokksins.Wilders vill meðal annars loka skólum fyrir múslima, hindra innflutning múslima og banna sölu á Kóraninum.Nordicphotos/EPAFlokkurinn vill að Holland gangi úr Evrópusambandinu. „Nexit“ er það gjarnan kallað og hefur Wilders meðal annars stungið upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Hollendinga í Evrópusambandinu líkt og í Bretlandi. Þá er flokkurinn andvígur auknum straumi innflytjenda og flóttamanna til landsins en fyrst og fremst leggst flokkurinn gegn því sem hann kallar „íslamsvæðingu“ Hollands. Í stefnuskrá Frelsisflokksins má meðal annars finna tillögur um lokanir á skólum fyrir múslima, bann við komu múslimskra innflytjenda til landsins og að bannað verði að selja Kóraninn en Wilders sjálfur hefur líkt Kóraninum við Mein Kampf.Hverjir aðrir eru í framboði? Geert Wilders hefur að mestu rænt allri umfjöllun um Hollensku kosningarnar en 27 flokkar auk Frelsisflokksins bjóða fram til neðri deildarinnar og gjöfulustu skoðanakannanir benda til þess að allt að 14 flokkar geti tekið sæti á þinginu.Allt bendir til þess að Frjálslyndi flokkur (VVD) forsætisráðherrans, Mark Rutte, verði stærsti flokkurinn að kosningum loknum en Frelsisflokkurinn veitir honum harða samkeppni. Rutte hefur verið forsætisráðherra frá árinu 2010 og meðal annars í skammlífri minnihlutastjórn með stuðningi Frelsisflokksins. Flokkurinn er hefðbundinn frjálslyndur markaðshyggjuflokkur en upp á síðkastið hefur Rutte þurft að keppast um kjósendur við Frelsisflokkurinn. Því hefur flokkurinn hert nokkuð ímynd sína þegar kemur að innflytjendastefnu og opnum landamærum. Í aðdraganda kosninganna skrifaði Rutte meðal annars opið bréf til vandræðagemlinga í hópi innflytjenda þar sem hann sagði þeim að „haga sér eðlilega eða hypja sig.“Verkamannaflokkurinn (PvdA) hefur setið ásamt Frjálslynda flokknum í ríkisstjórn frá árinu 2012. Í síðustu kosningum keppti Verkamannaflokkurinn við Frjálslynda flokkinn um forsætisráðherraembættið. Í dag er hann ekki svipur hjá sjón en kannanir gera ráð fyrir að flokkurinn gæti tapað um 70 prósent þingstyrks og fylgir hann því hruni margra annarra jafnaðarmannaflokka í Evrópu. Þó svo að augu allra séu á Frelsisflokknum eru margir aðrir „smáflokkar“ sem sækja í sig veðrið og verða hugsanlega allt annað en smáflokkar eftir kosningarnar. þar má nefna frjálslynda flokkinn D66 sem hefur unnið sér fylgi fyrir harkalega andstöðu við innflytjendastefnu Frelsisflokksins. Græningjaflokkurinn (GL) hefur þá fjórfaldast í skoðanakönnunum og margir þakka það hinum unga leiðtoga flokksins, hinum þrítuga hálf-marakkóska Jesse Klaver. Þá er Kristilegum Demókrötum (CDA) einnig spáð góðum árangri og Sósíalistaflokkurinn (SP) sem gjarnan er lýst sem Frelsisflokknum án rasisma virðist ætla að verða stærri en Verkamannaflokkurinn. Þá bjóða margir smærri flokkar fram með sértækari stefnumál líkt og Dýravelferðarflokkurinn, 50PLUS flokkur eldri borgara og þá gætu Píratar náð inn einum þingmanni og yrði Holland þá annað landið í heiminum til að hafa Pírata á þjóðþinginu. Um hvað er kosið?Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í fimm ár, spáð er hagvexti upp á 2.3 prósent og opinberar skuldir eru lægri en meðaltalið í Evrópusambandinu. Almennt líta hlutirnir vel út fyrir Hollendinga og efnahagurinn dafnar vel eftir alþjóðlegu fjármálakreppuna. Flóttamenn, innflytjendur, Evrópusambandið, fjölmenning, hnattvæðing og sjálfstæði eru þá lykilorð kosningabaráttunnar. 31 þúsund hælisleitendur sóttu um alþjóðlega vernd í Hollandi í fyrra sem er mun minna en opinberar spár sem gerðu ráð fyrir allt að 90 þúsund hælisleitendum. Engu að síður hafa stjórnmálamenn gert fjölmenningu og aðlögun innflytjenda og flóttamanna að hollensku samfélagi að aðal deiluefni kosninganna. Wilders hefur ítrekað sakað Rutte um að hafa haldið landamærum Hollands opnum og gert hollenska menningu berskjaldaða fyrir áhrifum Íslam. Rutte hefur svarað Wilders á þá vegu að lokun landamæra og einangrun Hollands myndi skapa fullkominn glundroða. Um helgina breyttist landslag kosningabaráttunnar nokkuð þegar að Erdogan Tyrklandsforseti og hollensk stjórnvöld hófu diplómatískan skotgrafarhernað.Í kjölfar þess að hollensk stjórnvöld bönnuðu fjöldafundi Tyrkja búsetta í Hollandi og bönnuðu Tyrkneskum ráðherrum að sækja slíka fundi sakaði Erdogan hollensk stjórnvöld um nasíska tilburði. Olíu var hellt á eldinn þegar að Erdogan sakaði Hollendinga um að hafa borið ábyrgð á fjöldamorðunum í Srebrenica árið 1995 og að Hollendingar búi almennt yfir rotnum persónuleika. Ljóst er að milliríkjadeilan muni hafa áhrif á kosningarnar. Í fyrsta lagi hafa ákveðin viðbrögð Mark Rutte við orðum Erdogans sett forsætisráðherrann í sviðsljósið á jákvæðan hátt. Rutte sagði orð Erdogans „ógeðslega afskræmingu á sögunni“ og að hann myndi ekki leggjast á sama lága plan. Þá hafa deilurnar velt upp spurningum um áhrif tyrkneskra innflytjenda í hollensku samfélagi. Wilders hefur þá gripið átökin á lofti og sakað Rutte um linkind í samskiptum við Erdogan.Verður Holland fyrst í „Trumpvæðingu“ Evrópu? Þó að Sigur Trump hafi verið afgerandi á sínum tíma og margir segja það hafa verið upphafið að uppgangi þjóðernissinna víðar en í Bandaríkjunum hafa Hollendingar lengi þolað orðæðu í ætt við þá sem Trump hefur viðhaft. Geert Wilders hefur verið virkur í hollenskum stjórnmálum um nokkurt skeið og orðræða hans hefur lítið breyst. Frelsisflokkurinn hefur áður náð góðum árangri en í kosningunum árið 2010 hlaut flokkurinn 24 þingmenn í kosningum til neðri deildar þingsins. Þá þótti það stórsigur og nú stefnir í að flokkurinn nái svipuðum árangri og þá. Munurinn er hinsvegar sá að hinir hefðbundnu valdaflokkar hafa misst yfirburðastöðu sína. Sameiginlega voru Frjálslyndi flokkurinn og Verkamannaflokkurinn með tæplega 50 prósent allra atkvæða en mælast nú með á milli 20 og 30 prósent. Nú er lag fyrir nýjan flokk, líkt og Frelsisflokkinn, að verða stærsti flokkur landsins. Þrátt fyrir að Frelsisflokkurinn yrði stærsti flokkur landsins er afar ólíklegt að flokkurinn komist til valda og að Wilders verði forsætisráðherra. Frá þarsíðustu aldamótum hefur enginn einn flokkur verið við völd í Hollandi. Ávallt þarf að treysta á meirihlutastjórn tveggja eða fleiri flokka eða mynda minnihlutastjórn með meirihutastuðning í báðum deildum þingsins.Nokkur möguleg stjórnarmynsturCreate column chartsÞað fellur í skaut Hollandskonungs að veita umboð til stjórnarmyndunar. Konungurinn fundar með formönnum allra flokka og veitir umboð út frá ráðleggingum meirihluta flokksformanna á þinginu. Í þessum kosningum hafa flestir flokkar útilokað það að vinna með Frelsisflokki Wilders og því nær ómögulegt fyrir hann að fá umboð til myndunar ríkisstjórnar. 76 þingmenn þarf til að mynda meirihluta á þinginu og fjölmörg stjórnarmynstur í boði. Kannanir benda til þess að flokkur hans fái á bilinu 20 til 24 þingmenn sem er langt frá þeim meirihluta sem þarf til að mynda ríkisstjórn. Þrátt fyrir að Wilders hafi aldrei gætt meiri áhrifa verða hans hlutskipti vafalaust áframhaldandi áhrifaleysi í stjórnarandstöðu. Ef niðurstöður kosninganna í kvöld verða ekki algerlega á skjön við helstu spár mun „Trumpvæðing“ Hollands því að öllum líkindum þurfa að bíða í nokkur ár.