Frekjurnar sem vilja framgang í starfi Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 29. mars 2017 07:00 Strax í frumbernsku fékk ég skilaboðin um að það væri eftirsóknarvert að vera þæg og góð. Krefjast ekki of mikils. Fylgja röð og sýna öllum tillitssemi. Vera ekkert að andskotast þótt aðrir færu fram fyrir mann eða hefðu hærra. Ef maður asnaðist til að taka að sér leiðtogahlutverk í leik eða skóla fékk maður iðulega þau skilaboð frá umhverfinu að maður væri frekja. Þessi skilaboð reyndust seig og fylgdu mér langt fram á fullorðinsár. Ég reyndi að falla í skuggann af strákunum og vildi frekar láta draga af mér neglurnar en að óska eftir launaviðtölum. Hvað þá framgangi í starfi. Nei, nei. Ætlaði bara að halda áfram að vera dugleg og bíða svo eftir langþráðu klappi á bakið frá strákunum. Einmitt. Fyrir nokkrum árum fór ég svo á samliggjandi foreldrafundi hjá 9 ára dótturinni og 10 ára syninum. Skilaboðin sem hann fékk frá kennaranum sínum voru að hann væri svo klár að hann gæti sigrað heiminn. Gæti gert hvað sem hann vildi. Orðrétt fékk dóttirin hins vegar skilaboðin um að hún væri afskaplega þægileg og góð. Öllum liði svo vel í kringum hana. Já, já. Einmitt. Frábært. Ég sé ennþá eftir því í dag að hafa verið þæga mamman á þessum fundi. Er búin að öskra inni í mér síðan. Á sama tíma les maður fréttir um að aðeins fimmtungur sveitarstjóra séu konur árið 2017. Fimmtungur! Ég starfa sem framkvæmdastjóri byggingafyrirtækis og get fullyrt að þar eru kvenstjórnendur nánast engir. Með tilheyrandi afleiðingum og vöntun á kvenlægum áherslum, gildum og jafnrétti í heilum bransa – sem stýrt er af Y-litningnum. Æ, í alvöru. Hvaða þægu stelpur hafa nokkurn tímann breytt heiminum? Getum við hætt að hrósa stelpunum okkar fyrir þæg(indi)? Hrósum þeim þegar þær nota útiröddina sína. Hrósum þeim þegar þær taka sér pláss. Valdeflum þær og ýtum undir styrkinn. Stöndum saman. Klöppum fyrir óþekkt. Gerum stelpurnar okkar að stjórnendum sem breyta heiminum. Kyrjum svo saman möntruna: „Góðar stelpur fara til himna en óþekkar stelpur fara hvert sem er.“Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun
Strax í frumbernsku fékk ég skilaboðin um að það væri eftirsóknarvert að vera þæg og góð. Krefjast ekki of mikils. Fylgja röð og sýna öllum tillitssemi. Vera ekkert að andskotast þótt aðrir færu fram fyrir mann eða hefðu hærra. Ef maður asnaðist til að taka að sér leiðtogahlutverk í leik eða skóla fékk maður iðulega þau skilaboð frá umhverfinu að maður væri frekja. Þessi skilaboð reyndust seig og fylgdu mér langt fram á fullorðinsár. Ég reyndi að falla í skuggann af strákunum og vildi frekar láta draga af mér neglurnar en að óska eftir launaviðtölum. Hvað þá framgangi í starfi. Nei, nei. Ætlaði bara að halda áfram að vera dugleg og bíða svo eftir langþráðu klappi á bakið frá strákunum. Einmitt. Fyrir nokkrum árum fór ég svo á samliggjandi foreldrafundi hjá 9 ára dótturinni og 10 ára syninum. Skilaboðin sem hann fékk frá kennaranum sínum voru að hann væri svo klár að hann gæti sigrað heiminn. Gæti gert hvað sem hann vildi. Orðrétt fékk dóttirin hins vegar skilaboðin um að hún væri afskaplega þægileg og góð. Öllum liði svo vel í kringum hana. Já, já. Einmitt. Frábært. Ég sé ennþá eftir því í dag að hafa verið þæga mamman á þessum fundi. Er búin að öskra inni í mér síðan. Á sama tíma les maður fréttir um að aðeins fimmtungur sveitarstjóra séu konur árið 2017. Fimmtungur! Ég starfa sem framkvæmdastjóri byggingafyrirtækis og get fullyrt að þar eru kvenstjórnendur nánast engir. Með tilheyrandi afleiðingum og vöntun á kvenlægum áherslum, gildum og jafnrétti í heilum bransa – sem stýrt er af Y-litningnum. Æ, í alvöru. Hvaða þægu stelpur hafa nokkurn tímann breytt heiminum? Getum við hætt að hrósa stelpunum okkar fyrir þæg(indi)? Hrósum þeim þegar þær nota útiröddina sína. Hrósum þeim þegar þær taka sér pláss. Valdeflum þær og ýtum undir styrkinn. Stöndum saman. Klöppum fyrir óþekkt. Gerum stelpurnar okkar að stjórnendum sem breyta heiminum. Kyrjum svo saman möntruna: „Góðar stelpur fara til himna en óþekkar stelpur fara hvert sem er.“Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun