Kínverjar kaupa 5% í Tesla Finnur Thorlacius skrifar 28. mars 2017 14:51 Tesla Model S. Tencent Holdings sem er kínverskur tæknirisi hefur keypt 5% hlut í bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla fyrir 1,78 milljarða dollara, eða fyrir 196 milljarða króna. Með þessum kaupum er Tencent Holdings orðinn einn stærsti eigandinn í Tesla, en sá stærsti er forstjórinn sjálfur, Elon Musk með 21% eignarhlut. Elon Musk hefur einmitt verið að reyna að sækja meira fjármagn fyrir smíðina á Tesla Model 3 bílnum og þróun næstu bíla Tesla. Gengi hlutabréf Tesla hækkaði í gær um 2% og standa bréfin nú í 275,6 dollurum. Kínversk fyrirtæki hafa að undanförnu verið að fjárfesta mikið í rafmagnsbílaframleiðendum þar sem þau óttast sífellt strangari mengunarstaðla í heimalandinu sökum þeirrar miklu loftmengunar sem í landinu er. Sem dæmi um það eru rafmagnsbílaframleiðendurnir LeSee, NextEV, Future Mobility og Qiantu Motor sem fengið hafa fjármagn að undanförnu frá kínverskum tæknifyrirtækjum gegn hlutum í þessum fyrirtækjum. Kínverjar hafa greinilega mikla trú á framtíð rafmagnsbíla. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent
Tencent Holdings sem er kínverskur tæknirisi hefur keypt 5% hlut í bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla fyrir 1,78 milljarða dollara, eða fyrir 196 milljarða króna. Með þessum kaupum er Tencent Holdings orðinn einn stærsti eigandinn í Tesla, en sá stærsti er forstjórinn sjálfur, Elon Musk með 21% eignarhlut. Elon Musk hefur einmitt verið að reyna að sækja meira fjármagn fyrir smíðina á Tesla Model 3 bílnum og þróun næstu bíla Tesla. Gengi hlutabréf Tesla hækkaði í gær um 2% og standa bréfin nú í 275,6 dollurum. Kínversk fyrirtæki hafa að undanförnu verið að fjárfesta mikið í rafmagnsbílaframleiðendum þar sem þau óttast sífellt strangari mengunarstaðla í heimalandinu sökum þeirrar miklu loftmengunar sem í landinu er. Sem dæmi um það eru rafmagnsbílaframleiðendurnir LeSee, NextEV, Future Mobility og Qiantu Motor sem fengið hafa fjármagn að undanförnu frá kínverskum tæknifyrirtækjum gegn hlutum í þessum fyrirtækjum. Kínverjar hafa greinilega mikla trú á framtíð rafmagnsbíla.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent