Var uppgötvuð á Justin Bieber tónleikum Ritstjórn skrifar 27. mars 2017 11:45 Nandy hefur náð langt á fáeinum mánuðum. Mynd/Getty Nú til dags reyna fyrirsætuskrifstofur að finna fyrirsætur nánast hvar sem er. Hvort sem það er á Instagram eða tónleikum. Nandy Nicodeme var á tónleikum hjá uppáhalds tónlistarmanninum sínum, Justin Bieber, í Belgíu þegar umboðsmaður gaf henni nafnspjaldið sitt. Upp að því hafði hún aldrei pælt í því að starfa sem fyrirsæta. Stuttu eftir tónleikana gekk Nandy í sinni fyrstu sýningu, sem var hvorki meira né minna en fyrir ítalska tískuhúsið Prada. Hún skrifaði í kjölfarið undir fyrirsætusamning hjá Next fyrirsætuskrifstofunni. Nandy ákvað að reyna fyrir sér á tískuvikunni í París fyrir mánuði síðan og gekk það vonum framar. Hún landaði nánast öllum sýningunum sem hún mætti í prufu fyrir. Á endanum gekk Nandy fyrir Acne Studios, Chanel, Saint Laurent, Sacai, Sonya Rykel, Dior og fleiri af stærri tískuhúsunum. Það er óhætt að segja að ferill Nandy Nicodeme hafi byrjað með látum og við eigum eflaust eftir að sjá meira af henni í nánustu framtíð.Nanda að sýna fyrir Saint Laurent í febrúar.Chanel er stærsta sýngin sem Nanda hefur gengið í. Mest lesið Þá er peysutíminn runninn upp Glamour Sigurvegari hönnunarverðlauna H&M einblínir á umhverfisvænar flíkur Glamour Íslenskar konur klæðast svörtu Glamour Má ekki fara úr yfirhöfn á almannafæri Glamour Metallic Stan Smith fyrir næsta sumar Glamour Kendall og Gigi klífa upp Forbes listann Glamour Þær hafa engu gleymt Glamour Fjölbreytt götutíska í París Glamour Instagram leikur OPI og Glamour Glamour Hubert de Givenchy deyr 91 árs að aldri Glamour
Nú til dags reyna fyrirsætuskrifstofur að finna fyrirsætur nánast hvar sem er. Hvort sem það er á Instagram eða tónleikum. Nandy Nicodeme var á tónleikum hjá uppáhalds tónlistarmanninum sínum, Justin Bieber, í Belgíu þegar umboðsmaður gaf henni nafnspjaldið sitt. Upp að því hafði hún aldrei pælt í því að starfa sem fyrirsæta. Stuttu eftir tónleikana gekk Nandy í sinni fyrstu sýningu, sem var hvorki meira né minna en fyrir ítalska tískuhúsið Prada. Hún skrifaði í kjölfarið undir fyrirsætusamning hjá Next fyrirsætuskrifstofunni. Nandy ákvað að reyna fyrir sér á tískuvikunni í París fyrir mánuði síðan og gekk það vonum framar. Hún landaði nánast öllum sýningunum sem hún mætti í prufu fyrir. Á endanum gekk Nandy fyrir Acne Studios, Chanel, Saint Laurent, Sacai, Sonya Rykel, Dior og fleiri af stærri tískuhúsunum. Það er óhætt að segja að ferill Nandy Nicodeme hafi byrjað með látum og við eigum eflaust eftir að sjá meira af henni í nánustu framtíð.Nanda að sýna fyrir Saint Laurent í febrúar.Chanel er stærsta sýngin sem Nanda hefur gengið í.
Mest lesið Þá er peysutíminn runninn upp Glamour Sigurvegari hönnunarverðlauna H&M einblínir á umhverfisvænar flíkur Glamour Íslenskar konur klæðast svörtu Glamour Má ekki fara úr yfirhöfn á almannafæri Glamour Metallic Stan Smith fyrir næsta sumar Glamour Kendall og Gigi klífa upp Forbes listann Glamour Þær hafa engu gleymt Glamour Fjölbreytt götutíska í París Glamour Instagram leikur OPI og Glamour Glamour Hubert de Givenchy deyr 91 árs að aldri Glamour