Raj reynir að bjarga tennisvöllunum í Víkinni: Vilja sjá starfið byggt upp en ekki rifið niður Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2017 09:45 Raj með syni sínum Rafni Kumar á sólríkum degi í Víkinni. vísir/gva Raj K. Bonifacius, þrefaldur Íslandsmeistari í tvíliðaleik í tennis og aðalmaðurinn á bakvið tennisdeild Víkings, reynir nú hvað hann getur að bjarga tennisvöllunum í Víkinni. Aðalstjórn Víkings hefur tekið ákvörðun um að láta fjarlægja tennisvellina úr Víkinni í vor en þeir voru byggðir fyrir 31 ári. Raj kallar eftir aðstoð vefnum Betri Reykjavík þar sem hann vekur athygli á málinu. „Vil vekja athygli íþróttaáhugamanna á ákvörðun aðalstjórnar Víkings að láta fjarlægja tennisvellina úr Víkinni núna í vor. Þessir vellir voru upphaflega byggðir af íbúum hverfisins og tennisáhugamönnum fyrir 31 ári. Þeir eru bæði partur af sögu hverfisins og stór hluti af sögu og þróun tennis hérlendis. Tennisdeild Víkings vonar auðvitað að þessi ákvörðun verði breytt og að aðstaða til tennisiðkunar þarna verði bætt,“ segir á betrireykjavik.is. Vefurinn virkar þannig að hver sem er getur skrifað rök með og rök á móti. Þegar þessi frétt er skrifuð eru komin ellefu rök með því að halda völlunum en engin á móti. „Fyrirmyndar hverfisfélög bjóða upp á fjölbreytt úrval íþrótta. Það er markmið tennsideildar Víkings núna í vor að efla grasrótarstarfsemi [...] Tennisdeild Víkings vill taka virkan þátt í þessum verkefnum ásamt okkar hefðbundna sumarstarfi en okkur vantar aðstöðu,“ segir Raj og fleiri eru sammála honum. „Það er virkilega miður að sjá og heyra af þessari ákvörðun stjórnar Víkings,“ skrifar Bryndís Björnsdóttir. „Í fjölmörg ár hefur legið gullið tækifæri fyrir félagið að styrkja deildina innan Víkings [...] Tennisklúbburinn var mjög vel nýttur á sínum fyrstu árum þegar vellirnir voru í góðu ástandi og hefði klárlega getað verið svo áfram. Myndi vilja sjá starfið byggt upp frekar en rifið niður.“ Brynjar Már Karlsson bendir svo á að tennisvellirnir í Víkinni eru næst síðustu vellirnir sem eftir eru í höfuðborginni og engin áform eru um að byggja nýja. „Þetta er skammarlegt og á sama tíma hneykslanlegt að hugsa til þess að öll tennisiðkun Reykvíkinga skuli fara fram í Kópavogi.“ Tennis Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Í beinni: FH - Stjarnan | Hléinu langa loksins lokið Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra körfubolti, Lengjubikarinn og margt fleira Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Sjá meira
Raj K. Bonifacius, þrefaldur Íslandsmeistari í tvíliðaleik í tennis og aðalmaðurinn á bakvið tennisdeild Víkings, reynir nú hvað hann getur að bjarga tennisvöllunum í Víkinni. Aðalstjórn Víkings hefur tekið ákvörðun um að láta fjarlægja tennisvellina úr Víkinni í vor en þeir voru byggðir fyrir 31 ári. Raj kallar eftir aðstoð vefnum Betri Reykjavík þar sem hann vekur athygli á málinu. „Vil vekja athygli íþróttaáhugamanna á ákvörðun aðalstjórnar Víkings að láta fjarlægja tennisvellina úr Víkinni núna í vor. Þessir vellir voru upphaflega byggðir af íbúum hverfisins og tennisáhugamönnum fyrir 31 ári. Þeir eru bæði partur af sögu hverfisins og stór hluti af sögu og þróun tennis hérlendis. Tennisdeild Víkings vonar auðvitað að þessi ákvörðun verði breytt og að aðstaða til tennisiðkunar þarna verði bætt,“ segir á betrireykjavik.is. Vefurinn virkar þannig að hver sem er getur skrifað rök með og rök á móti. Þegar þessi frétt er skrifuð eru komin ellefu rök með því að halda völlunum en engin á móti. „Fyrirmyndar hverfisfélög bjóða upp á fjölbreytt úrval íþrótta. Það er markmið tennsideildar Víkings núna í vor að efla grasrótarstarfsemi [...] Tennisdeild Víkings vill taka virkan þátt í þessum verkefnum ásamt okkar hefðbundna sumarstarfi en okkur vantar aðstöðu,“ segir Raj og fleiri eru sammála honum. „Það er virkilega miður að sjá og heyra af þessari ákvörðun stjórnar Víkings,“ skrifar Bryndís Björnsdóttir. „Í fjölmörg ár hefur legið gullið tækifæri fyrir félagið að styrkja deildina innan Víkings [...] Tennisklúbburinn var mjög vel nýttur á sínum fyrstu árum þegar vellirnir voru í góðu ástandi og hefði klárlega getað verið svo áfram. Myndi vilja sjá starfið byggt upp frekar en rifið niður.“ Brynjar Már Karlsson bendir svo á að tennisvellirnir í Víkinni eru næst síðustu vellirnir sem eftir eru í höfuðborginni og engin áform eru um að byggja nýja. „Þetta er skammarlegt og á sama tíma hneykslanlegt að hugsa til þess að öll tennisiðkun Reykvíkinga skuli fara fram í Kópavogi.“
Tennis Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Í beinni: FH - Stjarnan | Hléinu langa loksins lokið Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra körfubolti, Lengjubikarinn og margt fleira Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Sjá meira