Beint af tískupallinum í sölu Ritstjórn skrifar 26. mars 2017 21:45 Íslenska „street wear“ merkið Inklaw sýndi vorlínu sína á RFF í gær. Línan er nú þegar komin á sölu á netverslun þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem að Inklaw sýnir á Reykjavík Fashion Festival og er óhætt að segja að sýningin hafi slegið í gegn. Samkvæmt Antoni Sigfússyni, framkvæmdarstjóra Inklaw, var mikið álag sem fylgdi sýningunni, enda voru 37 fyrirsætur sem gengu tískupallinn. „Þetta er búið að vera langt ferli enda er línan mjög stór að þessu sinni. Fyrir okkur er þessi lína nýtt upphaf.“ Það er Guðjón Geirsson sem sér um að hanna allar flíkurnar. Edda Guðmundsdóttir stíliseraði sýninguna. Stella Rósenkranz sá um uppsettninguna sem hefur vakið mikla athygli. Á meðal fyrirsætna voru fjölmörg þekkt andlit sem eru vinsæl á samfélagsmiðlum. Í lok sýningarinnar tóku fyrirsæturnar upp símana og tóku Snapchat og Instagram myndbönd og deildu þeim. „Við vildum fá fyrirsætur sem eru sterkir karakterar. Við vildum að fyrirsæturnar væru þau sjálf á tískupallinum. Þetta átti ekki að vera jafn formlegt og flestar tískusýningar og við sögðum fyrirsætunum að þau mættu tjá sig ef þau vildu, jafnvel taka upp símana.“ Enn sem komið er selja Inklaw vörur sínar einungis í gegnum vefsíðu sína en merkið hefur vakið mikla athygli erlendis. „ Helmingurinn af sölunni á síðunni er til útlanda. Við erum núna að vinna að því að koma vörunni okkar í búðir erlendis. Það voru flottir kaupendur sem komu á sýninguna svo að nú erum við bara að undirbúa það.“ Sérstök Inklaw pop-up verslun opnaði í dag í verslun Cintamani á Bankastræti. Þar er hægt að nálgast hluta af vorlínunni sem sýnd var á RFF. Mest lesið Fyrstu Chanel úrin fyrir karlmenn Glamour Það var ást við fyrstu sýn hjá Jared Leto og Gucci Glamour Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour Í grænum kápum í Stokkhólmi Glamour Vinsælasta flíkin á Coachella Glamour Gegnsætt og vínrauðar varir Glamour Nýtt trend fyrir haustið - baktöskur Glamour Tískuelítan fjölmennti á rauða dregilinn Glamour Stella McCartney hannar bresku búninga fyrir Olympíuleikana 2016 Glamour Pakkaðu smart í ferðatöskuna til Íslands Glamour
Íslenska „street wear“ merkið Inklaw sýndi vorlínu sína á RFF í gær. Línan er nú þegar komin á sölu á netverslun þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem að Inklaw sýnir á Reykjavík Fashion Festival og er óhætt að segja að sýningin hafi slegið í gegn. Samkvæmt Antoni Sigfússyni, framkvæmdarstjóra Inklaw, var mikið álag sem fylgdi sýningunni, enda voru 37 fyrirsætur sem gengu tískupallinn. „Þetta er búið að vera langt ferli enda er línan mjög stór að þessu sinni. Fyrir okkur er þessi lína nýtt upphaf.“ Það er Guðjón Geirsson sem sér um að hanna allar flíkurnar. Edda Guðmundsdóttir stíliseraði sýninguna. Stella Rósenkranz sá um uppsettninguna sem hefur vakið mikla athygli. Á meðal fyrirsætna voru fjölmörg þekkt andlit sem eru vinsæl á samfélagsmiðlum. Í lok sýningarinnar tóku fyrirsæturnar upp símana og tóku Snapchat og Instagram myndbönd og deildu þeim. „Við vildum fá fyrirsætur sem eru sterkir karakterar. Við vildum að fyrirsæturnar væru þau sjálf á tískupallinum. Þetta átti ekki að vera jafn formlegt og flestar tískusýningar og við sögðum fyrirsætunum að þau mættu tjá sig ef þau vildu, jafnvel taka upp símana.“ Enn sem komið er selja Inklaw vörur sínar einungis í gegnum vefsíðu sína en merkið hefur vakið mikla athygli erlendis. „ Helmingurinn af sölunni á síðunni er til útlanda. Við erum núna að vinna að því að koma vörunni okkar í búðir erlendis. Það voru flottir kaupendur sem komu á sýninguna svo að nú erum við bara að undirbúa það.“ Sérstök Inklaw pop-up verslun opnaði í dag í verslun Cintamani á Bankastræti. Þar er hægt að nálgast hluta af vorlínunni sem sýnd var á RFF.
Mest lesið Fyrstu Chanel úrin fyrir karlmenn Glamour Það var ást við fyrstu sýn hjá Jared Leto og Gucci Glamour Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour Í grænum kápum í Stokkhólmi Glamour Vinsælasta flíkin á Coachella Glamour Gegnsætt og vínrauðar varir Glamour Nýtt trend fyrir haustið - baktöskur Glamour Tískuelítan fjölmennti á rauða dregilinn Glamour Stella McCartney hannar bresku búninga fyrir Olympíuleikana 2016 Glamour Pakkaðu smart í ferðatöskuna til Íslands Glamour