Lífið

Sköpunarþörfin og ástríðan enn fyrir hendi

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Sigurður Gunnar segir handverkið í gullsmíði ekki hafa breyst í 300 ár.
Sigurður Gunnar segir handverkið í gullsmíði ekki hafa breyst í 300 ár. Vísir/Anton Brink
Gullsmíðin er skemmtilegt fag, ég fór í myndlistarskóla en svo var pabbi í gullsmíði og þá ákvað ég að fara þá leið. Hér fæ ég útrás fyrir sköpunarþörfina og ástríðan er enn fyrir hendi,“ segir Sigurður Gunnar Steinþórsson, gullsmiður í Gulli og silfri á Laugavegi 52 sem er sjötugur í dag. 

En hefur tæknin ekki breyst? „Nei, við sem erum í handverkinu gætum sest við 300 ára gamalt vinnuborð og unnið.“

Eiginkonan, Kristjana Ólafsdóttir, er verslunarstjóri og ein þriggja dætra þeirra hjóna er orðin gullsmíðameistari.

„Það eru yfir 70 ár sem sama fjölskyldan hefur fengist við þetta,“ segir Sigurður sem kveðst líka búinn að vera á sömu torfunni alla sína tíð. „Ég fæddist í Skólavörðuholtinu og hef lært og starfað á Laugaveginum. Þetta er bara eins og í sveitinni þar sem menn lifðu alla æfi á sömu þúfunni!“



Sigurður ætlar að bjóða vinnufélögum og nánustu ættingjum til fagnaðar í tilefni dagsins. „Þetta verður lítið og lokað en þegar ég verð 75 þá held ég kannski stórveislu. Stefnt skal að….eins og stundum er sagt!“

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. mars 2017






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.