Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Ritstjórn skrifar 23. mars 2017 12:00 Það er svo sannarlega glatt á hjalla í Reykjavík um þessar mundir þar sem HönnunarMars er nú í fullum gangi og mikið um dýrðir. Þetta er mánuðurinn sem fagurkerar landsins elska enda mikil gróska í íslenskri hönnun og fjölmargir viðburðir tengdir þessari ört stækkandi grein hér landi sem fara fram í þessum mánuði. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin en alls sýna um 400 hönnuðir verk sín. Reyndar eru viðurðirnir svo margir og fjölbreyttir að Glamour ákvað að taka saman hvaða viðburðum við mælum með að missa ekki af í dag, fimmtudaginn 23.mars. Nýjar fatalínur, tískusýning, húsgagnahönnun og almenn gleði er að listanum í dag en fjörið er rétt að byrja. Mynd/ SagaSigSwimslow er nýtt íslenskt sundfatamerki eftir í Ernu Bergmann sem verður frumsýnt í Héðinshúsinu kl. 20.30 í kvöld. Nánar um viðburðinn má finna hér. Sundbolirnir eru hannaðir á Íslandi en framleiddir á Ítalíu úr endurunnum efnum. Bæði efni og öll framleiðsla sundbolanna fer fram í sama héraði á Ítalíu með áherslu á lágmarks áhrif á umhverfið. Hönnuðurinn fékk innblástur úr reglulegum sundferðum í sína hverfislaug og heimsóknum í viðarsánuna. Swimslow leggur áherslu á að njóta þess að vera í núinu og bera virðingu fyrir umhverfinu. Hugmyndafræði Swimslow sprettur út frá baðmenningu Íslendinga og trúir hönnuðurinn ekki á sundfatatímabil – heldur telur það vera allan ársins hring. Sundbolirnir eru klassískir og áreynslulausir í sniðum og faðma kvenlíkamann í öllum sínum myndum án þess að vera of kynþokkafullir eða of sportlegir. Sundbolirnir eru úr sjálfbærum úrvalsefnum og er hugað að hverju smáatriði við hönnun og framleiðslu. Mikil áhersla er lögð á að láta konum líða vel og á gagnsæi yfir allt framleiðsluferlið – eða frá teikningu til lokaafurðar. Sundbolir Swimslow verða fáanlegir eftir á heimasíðu merkisins, swimslow.com.Geysir nýtir sér HönnunarMars til að frumsýna sumarlínu merkisins, en sérstakt frumsýningarhóf verður í kvöld kl.18 í versluninni á Skólavörðustíg 7. Það er alltaf gaman að sjá nýjar línur frá íslensku merkjunum - og flott að vörurnar eru fáanlegar í búðinni strax. Hér má lesa nánar um viðburðinn. Hildur Yeoman opnaði á dögunum verslun undir eigin nafni á Skólavörðustíg og verður með opið í kvöld að því tilefni. Skórnir frá Kalda eru einmitt til sölu í þeirri verslun en í kvöld ætlar Katrín Alda að vera með haust - og vetrarlínuna sína, Paris Texas, til sýnis fyrir áhugasama. Mælum enda alltaf gaman að skoða fallega skó! Hér má sjá meira um viðburðinn. Íslenska barnafatamerkið Igló+Indí verður með haust- og vetrarlínu sína til sýnis í versluninni á Skólavörðustíg ásamt því að sumarlínan er komin í hús. Gaman að skoða hvað er í vændum hjá þessu skemmtilega merki fyrir smáfólkið. Hér má lesa nánar um viðburðinn. Opnunarhátið HönnunarMars fer fram í dag klukkan 17 í Hörpu. Við sama tilefni opnar Félag húsgagna- og innréttingahönnuða sýninguna Íslensk húsgögn og hönnun í Flóa og Samtök arktektarstofa opna sýninguna Virðisaukandi arkitektúr. Sýningarnar standa yfir helgina en það er þess virði að kíkja við og fá innblástur. Þetta er bara brot af því sem er að gerast í dag á vegum HönnunarMars og hvetjum við alla til að kynna sér einstaklega fjölbreytta dagskrá hér. Dark Mood - Ljósmyndari: Íris Dögg Einarsdóttir Stílisti: Ása Ninna Pétursdóttir Hár og förðun: Adda Soffía IngvarsdóttirDark Mood er nýtt íslenskt fylgihlutamerki eftir Hildi Sumarliðadóttur sem gaman er að fylgjast með. Hún mun standa vaktina og kynna merkið í versluninni GK Reykjavík á Skólavörðustíg frá klukkan 19 í kvöld. Hér er hægt að fræðast meira um viðburðinn. Glamour Tíska Tengdar fréttir Hildur Yeoman opnar eigin verslun í miðbænum Verslunin mun bera nafnið Yeoman og opnar á morgun á Skólavörðustíg. 15. mars 2017 15:00 Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Pallíettutíminn er runninn upp Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Það eru allir æstir í Birki Bjarnason Glamour Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour "Íslenskar stelpur gera, segja og klæða sig eins og þær vilja“ Glamour Hélt að ferillinn myndi enda um tvítugt Glamour
Það er svo sannarlega glatt á hjalla í Reykjavík um þessar mundir þar sem HönnunarMars er nú í fullum gangi og mikið um dýrðir. Þetta er mánuðurinn sem fagurkerar landsins elska enda mikil gróska í íslenskri hönnun og fjölmargir viðburðir tengdir þessari ört stækkandi grein hér landi sem fara fram í þessum mánuði. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin en alls sýna um 400 hönnuðir verk sín. Reyndar eru viðurðirnir svo margir og fjölbreyttir að Glamour ákvað að taka saman hvaða viðburðum við mælum með að missa ekki af í dag, fimmtudaginn 23.mars. Nýjar fatalínur, tískusýning, húsgagnahönnun og almenn gleði er að listanum í dag en fjörið er rétt að byrja. Mynd/ SagaSigSwimslow er nýtt íslenskt sundfatamerki eftir í Ernu Bergmann sem verður frumsýnt í Héðinshúsinu kl. 20.30 í kvöld. Nánar um viðburðinn má finna hér. Sundbolirnir eru hannaðir á Íslandi en framleiddir á Ítalíu úr endurunnum efnum. Bæði efni og öll framleiðsla sundbolanna fer fram í sama héraði á Ítalíu með áherslu á lágmarks áhrif á umhverfið. Hönnuðurinn fékk innblástur úr reglulegum sundferðum í sína hverfislaug og heimsóknum í viðarsánuna. Swimslow leggur áherslu á að njóta þess að vera í núinu og bera virðingu fyrir umhverfinu. Hugmyndafræði Swimslow sprettur út frá baðmenningu Íslendinga og trúir hönnuðurinn ekki á sundfatatímabil – heldur telur það vera allan ársins hring. Sundbolirnir eru klassískir og áreynslulausir í sniðum og faðma kvenlíkamann í öllum sínum myndum án þess að vera of kynþokkafullir eða of sportlegir. Sundbolirnir eru úr sjálfbærum úrvalsefnum og er hugað að hverju smáatriði við hönnun og framleiðslu. Mikil áhersla er lögð á að láta konum líða vel og á gagnsæi yfir allt framleiðsluferlið – eða frá teikningu til lokaafurðar. Sundbolir Swimslow verða fáanlegir eftir á heimasíðu merkisins, swimslow.com.Geysir nýtir sér HönnunarMars til að frumsýna sumarlínu merkisins, en sérstakt frumsýningarhóf verður í kvöld kl.18 í versluninni á Skólavörðustíg 7. Það er alltaf gaman að sjá nýjar línur frá íslensku merkjunum - og flott að vörurnar eru fáanlegar í búðinni strax. Hér má lesa nánar um viðburðinn. Hildur Yeoman opnaði á dögunum verslun undir eigin nafni á Skólavörðustíg og verður með opið í kvöld að því tilefni. Skórnir frá Kalda eru einmitt til sölu í þeirri verslun en í kvöld ætlar Katrín Alda að vera með haust - og vetrarlínuna sína, Paris Texas, til sýnis fyrir áhugasama. Mælum enda alltaf gaman að skoða fallega skó! Hér má sjá meira um viðburðinn. Íslenska barnafatamerkið Igló+Indí verður með haust- og vetrarlínu sína til sýnis í versluninni á Skólavörðustíg ásamt því að sumarlínan er komin í hús. Gaman að skoða hvað er í vændum hjá þessu skemmtilega merki fyrir smáfólkið. Hér má lesa nánar um viðburðinn. Opnunarhátið HönnunarMars fer fram í dag klukkan 17 í Hörpu. Við sama tilefni opnar Félag húsgagna- og innréttingahönnuða sýninguna Íslensk húsgögn og hönnun í Flóa og Samtök arktektarstofa opna sýninguna Virðisaukandi arkitektúr. Sýningarnar standa yfir helgina en það er þess virði að kíkja við og fá innblástur. Þetta er bara brot af því sem er að gerast í dag á vegum HönnunarMars og hvetjum við alla til að kynna sér einstaklega fjölbreytta dagskrá hér. Dark Mood - Ljósmyndari: Íris Dögg Einarsdóttir Stílisti: Ása Ninna Pétursdóttir Hár og förðun: Adda Soffía IngvarsdóttirDark Mood er nýtt íslenskt fylgihlutamerki eftir Hildi Sumarliðadóttur sem gaman er að fylgjast með. Hún mun standa vaktina og kynna merkið í versluninni GK Reykjavík á Skólavörðustíg frá klukkan 19 í kvöld. Hér er hægt að fræðast meira um viðburðinn.
Glamour Tíska Tengdar fréttir Hildur Yeoman opnar eigin verslun í miðbænum Verslunin mun bera nafnið Yeoman og opnar á morgun á Skólavörðustíg. 15. mars 2017 15:00 Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Pallíettutíminn er runninn upp Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Það eru allir æstir í Birki Bjarnason Glamour Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour "Íslenskar stelpur gera, segja og klæða sig eins og þær vilja“ Glamour Hélt að ferillinn myndi enda um tvítugt Glamour
Hildur Yeoman opnar eigin verslun í miðbænum Verslunin mun bera nafnið Yeoman og opnar á morgun á Skólavörðustíg. 15. mars 2017 15:00