Methagnaður hjá Porsche Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2017 10:48 Porsche Macan á stóran þátt í mikilli velgengni Porsche um þessar mundir. Volkswagen kynnti niðurstöður rekstrar fyrir árið í fyrra í vikunni og þar kemur í ljós, sem svo oft áður, að hagnaður Porsche er lang mestur á hvern bíl í hinni stóru bílafjölskyldu Volkswagen. Svo mikill er hagnaður Porsche að ef honum er deilt niður á hvern bíl sést að hann er um 17.250 dollarar, eða 1.925.000 krónur. Fyrir það má kaupa bíl af minni gerðinni. Porsche seldi samtals 238.000 bíla í fyrra, meira en fyrirtækið hefur nokkurn tíma áður gert, og hagnaðurinn af sölu þeirra var 4,1 milljarður dollara, eða 457 milljarðar króna. Forvitnilegt er að bera saman hagnað af hverjum seldum bíl hjá þýsku lúxusbílaframleiðendunum. Hjá Mercedes Benz og BMW er hagnaður af hverjum seldum bíl um 5.000 dollarar og því hagnast Porsche meira en þrefalt á hverjum seldum bíl. Hjá Toyota er hagnaður af hverjum seldum bíl um 2.800 dollarar. Ein bílgerð hjá Ford hefur nokkra sérstöðu í sköpun hagnaðar, en F-150 pallbíllinn sem er langsöluhæsta bílgerðin í Bandaríkjunum skilar Ford allt að 13.000 dollurum í hagnað á hvern seldan bíl. Á það við um dýrustu útfærslur F-150 pallbílsins. Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent
Volkswagen kynnti niðurstöður rekstrar fyrir árið í fyrra í vikunni og þar kemur í ljós, sem svo oft áður, að hagnaður Porsche er lang mestur á hvern bíl í hinni stóru bílafjölskyldu Volkswagen. Svo mikill er hagnaður Porsche að ef honum er deilt niður á hvern bíl sést að hann er um 17.250 dollarar, eða 1.925.000 krónur. Fyrir það má kaupa bíl af minni gerðinni. Porsche seldi samtals 238.000 bíla í fyrra, meira en fyrirtækið hefur nokkurn tíma áður gert, og hagnaðurinn af sölu þeirra var 4,1 milljarður dollara, eða 457 milljarðar króna. Forvitnilegt er að bera saman hagnað af hverjum seldum bíl hjá þýsku lúxusbílaframleiðendunum. Hjá Mercedes Benz og BMW er hagnaður af hverjum seldum bíl um 5.000 dollarar og því hagnast Porsche meira en þrefalt á hverjum seldum bíl. Hjá Toyota er hagnaður af hverjum seldum bíl um 2.800 dollarar. Ein bílgerð hjá Ford hefur nokkra sérstöðu í sköpun hagnaðar, en F-150 pallbíllinn sem er langsöluhæsta bílgerðin í Bandaríkjunum skilar Ford allt að 13.000 dollurum í hagnað á hvern seldan bíl. Á það við um dýrustu útfærslur F-150 pallbílsins.
Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent