Starfsmenn Kviku banka fá samtals um 550 milljónir króna í arð Hörður Ægisson skrifar 22. mars 2017 08:30 Hagnaður Kviku 2016 nam um 1.930 milljónum. VÍSIR/GVA Hópur starfsmanna Kviku fjárfestingabanka fær samtals um 550 milljónir í arð vegna góðrar afkomu á síðasta ári en hagnaður bankans nam þá um 1.930 milljónum króna eftir skatt. Þetta var samþykkt á aðalfundi Kviku þann 15. mars, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, þegar ákveðið var að greiða arð til hluthafa í B-flokki í samræmi við samþykktir félagsins. Þær kveða á um að eigendur B-hluta í bankanum eigi rétt til arðs er nemur 35 prósentum árlegs hagnaðar fyrir tekjuskatt, að því marki sem hagnaður er umfram 6 prósent arðsemi eiginfjár. Bankinn skilaði sem fyrr segir afar góðri afkomu í fyrra og var arðsemi eigin fjár 34,7 prósent. Eigendur B-hluta eru ýmsir starfsmenn Kviku en ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar um fjölda þeirra eða hversu stóran hlut hver þeirra á í bankanum. Eigið fé Kviku var um 7.350 milljónir í árslok 2016 og jókst um meira en 1.150 milljónir á milli ára þrátt fyrir lækkun hlutafjár upp á þúsund milljónir á fyrri árshelmingi sem voru greiddar út til hluthafa. Stærstu eigendur Kviku í dag eru VÍS og Lífeyrissjóður verslunarmanna. Eiginfjárhlutfall bankans er 20,6 prósent sem er vel umfram kröfur eftirlitsaðila. Á aðalfundi bankans síðastliðinn miðvikudag, eins og upplýst var um í Markaðnum áður en fundurinn fór fram, tóku tveir nýir stjórnarmenn sæti í stjórn bankans. Þeir eru Guðmundur Örn Þórðarson, fjárfestir og hluthafi í tryggingafélaginu VÍS, og Hrönn Sveinsdóttir, fjármálastjóri Vodafone. Þau Anna Skúladóttir, móðir Skúla Mogensen, sem seldi allan hlut sinn í Kviku fyrir skemmstu, og Finnur Reyr Stefánsson, fjárfestir og fyrrverandi varaformaður stjórnar Kviku, létu hins vegar af störfum. Fréttin birtisti fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hópur starfsmanna Kviku fjárfestingabanka fær samtals um 550 milljónir í arð vegna góðrar afkomu á síðasta ári en hagnaður bankans nam þá um 1.930 milljónum króna eftir skatt. Þetta var samþykkt á aðalfundi Kviku þann 15. mars, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, þegar ákveðið var að greiða arð til hluthafa í B-flokki í samræmi við samþykktir félagsins. Þær kveða á um að eigendur B-hluta í bankanum eigi rétt til arðs er nemur 35 prósentum árlegs hagnaðar fyrir tekjuskatt, að því marki sem hagnaður er umfram 6 prósent arðsemi eiginfjár. Bankinn skilaði sem fyrr segir afar góðri afkomu í fyrra og var arðsemi eigin fjár 34,7 prósent. Eigendur B-hluta eru ýmsir starfsmenn Kviku en ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar um fjölda þeirra eða hversu stóran hlut hver þeirra á í bankanum. Eigið fé Kviku var um 7.350 milljónir í árslok 2016 og jókst um meira en 1.150 milljónir á milli ára þrátt fyrir lækkun hlutafjár upp á þúsund milljónir á fyrri árshelmingi sem voru greiddar út til hluthafa. Stærstu eigendur Kviku í dag eru VÍS og Lífeyrissjóður verslunarmanna. Eiginfjárhlutfall bankans er 20,6 prósent sem er vel umfram kröfur eftirlitsaðila. Á aðalfundi bankans síðastliðinn miðvikudag, eins og upplýst var um í Markaðnum áður en fundurinn fór fram, tóku tveir nýir stjórnarmenn sæti í stjórn bankans. Þeir eru Guðmundur Örn Þórðarson, fjárfestir og hluthafi í tryggingafélaginu VÍS, og Hrönn Sveinsdóttir, fjármálastjóri Vodafone. Þau Anna Skúladóttir, móðir Skúla Mogensen, sem seldi allan hlut sinn í Kviku fyrir skemmstu, og Finnur Reyr Stefánsson, fjárfestir og fyrrverandi varaformaður stjórnar Kviku, létu hins vegar af störfum. Fréttin birtisti fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira