Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Sæunn Gísladóttir skrifar 21. mars 2017 06:00 Vogunarsjóðirnir munu eignast allt að 51 prósent hlut í bankanum. vísir/eyþór Samningaviðræður voru komnar á lokastig um kaup lífeyrissjóðanna á umtalsverðum hlut í Arion banka þegar Kaupþing kaus að taka hlé til að ljúka viðræðum við hluta af eigendum sínum. Þau kaup sem þar raungerðust urðu umfangsmeiri en lífeyrissjóðunum hafði áður verið kynnt og eru af þeim sökum nokkurt undrunarefni. Þetta segir Þórarinn V. Þórarinsson hæstaréttarlögmaður og ráðgjafi lífeyrissjóðanna við kaup á hlut í Arion banka.Þórarinn V. Þórarinsson„Það hefur verið frá upphafi vitað og út frá því gengið að eigendur Kaupþings myndu kaupa hlut. Lengst af hefur verið talað um að sá hluti verði af stærðargráðunni 20 til 25 prósent. Þannig að umfangið kom okkur á óvart. Sérstaklega að það væri með þeim hætti að það gæti verið kaupréttur,“ segir Þórarinn. „Við fundum með stýrihóp lífeyrissjóðanna í dag þar sem við endanlega metum hvaða skilaboð felist í þessari framkvæmd,“ segir Þórarinn. Hann segist ekki útiloka áframhaldandi viðræður. Lífeyrissjóðirnir endurmeta nú stöðu sína. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, segir að farið verði yfir nýjustu fréttir með ráðgjöfum lífeyrissjóðsins. Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs, tekur í sama streng. „Við höfum ekki verið við samningaborðið eins og það heitir. Við höfum lýst yfir áhuga á að ganga til viðskipta við seljandann. Það er ákvörðun stjórnar á hverjum tíma hvort viðræður haldi áfram. Við höfum eðli málsins samkvæmt ekki komið stjórn saman frá því að þessar upplýsingar bárust. Við erum að endurmeta þetta.“ Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, segist skynja það að fólk hafi áhyggjur af niðurskurði í kjölfar kaupa vogunarsjóðanna á hlutnum. „Það hefur það alltaf. Arion banki var að segja upp fimmtíu manns í haust,“ segir Friðbert. Hann segir alltaf verið að tala um breytingar og hugsanlega enn meiri hagræðingu. Svoleiðis skapi alltaf óróa. „Mér finnst ekki hafa farið leynt, í því sem stjórnendur bankans hafa sjálfir verið að gefa út, að það sé þessi endalausa hagræðing alltaf í gangi og að hún muni halda áfram.“ Nokkur athygli hefur verið vakin á því að raunverulegt eignarhald sjóðanna sem hafa keypt hlut í bankanum sé óljóst. Fjármálaeftirlitið benti á í tilkynningu sem stofnunin sendi frá sér í gær að fjármálafyrirtækjum bæri að tilgreina nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1 prósent hlutafjár á heimasíðu sinni. Sé lögaðili eigandi hlutafjár umfram 1 prósent skal jafnframt koma fram hvaða einstaklingur eða einstaklingar séu raunverulegir eigendur viðkomandi lögaðila. Friðbert segir óþægilegt ef eignarhald er óljóst. „Ég held að öllum þyki óþægilegt að vita ekki hverjir eiga fyrirtækið, ekki síst þegar þetta er svona mikilvægt fyrirtæki eins og banki. Í vogunarsjóði höfum við ekki hugmynd um það og það sem meira er, við fáum aldrei að vita það. Það eru svo margir sem koma að málinu. Það er alltaf mjög óþægilegt eignarhald.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hafa ekki upplýsingar um atkvæðisrétt fjórða aðilans Fjármálaeftirlitið segir að ónákvæmni hafi gætt í tilkynningu eftirlitsins frá því í dag þar sem greint var frá því að atkvæðisréttur fylgdi ekki með kaupum Goldman Sachs og vogunarsjóða á Arion banka. 20. mars 2017 18:24 Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20 Eigandi Taconic Capital segir kaupin á Arion ekki skammtímafjárfestingu Frank Brosens, stofnandi og eigandi bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, fullyrðir að kaup sjóðsins á tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka séu ekki hugsuð sem skammtímafjárfesting. 20. mars 2017 06:00 Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls „Sumum hefur þótt það merki um "paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.“ 19. mars 2017 23:35 Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina ekki kaupa Arion til að innleiða ný vinnubrögð í bankastarfsemi Hann spyr hver sé raunverulegur tilgangur kaupanna og efast um að þau sé gerð með hagsmuni íslensks samfélags að sjónarmiði. 20. mars 2017 19:49 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Samningaviðræður voru komnar á lokastig um kaup lífeyrissjóðanna á umtalsverðum hlut í Arion banka þegar Kaupþing kaus að taka hlé til að ljúka viðræðum við hluta af eigendum sínum. Þau kaup sem þar raungerðust urðu umfangsmeiri en lífeyrissjóðunum hafði áður verið kynnt og eru af þeim sökum nokkurt undrunarefni. Þetta segir Þórarinn V. Þórarinsson hæstaréttarlögmaður og ráðgjafi lífeyrissjóðanna við kaup á hlut í Arion banka.Þórarinn V. Þórarinsson„Það hefur verið frá upphafi vitað og út frá því gengið að eigendur Kaupþings myndu kaupa hlut. Lengst af hefur verið talað um að sá hluti verði af stærðargráðunni 20 til 25 prósent. Þannig að umfangið kom okkur á óvart. Sérstaklega að það væri með þeim hætti að það gæti verið kaupréttur,“ segir Þórarinn. „Við fundum með stýrihóp lífeyrissjóðanna í dag þar sem við endanlega metum hvaða skilaboð felist í þessari framkvæmd,“ segir Þórarinn. Hann segist ekki útiloka áframhaldandi viðræður. Lífeyrissjóðirnir endurmeta nú stöðu sína. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, segir að farið verði yfir nýjustu fréttir með ráðgjöfum lífeyrissjóðsins. Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs, tekur í sama streng. „Við höfum ekki verið við samningaborðið eins og það heitir. Við höfum lýst yfir áhuga á að ganga til viðskipta við seljandann. Það er ákvörðun stjórnar á hverjum tíma hvort viðræður haldi áfram. Við höfum eðli málsins samkvæmt ekki komið stjórn saman frá því að þessar upplýsingar bárust. Við erum að endurmeta þetta.“ Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, segist skynja það að fólk hafi áhyggjur af niðurskurði í kjölfar kaupa vogunarsjóðanna á hlutnum. „Það hefur það alltaf. Arion banki var að segja upp fimmtíu manns í haust,“ segir Friðbert. Hann segir alltaf verið að tala um breytingar og hugsanlega enn meiri hagræðingu. Svoleiðis skapi alltaf óróa. „Mér finnst ekki hafa farið leynt, í því sem stjórnendur bankans hafa sjálfir verið að gefa út, að það sé þessi endalausa hagræðing alltaf í gangi og að hún muni halda áfram.“ Nokkur athygli hefur verið vakin á því að raunverulegt eignarhald sjóðanna sem hafa keypt hlut í bankanum sé óljóst. Fjármálaeftirlitið benti á í tilkynningu sem stofnunin sendi frá sér í gær að fjármálafyrirtækjum bæri að tilgreina nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1 prósent hlutafjár á heimasíðu sinni. Sé lögaðili eigandi hlutafjár umfram 1 prósent skal jafnframt koma fram hvaða einstaklingur eða einstaklingar séu raunverulegir eigendur viðkomandi lögaðila. Friðbert segir óþægilegt ef eignarhald er óljóst. „Ég held að öllum þyki óþægilegt að vita ekki hverjir eiga fyrirtækið, ekki síst þegar þetta er svona mikilvægt fyrirtæki eins og banki. Í vogunarsjóði höfum við ekki hugmynd um það og það sem meira er, við fáum aldrei að vita það. Það eru svo margir sem koma að málinu. Það er alltaf mjög óþægilegt eignarhald.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hafa ekki upplýsingar um atkvæðisrétt fjórða aðilans Fjármálaeftirlitið segir að ónákvæmni hafi gætt í tilkynningu eftirlitsins frá því í dag þar sem greint var frá því að atkvæðisréttur fylgdi ekki með kaupum Goldman Sachs og vogunarsjóða á Arion banka. 20. mars 2017 18:24 Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20 Eigandi Taconic Capital segir kaupin á Arion ekki skammtímafjárfestingu Frank Brosens, stofnandi og eigandi bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, fullyrðir að kaup sjóðsins á tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka séu ekki hugsuð sem skammtímafjárfesting. 20. mars 2017 06:00 Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls „Sumum hefur þótt það merki um "paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.“ 19. mars 2017 23:35 Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina ekki kaupa Arion til að innleiða ný vinnubrögð í bankastarfsemi Hann spyr hver sé raunverulegur tilgangur kaupanna og efast um að þau sé gerð með hagsmuni íslensks samfélags að sjónarmiði. 20. mars 2017 19:49 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Hafa ekki upplýsingar um atkvæðisrétt fjórða aðilans Fjármálaeftirlitið segir að ónákvæmni hafi gætt í tilkynningu eftirlitsins frá því í dag þar sem greint var frá því að atkvæðisréttur fylgdi ekki með kaupum Goldman Sachs og vogunarsjóða á Arion banka. 20. mars 2017 18:24
Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20
Eigandi Taconic Capital segir kaupin á Arion ekki skammtímafjárfestingu Frank Brosens, stofnandi og eigandi bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, fullyrðir að kaup sjóðsins á tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka séu ekki hugsuð sem skammtímafjárfesting. 20. mars 2017 06:00
Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls „Sumum hefur þótt það merki um "paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.“ 19. mars 2017 23:35
Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina ekki kaupa Arion til að innleiða ný vinnubrögð í bankastarfsemi Hann spyr hver sé raunverulegur tilgangur kaupanna og efast um að þau sé gerð með hagsmuni íslensks samfélags að sjónarmiði. 20. mars 2017 19:49