Selur franska ríkið eignarhlut sinn í Renault? Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2017 11:00 Höfuðstöðvar Renault. Haft var eftir fjármálaráðherra Frakklands að ekki sé útilokað að franska ríkið selji hluta eða allt eignarhlad sitt í franska bílaframleiðandanum Renault, en franska ríkið á rétt undir 20% í Renault. Nú séu markaðsaðstæður hagstæðari en oft áður og að franska ríkinu beri að gæta réttar franskra skattgreiðenda. Franska ríkið hefur aukið hlut sinn á undanförnum árum í Renault sem aðgerð til að vernda störf í Frakklandi. Fjármálaráðherran Michel Sapin lét hafa eftir sér að það væri alls ekki meiningin hjá franska ríkinu að eiga stóran hlut í Renault til framtíðar, né heldur væri meiningin að tapa á kaupum í Renault á sínum tíma. Ef rétt verð fæst fyrir bréfin í Renault má búast við að franska ríkið nýti sér það og minnki hlut sinn verulega. Hlutabréf í Renault hafa fallið um 6% það sem af er ári, en ef til vill býður franska ríkið eftir því að verð þeirra hækki á ný og þá myndist tækifæri til sölu. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent
Haft var eftir fjármálaráðherra Frakklands að ekki sé útilokað að franska ríkið selji hluta eða allt eignarhlad sitt í franska bílaframleiðandanum Renault, en franska ríkið á rétt undir 20% í Renault. Nú séu markaðsaðstæður hagstæðari en oft áður og að franska ríkinu beri að gæta réttar franskra skattgreiðenda. Franska ríkið hefur aukið hlut sinn á undanförnum árum í Renault sem aðgerð til að vernda störf í Frakklandi. Fjármálaráðherran Michel Sapin lét hafa eftir sér að það væri alls ekki meiningin hjá franska ríkinu að eiga stóran hlut í Renault til framtíðar, né heldur væri meiningin að tapa á kaupum í Renault á sínum tíma. Ef rétt verð fæst fyrir bréfin í Renault má búast við að franska ríkið nýti sér það og minnki hlut sinn verulega. Hlutabréf í Renault hafa fallið um 6% það sem af er ári, en ef til vill býður franska ríkið eftir því að verð þeirra hækki á ný og þá myndist tækifæri til sölu.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent